Fótbolti

KR-ingar sáu aldrei til sólar á Lerkendal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Martin lék allan leikinn fyrir KR í dag.
Gary Martin lék allan leikinn fyrir KR í dag. Vísir/Valli
KR átti aldrei möguleika gegn Rosenborg í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Þrándheimi í dag.

Rosenborg vann fyrri leikinn á Alvogen-vellinum, 0-1, með marki Pål André Helland úr vítaspyrnu og leikmenn norska liðsins mættu ákveðnir til leiks á Lerkendal-vellinum í dag.

Fredrik Midtsjø kom Rosenborg yfir strax á 4. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Helland annað mark toppliðs norsku úrvalsdeildarinnar.

Það var svo gamli FH-ingurinn, Alexander Søderlund sem kláraði dæmið endanlega þegar hann kom Rosenborg í 3-0 á 18. mínútu.

Eftir þetta var aldrei spurning hvernig leikurinn myndi fara. Leikmenn Rosenborg létu þó þessi þrjú mörk nægja og unnu að lokum öruggan sigur og eru komnir áfram í 3. umferðina þar sem þeir mæta Debrecen frá Ungverjalandi.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborg en hann hefur verið fastamaður í liðinu á þessu tímabili. André Hansen, sem lék með KR seinni hluta sumars 2009, stóð allan tímann milli stanganna hjá Rosenborg en Søderlund fór af velli á 79. mínútu.

KR mætir Breiðabliki í næsta leik sínum í Pepsi-deildinni á mánudaginn. KR er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×