Fótbolti

85 nældu sér í miða í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Ernir
KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að fyrir mistök seldust 85 miðar á leik Íslands og Kasakstan í undankeppni EM 2016.

Miði.is setti miðasöluna óvart í gang en ekki er ráðstafað að miðasalan hefjist fyrr en í byrjun næsta mánaðar.

Áður en mistökin uppgötvuðust seldust 85 miðar á leikinn sem fer fram þann 6. september.

Yfirlýsing KSÍ, sem birtist á Fótbolti.net:

Miðasala á Ísland – Kasakstan verður í ágúst

Fyrir mistök hjá miða.is þá var hægt að kaupa aðgöngumiða í dag á landsleik Íslands og Kasakstan í Evrópukeppni landsliða sem fer fram 6. september nk.

Áður en mistökin uppgötvuðust höfðu verið seldir 85 miðar á leikinn.

Miðasala á leikinn verður auglýst á heimasíðu KSÍ þegar þar að kemur, væntanlega í byrjun ágúst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×