Körfubolti

Æfingahópurinn fyrir EM tilkynntur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Bæringsson er í lykilhlutverki í landsliðinu.
Hlynur Bæringsson er í lykilhlutverki í landsliðinu. Vísir/Andri Marinó
Íslenska landsliðið hefur í dag undirbúning sinn fyrir EM í körfubolta en Ísland tekur þá í fyrsta sinn þátt í lokakeppni stórmóts.

Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti fjölmiðlum æfingahóp sinn fyrir mótið fyrir æfingu liðsins í Ásgarði í dag.

Eins og áður hefur komið fram getur Kristófer Acox ekki tekið þátt í EM vegna anna með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum en hann var engu að síður í æfingahópi liðsins.

Þá er Helgi Már Magnússon að glíma við meiðsli en vegna þeirra er tvísýnt með þátttöku hans á EM í haust.

Ísland leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi í byrjun næsta mánaðar. Liðin mætast í Þorlákshöfn þann 7. ágúst klukkan 19.15 og svo í Laugardalshöllinni 9. ágúst klukkan 16.00.

Hópurinn:

Axel Kárason

Brynjar Þór Björnsson

Darri Hilmarsson

Elvar Már Friðriksson

Emil Barja

Finnur Atli Magnússon

Helgi Már Magnússon

Haukur Helgi Pálsson

Hlynur Bæringsson

Hörður Axel Vilhjálmsson

Jakob Örn Sigurðarson

Jón Arnór STefánsson

Kristófer Acox

Logi Gunnarsson

Martin Hermannsson

Ólafur Ólafsson

Pavel Ermolinskij

Ragnar Nathanaelsson

Sigurður Ágúst Þorvaldsson

Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Ægir Þór Steinarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×