Körfubolti

Fækkað um þrjá í æfingahópnum fyrir EuroBasket

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur verður ekki með landsliðinu á EM í september.
Ólafur verður ekki með landsliðinu á EM í september. vísir/valli
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur fækkað um þrjá í æfingahópi landsliðsins fyrir EM í körfubolta í september.

Þessir þrír óheppnu eru Emil Barja (Haukum), Ólafur Ólafsson (St. Clement) og Darri Hilmarsson (KR).

Það hefur því kvarnast úr upprunalega æfingahópnum sem taldi upphaflega 21 leikmann.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér og ólíklegt þykir að Kristófer Acox fái leyfi frá Furman-háskólanum til að taka þátt á EM. Þá er óvíst með þátttöku Helga Más Magnússonar vegna meiðsla.

Landsliðið mætir Hollandi í tveimur æfingaleikjum, 7. og 9. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×