Rory McIlroy slasaði sig í fótbolta með félögunum Kári Örn Hinriksson skrifar 6. júlí 2015 11:30 Það verður að teljast ólíklegt að McIlroy verði með á St. Andrews. Getty Rory McIlroy, besti kylfingur heims, mun ekki spila keppnisgolf í náinni framtíð en Norður-Írinn ungi sleit liðbönd á laugardaginn í fótbolta með félögum sínum. McIlroy setti inn mynd af sjálfum sér á samfélagsmiðla í morgun þar sem hann er á hækjum og í gifsi á vinstri fæti. "Ég sleit liðböndin á mér á vinstri ökkla mjög illa í fótboltaleik um helgina," skrifaði McIlroy á Facebook. "Við erum enn að skoða hversu alvarleg þessi meiðsli eru og ég er strax byrjaður í endurhæfingu, ég mun reyna að snúa til baka á golfvöllinn eins fljótt og ég get." Það er óhætt að segja að meiðsli McIlroy komi á versta tíma en þriðja risamót ársins, Opna breska meistarmótið, hefst eftir tíu daga og því þykir mjög ólíklegt að hann taki þátt þar. Verði McIlroy frá í langan tíma verður að þykja líklegt að Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth slái hann af toppi heimslistans í golfi en hann hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til. Total rupture of left ATFL (ankle ligament) and associated joint capsule damage in a soccer kickabout with friends on Saturday. Continuing to assess extent of injury and treatment plan day by day. Rehab already started..... Working hard to get back as soon as I can. A photo posted by Rory McIlroy (@rorymcilroy) on Jul 6, 2015 at 2:53am PDT Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy, besti kylfingur heims, mun ekki spila keppnisgolf í náinni framtíð en Norður-Írinn ungi sleit liðbönd á laugardaginn í fótbolta með félögum sínum. McIlroy setti inn mynd af sjálfum sér á samfélagsmiðla í morgun þar sem hann er á hækjum og í gifsi á vinstri fæti. "Ég sleit liðböndin á mér á vinstri ökkla mjög illa í fótboltaleik um helgina," skrifaði McIlroy á Facebook. "Við erum enn að skoða hversu alvarleg þessi meiðsli eru og ég er strax byrjaður í endurhæfingu, ég mun reyna að snúa til baka á golfvöllinn eins fljótt og ég get." Það er óhætt að segja að meiðsli McIlroy komi á versta tíma en þriðja risamót ársins, Opna breska meistarmótið, hefst eftir tíu daga og því þykir mjög ólíklegt að hann taki þátt þar. Verði McIlroy frá í langan tíma verður að þykja líklegt að Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth slái hann af toppi heimslistans í golfi en hann hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til. Total rupture of left ATFL (ankle ligament) and associated joint capsule damage in a soccer kickabout with friends on Saturday. Continuing to assess extent of injury and treatment plan day by day. Rehab already started..... Working hard to get back as soon as I can. A photo posted by Rory McIlroy (@rorymcilroy) on Jul 6, 2015 at 2:53am PDT
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira