Fótbolti

Matthías gulltryggði sæti Rosenborg í næstu umferð | Hjálmar kom ekkert við sögu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Rosenborg fagna marki.
Leikmenn Rosenborg fagna marki. Vísir/getty
Matthías Vilhjálmsson gulltryggði sæti Rosenborg í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með fyrsta marki sínu fyrir félagið er hann skoraði síðasta mark leiksins í 3-1 sigri Rosenborg á ungverska félaginu Debrecen. Mattías kom stuttu áður inná fyrir fyrrum liðsfélaga sinn hjá FH, Alexander Söderlund.

Hólmar Örn Eyjólfsson var að vanda í byrjunarliði Rosenborg sem vann fyrri leik liðanna í Ungverjalandi 3-1. Norska félagið komst 2-0 yfir með mörkum frá Alexander Söderlund og Mike Jensen en stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks náði ungverska félagið að minnka muninn. Róðurinn varð þyngri fyrir gestina frá Ungverjalandi þegar Peter Mate fékk sitt annað gula spjald í upphafi seinni hálfleiksins.

Matthías kom inná fyrir Söderlund þegar korter var til leiksloka og gerði endanlega út um leikinn með sínu fyrsta marki fyrir félagið og þriðja marki Rosenborg þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka. Tókst hvorugu liðinu að bæta við mörkum og lauk leiknum með 3-1 sigri Rosenborg og samanlagt 6-3 fyrir norska félaginu.

Í Gautaborg sat Hjálmar Jónsson á varamannabekknum allan leikinn í 0-0 jafntefli gegn portúgalska félaginu Belenenses sem Helgi Valur Daníelsson og Eggert Gunnþór Jónsson léku fyrir um tíma. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Belenenses en hvorugu liðinu tókst að skora í kvöld og komst portúgalska félagið því naumlega áfram í 4. umferð.

Þá náðu FH-banarnir í Inter Baku óvæntu markalausu jafntefli gegn Athletic Bilbao á heimavelli en fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri spænska félagsins.

Úrslit dagsins:

Gabala 1-0 Apollon (2-1 samanlagt, Gabala áfram)

Inter Baku 0-0 Athletic Bilbao (0-2 samanlagt, Athletic Bilbao áfram)

Omonia 2-2 Bröndby (2-2 samanlagt, Bröndby áfram á útivallarmarkareglunni)+

Rubin Kazar 1-1 Sturm Graz (3-2 samanlagt, Ruben Kazar áfram)

Göteborg 0-0 Belenenses (1-2 samanlagt, Belenenses áfram)

Odd 2-0 Elfsborg (3-2 samanalagt, Odd áfram)

Rosenborg 3-1 Debrecen (6-3 samanlagt, Rosenborg áfram)

Shmona 0-3 Liberec (1-5 samanalagt, Liberec áfram)

Stromsgodset 0-2 Hajduk Split (0-4 samanlagt, Hajduk Split áfram)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×