Mozilla hefur lokað fyrir notkun Adobe Flash í Firefox Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júlí 2015 17:19 Ekki virkar lengur að nota Flash í vafranum Firefox. Vísir/Getty Mozilla hefur lokað fyrir notkun Adobe Flash í vafra sínum Firefox. Adobe Flash er viðbót sem hægt er að sækja í hina ýmsu vafra og er notuð til að spila myndbönd og fleira. Notendur geta þó valið að leyfa Adobe Flash þrátt fyrir vankanta á öryggisráðstöfunum Adobe á Adobe Flash. Frá þessu hefur verið greint á fjölda miðla í dag; BBC, Ghacks.net og Gizmodo. Viðbótin hefur verið gagnrýnd mikið en Mozilla lokaði fyrir viðbótina í gærkvöldi degi eftir að yfirmaður öryggismála hjá Facebook kallaði eftir því að viðbótin yrði hreinlega lögð niður. Ástæðan er sú að Adobe Flash, sem margir tölvunotendur hafa sótt í tölvur sínar, er ekki nægilega öruggt og hafa tölvunarsérfræðingar mælt með því að fólk hætti að notast við viðbótina í tölvum sínum. Í síðustu viku kom í ljós að fyrirtækið Hacking team, sem sérhæfir sig í að koma fyrir svokölluðu spyware í tölvum fólks, hafði notast við flash til að koma búnaðinum fyrir í tölvum fólks. Spyware er búnaður eða forrit sem er komið fyrir í tölvum án vitundar notanda og það safnar upplýsingum um eiganda tölvunnar og netnotkun hans. Þetta kom í ljós þegar brotist var inn í Hackers team en gögn sem fundust í kjölfarið af því sýndu að fyrirtækið hafði nýtt sér veikleika í tölvukóða Flash. „Nú er kominn tími til að Adobe tilkynni hvenær það hættir með Flash,“ sagði Alex Stamos, yfirmaður öryggisdeildar Facebook á sunnudag.It is time for Adobe to announce the end-of-life date for Flash and to ask the browsers to set killbits on the same day.— Alex Stamos (@alexstamos) July 12, 2015 Mozilla fylgdi í kjölfarið þegar Mark Schmidt, yfirmaður hjá fyrirtækinu, tísti því að allar týpur af Flash hefðu verið gerðar óvirkar í Firefox. Þetta þýðir að notendur Firefox geta ekki með nokkru móti notað viðbótina til þess að komast í efni sem krefst þess að Flash sé notað. Það verður þó áfram hægt í öðrum vöfrum. Hins vegar hefur eins og fyrr segir verið mælt með því að fólk hætti að nota Flash þar sem það hefur ekki reynst öruggt auk þess sem Flash hefur verið talið hægja á tölvum og valda vandræðum þegar viðbótin uppfærist ekki.BIG NEWS!! All versions of Flash are blocked by default in Firefox as of now. https://t.co/4SjVoqKPrR #tech #infosec pic.twitter.com/VRws3L0CBW— Mark Schmidt (@MarkSchmidty) July 14, 2015 Samkvæmt CNN nýta aðeins 11 prósent netnotendur Flash í dag. Flash var mikið notað hér áður fyrr en það var nauðsynlegt til þess að fara í flesta netleiki og til þess að horfa á myndbönd. Til dæmis þurfti Flash til þess að horfa á allt efni á YouTube þegar síðan var sett í loftið árið 2005. En breyting varð árið 2010 þegar Steve Jobs skrifaði opið bréf til Adobe þar sem hann kvartaði yfir lélegu öryggi Flash og sagði forritið algengustu ástæðuna að baki því þegar tölvur frá Apple hrynja. Flash hefur aldrei virkað í iPhone símum. Tækni Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mozilla hefur lokað fyrir notkun Adobe Flash í vafra sínum Firefox. Adobe Flash er viðbót sem hægt er að sækja í hina ýmsu vafra og er notuð til að spila myndbönd og fleira. Notendur geta þó valið að leyfa Adobe Flash þrátt fyrir vankanta á öryggisráðstöfunum Adobe á Adobe Flash. Frá þessu hefur verið greint á fjölda miðla í dag; BBC, Ghacks.net og Gizmodo. Viðbótin hefur verið gagnrýnd mikið en Mozilla lokaði fyrir viðbótina í gærkvöldi degi eftir að yfirmaður öryggismála hjá Facebook kallaði eftir því að viðbótin yrði hreinlega lögð niður. Ástæðan er sú að Adobe Flash, sem margir tölvunotendur hafa sótt í tölvur sínar, er ekki nægilega öruggt og hafa tölvunarsérfræðingar mælt með því að fólk hætti að notast við viðbótina í tölvum sínum. Í síðustu viku kom í ljós að fyrirtækið Hacking team, sem sérhæfir sig í að koma fyrir svokölluðu spyware í tölvum fólks, hafði notast við flash til að koma búnaðinum fyrir í tölvum fólks. Spyware er búnaður eða forrit sem er komið fyrir í tölvum án vitundar notanda og það safnar upplýsingum um eiganda tölvunnar og netnotkun hans. Þetta kom í ljós þegar brotist var inn í Hackers team en gögn sem fundust í kjölfarið af því sýndu að fyrirtækið hafði nýtt sér veikleika í tölvukóða Flash. „Nú er kominn tími til að Adobe tilkynni hvenær það hættir með Flash,“ sagði Alex Stamos, yfirmaður öryggisdeildar Facebook á sunnudag.It is time for Adobe to announce the end-of-life date for Flash and to ask the browsers to set killbits on the same day.— Alex Stamos (@alexstamos) July 12, 2015 Mozilla fylgdi í kjölfarið þegar Mark Schmidt, yfirmaður hjá fyrirtækinu, tísti því að allar týpur af Flash hefðu verið gerðar óvirkar í Firefox. Þetta þýðir að notendur Firefox geta ekki með nokkru móti notað viðbótina til þess að komast í efni sem krefst þess að Flash sé notað. Það verður þó áfram hægt í öðrum vöfrum. Hins vegar hefur eins og fyrr segir verið mælt með því að fólk hætti að nota Flash þar sem það hefur ekki reynst öruggt auk þess sem Flash hefur verið talið hægja á tölvum og valda vandræðum þegar viðbótin uppfærist ekki.BIG NEWS!! All versions of Flash are blocked by default in Firefox as of now. https://t.co/4SjVoqKPrR #tech #infosec pic.twitter.com/VRws3L0CBW— Mark Schmidt (@MarkSchmidty) July 14, 2015 Samkvæmt CNN nýta aðeins 11 prósent netnotendur Flash í dag. Flash var mikið notað hér áður fyrr en það var nauðsynlegt til þess að fara í flesta netleiki og til þess að horfa á myndbönd. Til dæmis þurfti Flash til þess að horfa á allt efni á YouTube þegar síðan var sett í loftið árið 2005. En breyting varð árið 2010 þegar Steve Jobs skrifaði opið bréf til Adobe þar sem hann kvartaði yfir lélegu öryggi Flash og sagði forritið algengustu ástæðuna að baki því þegar tölvur frá Apple hrynja. Flash hefur aldrei virkað í iPhone símum.
Tækni Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira