McIlroy lætur reyna á meiddan ökkla Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 08:30 Rory á Opna bandaríska meistaramótinu fyrr í sumar. Vísir/getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy mun ákveða með þátttöku sína á PGA-meistaramótinu eftir æfingarhring á vellinum sem mótið fer fram á laugardaginn. Rory gat ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu en virðist ætla að reyna að verja titil sinn á PGA-meistaramótinu. Rory sem er í dag í efsta sæti styrkleikalistans í golfi lék frábært golf seinni hluta sumars á síðasta ári. Stóð hann uppi sem sigurvegari á tveimur stórmótum í golfinu í röð, Opna breska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. Hann gat hinsvegar ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu í ár en hann sneri sig á ökkla er hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum. Skaddaði hann liðbönd í ökklanum og var talið að hann myndi missa af báðum stórmótunum sem eftir voru á árinu. Hann virðist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp alla von um að leika á PGA-meistaramótinu en fari svo að hann taki ekki þátt að þessu sinni gæti kylfingurinn ungi Jordan Spieth skotist upp fyrir hann á styrkleikalistanum. Umboðsmaður Rory vildi hvorki staðfesta né neita að hann myndi leika æfingarhring á Whistling Straits vellinum. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy mun ákveða með þátttöku sína á PGA-meistaramótinu eftir æfingarhring á vellinum sem mótið fer fram á laugardaginn. Rory gat ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu en virðist ætla að reyna að verja titil sinn á PGA-meistaramótinu. Rory sem er í dag í efsta sæti styrkleikalistans í golfi lék frábært golf seinni hluta sumars á síðasta ári. Stóð hann uppi sem sigurvegari á tveimur stórmótum í golfinu í röð, Opna breska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. Hann gat hinsvegar ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu í ár en hann sneri sig á ökkla er hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum. Skaddaði hann liðbönd í ökklanum og var talið að hann myndi missa af báðum stórmótunum sem eftir voru á árinu. Hann virðist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp alla von um að leika á PGA-meistaramótinu en fari svo að hann taki ekki þátt að þessu sinni gæti kylfingurinn ungi Jordan Spieth skotist upp fyrir hann á styrkleikalistanum. Umboðsmaður Rory vildi hvorki staðfesta né neita að hann myndi leika æfingarhring á Whistling Straits vellinum.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira