KR hvorki kaupir né selur í glugganum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2015 08:30 Gary Martin sem hefur verið orðaður við Breiðablik er ekki á förum frá KR. Vísir/Andri Marinó Gary Martin er ekki á leið frá KR í félagaskiptaglugganum. Þetta staðfestir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forráðamenn Breiðabliks gert hosur sínar grænar, í takt við fagurgrænan lit félagsins, fyrir enska framherjanum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó borist í kappann til Vesturbæjarliðsins. „Það fer enginn annar frá okkur í glugganum. Það er alveg pottþétt mál,“ sagði Kristinn við Vísi. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sagði við Vísi í gær að fréttir um að KR hefði boðið Valsmönnum að gera tilboð í Gary Martin væri tóm vitleysa. Aðspurður hvort KR-ingar væru að horfa í kringum sig eftir leikmönnum sagði formaðurinn svo ekki vera. „Nei, það er enginn væntanlegur til okkar og enginn á förum.“Hörð barátta um framherjastöðuna Gary Martin sagðist ósáttur við stöðu sína hjá KR í viðtali við Vísi eftir sigurleikinn gegn FH á sunnudaginn. Martin byrjaði á varamannabekknum líkt og í fyrri leiknum gegn Rosenborg. Hann kom þó snemma inn á í þeim leik sökum meiðsla Þorsteins Más Ragnarssonar. Baráttan um framherjastöðuna í liði KR er hörð. Auk Gary Martin og Þorsteins Más er Hólmbert Aron Friðjónsson mættur í Vesturbæinn. Gary hefur líst því yfir að hann vilji fyrst og fremst spila frammi en ekki á kantinum. Fróðlegt verður að sjá hvar hans kraftar verða nýttir í framhaldinu. Eins og staðan er nú þarf mikið að gerast til að hann yfirgefi þá svörtu og hvítu fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðarmótin.Þorsteinn sagðist vilja fara Breiðablik virðist horfa í töluverðum mæli í Vesturbæ Reykjavíkur eftir leikmönnum. Þannig kom Atli Sigurjónsson til Blika frá KR fyrr í sumar og allt benti til þess að Þorsteinn Már væri á sömu leið. Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, sagði í Akraborginni í gær að Þorsteinn Már hefði verið búinn að ákveða að ganga í raðir Kópavogsliðsins. Honum hefði síðar snúist hugur. Svipað var uppi á teningnum fyrir tímabilið þegar Kristján Flóki Finnbogason hætti við að ganga í raðir Blika og fór til uppeldisfélags síns, FH. Lét Arnar hafa eftir sér að hann hefði alist upp við það að menn stæðu við loforð. Það væru greinilega breyttir tímar í dag. Ljóst er að Blikar eru að horfa í kringum sig og Gary Martin einn þeirra sem þeir hafa áhuga á. Liðinu vantar markaskorara en liðið hefur skorað 18 mörk í 12 leikjum sem er nokkuð minna en liðin sem sitja í efstu þremur sætum deildarinnar.Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.Veik Evrópuvon KR og FH Leikmenn KR eru í Þrándheimi þar sem framundan er viðureign við Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á morgun. KR tapaði fyrri leiknum í Vesturbænum 1-0 og er von liðsins því veik fyrir síðari leikinn. FH-ingar eiga sömuleiðis litla möguleika í sinni viðureign gegn Inter Baku í Aserbaídsjan annað kvöld eftir 2-1 tap í Kaplakrika. Stjörnunnar bíður svo ærið verkefni í kvöld á Samsung-vellinum gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan tapaði 2-0 í fyrri leiknum í Glasgow. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34 Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR KR sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að Þorsteinn Már Ragnarsson muni leika út tímabilið með KR. 20. júlí 2015 13:48 Þorsteinn Már hefur endanlegt ákvörðunarvald Leikmaðurinn getur ákveðið sjálfur hvort hann fari í Breiðablik eða klári tímabilið í KR. 17. júlí 2015 12:51 Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Vildi ekki segja hvort að loforð hafi verið svikin í máli Þorsteins Más Ragnarssonar, leikmanns KR, sem hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik. 20. júlí 2015 21:49 Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55 „Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks segir að félagið vilji semja við Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR. 15. júlí 2015 11:25 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Gary Martin er ekki á leið frá KR í félagaskiptaglugganum. Þetta staðfestir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forráðamenn Breiðabliks gert hosur sínar grænar, í takt við fagurgrænan lit félagsins, fyrir enska framherjanum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó borist í kappann til Vesturbæjarliðsins. „Það fer enginn annar frá okkur í glugganum. Það er alveg pottþétt mál,“ sagði Kristinn við Vísi. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sagði við Vísi í gær að fréttir um að KR hefði boðið Valsmönnum að gera tilboð í Gary Martin væri tóm vitleysa. Aðspurður hvort KR-ingar væru að horfa í kringum sig eftir leikmönnum sagði formaðurinn svo ekki vera. „Nei, það er enginn væntanlegur til okkar og enginn á förum.“Hörð barátta um framherjastöðuna Gary Martin sagðist ósáttur við stöðu sína hjá KR í viðtali við Vísi eftir sigurleikinn gegn FH á sunnudaginn. Martin byrjaði á varamannabekknum líkt og í fyrri leiknum gegn Rosenborg. Hann kom þó snemma inn á í þeim leik sökum meiðsla Þorsteins Más Ragnarssonar. Baráttan um framherjastöðuna í liði KR er hörð. Auk Gary Martin og Þorsteins Más er Hólmbert Aron Friðjónsson mættur í Vesturbæinn. Gary hefur líst því yfir að hann vilji fyrst og fremst spila frammi en ekki á kantinum. Fróðlegt verður að sjá hvar hans kraftar verða nýttir í framhaldinu. Eins og staðan er nú þarf mikið að gerast til að hann yfirgefi þá svörtu og hvítu fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðarmótin.Þorsteinn sagðist vilja fara Breiðablik virðist horfa í töluverðum mæli í Vesturbæ Reykjavíkur eftir leikmönnum. Þannig kom Atli Sigurjónsson til Blika frá KR fyrr í sumar og allt benti til þess að Þorsteinn Már væri á sömu leið. Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, sagði í Akraborginni í gær að Þorsteinn Már hefði verið búinn að ákveða að ganga í raðir Kópavogsliðsins. Honum hefði síðar snúist hugur. Svipað var uppi á teningnum fyrir tímabilið þegar Kristján Flóki Finnbogason hætti við að ganga í raðir Blika og fór til uppeldisfélags síns, FH. Lét Arnar hafa eftir sér að hann hefði alist upp við það að menn stæðu við loforð. Það væru greinilega breyttir tímar í dag. Ljóst er að Blikar eru að horfa í kringum sig og Gary Martin einn þeirra sem þeir hafa áhuga á. Liðinu vantar markaskorara en liðið hefur skorað 18 mörk í 12 leikjum sem er nokkuð minna en liðin sem sitja í efstu þremur sætum deildarinnar.Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.Veik Evrópuvon KR og FH Leikmenn KR eru í Þrándheimi þar sem framundan er viðureign við Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á morgun. KR tapaði fyrri leiknum í Vesturbænum 1-0 og er von liðsins því veik fyrir síðari leikinn. FH-ingar eiga sömuleiðis litla möguleika í sinni viðureign gegn Inter Baku í Aserbaídsjan annað kvöld eftir 2-1 tap í Kaplakrika. Stjörnunnar bíður svo ærið verkefni í kvöld á Samsung-vellinum gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan tapaði 2-0 í fyrri leiknum í Glasgow.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34 Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR KR sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að Þorsteinn Már Ragnarsson muni leika út tímabilið með KR. 20. júlí 2015 13:48 Þorsteinn Már hefur endanlegt ákvörðunarvald Leikmaðurinn getur ákveðið sjálfur hvort hann fari í Breiðablik eða klári tímabilið í KR. 17. júlí 2015 12:51 Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Vildi ekki segja hvort að loforð hafi verið svikin í máli Þorsteins Más Ragnarssonar, leikmanns KR, sem hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik. 20. júlí 2015 21:49 Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55 „Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks segir að félagið vilji semja við Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR. 15. júlí 2015 11:25 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34
Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR KR sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að Þorsteinn Már Ragnarsson muni leika út tímabilið með KR. 20. júlí 2015 13:48
Þorsteinn Már hefur endanlegt ákvörðunarvald Leikmaðurinn getur ákveðið sjálfur hvort hann fari í Breiðablik eða klári tímabilið í KR. 17. júlí 2015 12:51
Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Vildi ekki segja hvort að loforð hafi verið svikin í máli Þorsteins Más Ragnarssonar, leikmanns KR, sem hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik. 20. júlí 2015 21:49
Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55
„Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks segir að félagið vilji semja við Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR. 15. júlí 2015 11:25