Sport

Sló heimsmet Hafþórs Júlíusar í þvottavélakasti | Myndbönd

McCarthy fagnar heimsmetinu. Eðlilega með bandaríska fánann.
McCarthy fagnar heimsmetinu. Eðlilega með bandaríska fánann. vísir/getty
Bandaríkjamaður tók eitt heimsmet af Hafþóri Júlíusi Björnssyni á hafnaboltaleik á dögunum.

Sá heitir Sean McCarthy. Hann var beðinn um að kasta þvottavél á hafnaboltaleik. Menn brydda upp á ýmsu á hafnaboltaleikjum í Bandaríkjunum.

Metið sem Hafþór Júlíus Björnsson átti var 4,72 metrar. McCarthy kastaði þvottavélinni 4,84 metra fyrir framan fjölda áhorfenda.

Ekki er vitað hvort þeir köstuðu jafn þungum vélum en reglurnar í þessum heimsmetsköstum eru örugglega ekki alveg upp á tíu. Hafþór Júlíus hlýtur að svara þessu með nýju heimsmetskasti. Spurning um að gera það á leik í Pepsi-deildinni?

Hér að neðan má sjá köstin hjá þeim báðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×