Íslenski boltinn

Tryggvi á leið til Njarðvíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. Vísir
Tryggvi Guðmundsson er á leið til Njarðvíkur og mun spila með liðinu til loka tímabilsins. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Tryggvi var fyrr í sumar sagt upp störfum sem aðstoðarþjálfari ÍBV eftir að hafa mætt á æfingu undir áhrifum áfengis. Samhliða því spilaði hann með KFS í 3. deildinni og gerði áfram eftir að hann hætti hjá ÍBV.

„Við höfum verið úti um allt að leita að einhverjum sem er með reynslu og getur styrkt okkur,“ sagði Guðmundur Steinarsson, þjálfari Njarðvíkur, við Fótbolta.net.

„Við erum með ungt lið og mér fannst vanta reynslu. Við fórum að skoða markaðinn og duttum inn á Tryggva.“

Tryggi er markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi og var orðaður við þjálfunarstarfið hjá Dalvík/Reyni á dögunum. Njarðvík leikur gegn Dalvík/Reyni í botnslag 2. deildar karla á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×