Hafa fengið sig fullsödd af gæsum og steggjum í Gleðigöngunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 14:23 Gleðigangan fer fram á morgun. Vísir/Valli „Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá hefurðu ekkert að gera hingað,“ sagði Harvey við móður sína í kvikmyndinni Torch Song Trilogy. Sömu skilaboð senda skipuleggjendur Hinsegin daga til þeirra sem notað hafa vettvanginn undanfarin ár sem hluta af gæsun og steggjun vina sinna. „Með gleðigöngunni fögnum við sigrum sem unnist hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og látum í ljósi þakklæti til ættingja okkar og vina fyrir að koma með á bátinn og standa með okkur af heilum hug. Með sýnileikanum styrkjum við líka það fólk sem vildi svo gjarnan brjótast út úr skápnum en sér ennþá ástæðu til að hika,“ segir í pistli sem Birna Hrönn Björnsdóttir og Þorvaldur Kristinsson skrifa á vef Hinsegin daga.Atriðið sem skipuleggjendur vísa í úr Torch Song Trilogy má sjá hér að neðan. Bæði hafa umtalsverða reynslu af málefnum hinsegin fólks á Íslandi þar á meðal við undirbúning og framkvæmd Hinsegin daga í Reykjavík sem nær hámarki ár hvert með gleðigöngunni. „Það stingur þess vegna í stúf við markmið okkar þegar mannvirðing og jafnrétti eru höfð að háði og spotti. Það hefur gerst hvað eftir annað hin síðustu ár að gagnkynhneigt fólk sem verið er að steggja og gæsa fyrir brúðkaupið reynir að troðast óboðið inn í gleðigönguna,“ segir í pistli þeirra. Tilgangurinn sé ekki að sýna samstöðu heldur þvert á móti að lýsa niðurlægingu viðkomandi steggs eða gæsar.Birna og Þorvaldur.Mynd af vef Hinsegin daga„„Ha, ha, auminginn, villtist inní Gay Pride gönguna! Er hann kannski hommi?!“ Myndbandsupptökur af „ævintýrinu“ eru síðan sýndar í brúðkaupsveislunni og hlegið dátt að óförum brúðarinnar eða brúðgumans.“ Þau Birna og Þorvaldur segja þátttakendum í göngunni ekki bjóðandi að lenda við hlið einhvers sem sýnir göngunni og þátttakendum þá lítilsvirðingu sem fylgi steggjum og gæsum í brúðkaupshugleiðingum á þessum vettvangi. „Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem slást í hóp göngufólks af góðum hug – líka fuglana á Tjörninni ef þeim býður svo við að horfa – en biðjum ófiðraða steggi og fjaðralausar gæsir um að skemmta sér á öðrum vettvangi þennan dag.“Uppfært klukkan 20:54 Pistill Birnu og Þorvaldar birtist upphaflega í dagskrárriti Hinsegin daga árið 2012 en var endurbirtur á vef hátíðarinnar í dag. Hinsegin Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá hefurðu ekkert að gera hingað,“ sagði Harvey við móður sína í kvikmyndinni Torch Song Trilogy. Sömu skilaboð senda skipuleggjendur Hinsegin daga til þeirra sem notað hafa vettvanginn undanfarin ár sem hluta af gæsun og steggjun vina sinna. „Með gleðigöngunni fögnum við sigrum sem unnist hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og látum í ljósi þakklæti til ættingja okkar og vina fyrir að koma með á bátinn og standa með okkur af heilum hug. Með sýnileikanum styrkjum við líka það fólk sem vildi svo gjarnan brjótast út úr skápnum en sér ennþá ástæðu til að hika,“ segir í pistli sem Birna Hrönn Björnsdóttir og Þorvaldur Kristinsson skrifa á vef Hinsegin daga.Atriðið sem skipuleggjendur vísa í úr Torch Song Trilogy má sjá hér að neðan. Bæði hafa umtalsverða reynslu af málefnum hinsegin fólks á Íslandi þar á meðal við undirbúning og framkvæmd Hinsegin daga í Reykjavík sem nær hámarki ár hvert með gleðigöngunni. „Það stingur þess vegna í stúf við markmið okkar þegar mannvirðing og jafnrétti eru höfð að háði og spotti. Það hefur gerst hvað eftir annað hin síðustu ár að gagnkynhneigt fólk sem verið er að steggja og gæsa fyrir brúðkaupið reynir að troðast óboðið inn í gleðigönguna,“ segir í pistli þeirra. Tilgangurinn sé ekki að sýna samstöðu heldur þvert á móti að lýsa niðurlægingu viðkomandi steggs eða gæsar.Birna og Þorvaldur.Mynd af vef Hinsegin daga„„Ha, ha, auminginn, villtist inní Gay Pride gönguna! Er hann kannski hommi?!“ Myndbandsupptökur af „ævintýrinu“ eru síðan sýndar í brúðkaupsveislunni og hlegið dátt að óförum brúðarinnar eða brúðgumans.“ Þau Birna og Þorvaldur segja þátttakendum í göngunni ekki bjóðandi að lenda við hlið einhvers sem sýnir göngunni og þátttakendum þá lítilsvirðingu sem fylgi steggjum og gæsum í brúðkaupshugleiðingum á þessum vettvangi. „Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem slást í hóp göngufólks af góðum hug – líka fuglana á Tjörninni ef þeim býður svo við að horfa – en biðjum ófiðraða steggi og fjaðralausar gæsir um að skemmta sér á öðrum vettvangi þennan dag.“Uppfært klukkan 20:54 Pistill Birnu og Þorvaldar birtist upphaflega í dagskrárriti Hinsegin daga árið 2012 en var endurbirtur á vef hátíðarinnar í dag.
Hinsegin Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24
Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00
Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00