Stjórnarandstaðan í Grikklandi vill ekki kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2015 19:10 Ríkisstjórn Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, virðist ætla að lifa af hremmingar undanfarna vikna. Leiðtogar helstu stjórnarndstöðuflokka telja ekki þörf á kosningum í bráð en vara forsætisráðherrann við frekari ævintýramennsku sem stefnt gæti aðild Grikkja að evrunni í hættu. Spennan er aðeins að minnka í Grikklandi eftir óróleikann þar undanfarnar vikur. En eftir að tæplega einn þriðji þingmanna Syriza, stjórnarflokks Tsipras, greiddi atkvæði gegn björgunarpakka Evrópu á þingi í síðustu viku, hafa verið uppi getgátur um nýjar þingkosningar í landinu. En aðeins eru liðnir sex mánuðir frá því Syriza vann góðan sigur í kosningum í Grikklandi. Björgunarpakkinn var samþykktur með stuðningi borgaralegra miðju- og hægriflokka sem mega ekki til þess hugsa að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið, hvað þá Evrópusambandið sjálft. Margir töldu að stjórnarandstaðan myndi nota veikari stöðu forsætisráðherrans til að knýja fram kosningar. „Kosningar í haust myndu hafa í för með sér algert öngþveiti. Efnahagurinn myndi ekki þola það og millistéttin lifir ekki af annað mislukkað ævintýri,“ segir Stavros Theodorakis, formaður Patomi flokksins, sem bauð fyrst fram í síðustu kosningum og fékk 17 þingsæti af þeim 300 sem eru á gríska þinginu. Landið logaði nú stafnana á milli og enn ekki útséð með björgun. Nú skipti öllu máli að þjóðin og þar með stjórnmálaflokkarnir stæðu saman í að bjarga landinu. Bankar voru opnaðir í gær eftir að hafa verið lokaðir í um þrjár vikur og aðeins var slakað á klónni með hámarksútektir fólks af reikningum sínum og meirihluti almennings virðist styðja forsætisráðherrann. Fofi Genimmata, formaður Pasok, sósíaldemókrataflokks Grikklands, varar Tsipras þó við að fara út af sporinu í samskiptum við Evrópusambandið. „Forsætisráðherrann verður fyrst og fremst að skuldbinda sig og lýsa því yfir að það verði engar kosningar fyrr en það er alveg tryggt að möguleiki á útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu (Grexit) sé að baki okkur,“ sagði Genimmata. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. 19. júlí 2015 15:15 Sjötíu prósent Grikkja styðja samkomulag við lánardrottna Ný skoðanakönnun sýnir að einungis 24 prósent Grikkja myndu kjósa að yfirgefa evrusamstarfið. 18. júlí 2015 17:59 Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag. 20. júlí 2015 16:21 Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Yanis Varoufakis segir Grikki hafa haft val um aftöku eða að gríska ríkið yrði sett á hausinn. 18. júlí 2015 10:01 Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisstjórn Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, virðist ætla að lifa af hremmingar undanfarna vikna. Leiðtogar helstu stjórnarndstöðuflokka telja ekki þörf á kosningum í bráð en vara forsætisráðherrann við frekari ævintýramennsku sem stefnt gæti aðild Grikkja að evrunni í hættu. Spennan er aðeins að minnka í Grikklandi eftir óróleikann þar undanfarnar vikur. En eftir að tæplega einn þriðji þingmanna Syriza, stjórnarflokks Tsipras, greiddi atkvæði gegn björgunarpakka Evrópu á þingi í síðustu viku, hafa verið uppi getgátur um nýjar þingkosningar í landinu. En aðeins eru liðnir sex mánuðir frá því Syriza vann góðan sigur í kosningum í Grikklandi. Björgunarpakkinn var samþykktur með stuðningi borgaralegra miðju- og hægriflokka sem mega ekki til þess hugsa að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið, hvað þá Evrópusambandið sjálft. Margir töldu að stjórnarandstaðan myndi nota veikari stöðu forsætisráðherrans til að knýja fram kosningar. „Kosningar í haust myndu hafa í för með sér algert öngþveiti. Efnahagurinn myndi ekki þola það og millistéttin lifir ekki af annað mislukkað ævintýri,“ segir Stavros Theodorakis, formaður Patomi flokksins, sem bauð fyrst fram í síðustu kosningum og fékk 17 þingsæti af þeim 300 sem eru á gríska þinginu. Landið logaði nú stafnana á milli og enn ekki útséð með björgun. Nú skipti öllu máli að þjóðin og þar með stjórnmálaflokkarnir stæðu saman í að bjarga landinu. Bankar voru opnaðir í gær eftir að hafa verið lokaðir í um þrjár vikur og aðeins var slakað á klónni með hámarksútektir fólks af reikningum sínum og meirihluti almennings virðist styðja forsætisráðherrann. Fofi Genimmata, formaður Pasok, sósíaldemókrataflokks Grikklands, varar Tsipras þó við að fara út af sporinu í samskiptum við Evrópusambandið. „Forsætisráðherrann verður fyrst og fremst að skuldbinda sig og lýsa því yfir að það verði engar kosningar fyrr en það er alveg tryggt að möguleiki á útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu (Grexit) sé að baki okkur,“ sagði Genimmata.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. 19. júlí 2015 15:15 Sjötíu prósent Grikkja styðja samkomulag við lánardrottna Ný skoðanakönnun sýnir að einungis 24 prósent Grikkja myndu kjósa að yfirgefa evrusamstarfið. 18. júlí 2015 17:59 Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag. 20. júlí 2015 16:21 Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Yanis Varoufakis segir Grikki hafa haft val um aftöku eða að gríska ríkið yrði sett á hausinn. 18. júlí 2015 10:01 Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. 19. júlí 2015 15:15
Sjötíu prósent Grikkja styðja samkomulag við lánardrottna Ný skoðanakönnun sýnir að einungis 24 prósent Grikkja myndu kjósa að yfirgefa evrusamstarfið. 18. júlí 2015 17:59
Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag. 20. júlí 2015 16:21
Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Yanis Varoufakis segir Grikki hafa haft val um aftöku eða að gríska ríkið yrði sett á hausinn. 18. júlí 2015 10:01
Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45