Renault tekur yfir Lotus í næstu viku Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. ágúst 2015 22:30 Lotus-Renault gekk vel síðast þegar þessir aðilar unnu saman. Kannski smellur þetta saman aftur hjá þeim. Vísir/Getty Renault mun klára að taka yfir Lotus liðið í Formúlu 1 í næstu viku. Franski bílaframleiðandinn verður þá orðinn liðseigandi aftur í Formúlu 1. Red Bull og Toro Rosso nota Renault vélar sem sætt hafa mikilli gagnrýni í ár og í fyrra. Skortur á afli er helsta uppspretta gagnrýninnar. Renault mat þrjá kosti: hætta alfarið í Formúlu 1, halda áfram sem vélaframleiðandi eða snúa aftur sem eigandi og rekandi eigin liðs. Nú er svo komið ef marka má frétt Autosport að Renault mun kaupa stóran hluta Lotus liðsins, sem hét áður Renault. Þetta gerist í kjölfar nokkurra mánaða samningaviðræðna og fjárhagsvandræða Lotus liðsins. Bílar þess voru kyrrsettir á Spa brautinni eftir kappaksturinn síðustu helgi og voru fyrir skemmstu leystir út. Samkvæmt heimildum Autosport mun Renault fara með 65 prósent eignarhlut í liðinu. Greiðslur fyrir hlutinn dreifast yfir tíu ár og nema 11,5 milljónum dollara á ári (1,5 milljarður) íslenskra króna). Talið er að fjórfaldur heimsmeistari og fulltrúi Renault, Alain Prost muni sjálfur taka stóran þátt í rekstri liðsins og eiga 10 prósent hlut. Gerard Lopez, núverandi eigandi liðsins situr þá eftir með 25 prósent. Heimildir Autosport herma að samningar verði undirritaðir á mánudag. Eigendaskiptin munu taka gildi frá næstu áramótum. Renault hefur enn ekki ákveðið hvernig leyst verði úr skuldbindingum liðsins gagnvart Red Bull á næsta ári. Red Bull hefur forgangsákvæði í sínum samningi sem þýðir að það myndi ganga framar eigin liði Renault ef eitthvað vandamál kæmi upp. Einn möguleikinn er þá að Lotus noti Mercedes vélar áfram, þangað til samningur liðsins við Mercedes rennur út, eftir næsta tímabil. Það gæti verið lærdómsríkt fyrir Renault að reka lið með Mercedes vélar, sem eru án vafa þær bestu í bransanum þessi misserin. Spurningin er hvort Mercedes sé tilbuið að heimila slíkt. Þessi eigendaskipti gætu haft í för með sér breytingu á liðsskipan hjá Lotus/Renault. Líklega heldur franski ökumaðurinn Romain Grosjean sæti sínu þegar franski bílaframleiðandinn tekur yfir. Annað gæti gilt um hinn umdeilda liðsfélaga hans, Pastor Maldonado. Hann gæti þurft að taka pokann sinn. Þetta er þó óvíst og um getgátur að ræða. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Baráttan í Belgíu Lewis Hamilton er nú búinn að tryggja sér ráspólsbikar ársins. Óvæntir atburðir áttu sér stað í belgíska kappakstrinum. 24. ágúst 2015 22:45 Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13 Whiting: Honda misnotaði reglurnar Regluvörður Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, Charlie Whiting segir McLaren-Honda hafa misnotað reglurnar um refsingar fyrir ofnotkun vélaíhluta í Belgíu. 28. ágúst 2015 17:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Renault mun klára að taka yfir Lotus liðið í Formúlu 1 í næstu viku. Franski bílaframleiðandinn verður þá orðinn liðseigandi aftur í Formúlu 1. Red Bull og Toro Rosso nota Renault vélar sem sætt hafa mikilli gagnrýni í ár og í fyrra. Skortur á afli er helsta uppspretta gagnrýninnar. Renault mat þrjá kosti: hætta alfarið í Formúlu 1, halda áfram sem vélaframleiðandi eða snúa aftur sem eigandi og rekandi eigin liðs. Nú er svo komið ef marka má frétt Autosport að Renault mun kaupa stóran hluta Lotus liðsins, sem hét áður Renault. Þetta gerist í kjölfar nokkurra mánaða samningaviðræðna og fjárhagsvandræða Lotus liðsins. Bílar þess voru kyrrsettir á Spa brautinni eftir kappaksturinn síðustu helgi og voru fyrir skemmstu leystir út. Samkvæmt heimildum Autosport mun Renault fara með 65 prósent eignarhlut í liðinu. Greiðslur fyrir hlutinn dreifast yfir tíu ár og nema 11,5 milljónum dollara á ári (1,5 milljarður) íslenskra króna). Talið er að fjórfaldur heimsmeistari og fulltrúi Renault, Alain Prost muni sjálfur taka stóran þátt í rekstri liðsins og eiga 10 prósent hlut. Gerard Lopez, núverandi eigandi liðsins situr þá eftir með 25 prósent. Heimildir Autosport herma að samningar verði undirritaðir á mánudag. Eigendaskiptin munu taka gildi frá næstu áramótum. Renault hefur enn ekki ákveðið hvernig leyst verði úr skuldbindingum liðsins gagnvart Red Bull á næsta ári. Red Bull hefur forgangsákvæði í sínum samningi sem þýðir að það myndi ganga framar eigin liði Renault ef eitthvað vandamál kæmi upp. Einn möguleikinn er þá að Lotus noti Mercedes vélar áfram, þangað til samningur liðsins við Mercedes rennur út, eftir næsta tímabil. Það gæti verið lærdómsríkt fyrir Renault að reka lið með Mercedes vélar, sem eru án vafa þær bestu í bransanum þessi misserin. Spurningin er hvort Mercedes sé tilbuið að heimila slíkt. Þessi eigendaskipti gætu haft í för með sér breytingu á liðsskipan hjá Lotus/Renault. Líklega heldur franski ökumaðurinn Romain Grosjean sæti sínu þegar franski bílaframleiðandinn tekur yfir. Annað gæti gilt um hinn umdeilda liðsfélaga hans, Pastor Maldonado. Hann gæti þurft að taka pokann sinn. Þetta er þó óvíst og um getgátur að ræða.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Baráttan í Belgíu Lewis Hamilton er nú búinn að tryggja sér ráspólsbikar ársins. Óvæntir atburðir áttu sér stað í belgíska kappakstrinum. 24. ágúst 2015 22:45 Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13 Whiting: Honda misnotaði reglurnar Regluvörður Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, Charlie Whiting segir McLaren-Honda hafa misnotað reglurnar um refsingar fyrir ofnotkun vélaíhluta í Belgíu. 28. ágúst 2015 17:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bílskúrinn: Baráttan í Belgíu Lewis Hamilton er nú búinn að tryggja sér ráspólsbikar ársins. Óvæntir atburðir áttu sér stað í belgíska kappakstrinum. 24. ágúst 2015 22:45
Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13
Whiting: Honda misnotaði reglurnar Regluvörður Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, Charlie Whiting segir McLaren-Honda hafa misnotað reglurnar um refsingar fyrir ofnotkun vélaíhluta í Belgíu. 28. ágúst 2015 17:00