NASA birtir nýjar myndir af Plútó Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 21:54 Hér má glöggt sjá hið svokallaða hjarta á suðurhveli Plútós. mynd/nasa Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti í kvöld nýjar myndir af dvergplánetunni Plútó og fylgitungli þess, Karon, sem könnunarfarið New Horizonz fangaði á för sinni til reikistjörnunnar. Feiknarhá ísfjöll, dökkur blettur á norðurskauti Karons sem hefur fengið nafnið „Mordor,“ kartöflulaga fylgitunglið „Hydra“ og gríðarstórt hjartalaga landsvæði á Plútó eru meðal þess sem myndirnar hafa leitt í ljós og vísindamenn hoppa nú hæð sína af kæti yfir. „New Horizons er nú þegar að skila okkur ótrúlegum niðurstöðum. Gögnin eru gjörsamlega gullfalleg og Plútó og Karon eru bara æðisgengin,“ sagði Alan Stern í samtali við fjölmiðla ytra í dag en er einn þeirra sem stýrir för geimfarsins. Talið er að ísfjöllin, sem mörg hver eru um 3500 metra há, séu með þeim yngstu í sólkerfinu og hafi myndast fyrir um 100 milljónum ára. Í ljósi ungs aldurs kunni þau enn að vera „jarðfræðilega virk,“ eins og það er orðað á heimasíðu NASA. Flestar litlir íshnettir eru mótaðir af aðdráttarafli stærri stjarna en slíkt verkun á ekki við í tilfelli fjallana á Plútó. Eitthvað annað hlýtur því að búa þar að baki sem vísindamenn kunna litla skýringu á að svo stöddu. „Þetta gæti orðið til þess að við þurfum að endurskoða hvernig við hugsum um þá þætti sem hafa áhrif á jarðvirkni íshnatta,“ sagði vísindamaðurinn John Spencer um þessa uppgötvun. Frekari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast á heimasíðu NASA. Hér má sjá Karon og „Mordor" á norðurskautinu.mynd/nasa Yfirborð Plútó er ísilagt.mynd/nasa Hin kartöflulaga Hydra er eitt af fylgitunglum Plútós.mynd/nasa Today, the @NASANewHorizons team is bringing what was previously a blurred point of light into focus. pic.twitter.com/AswUMZFxqd— NASA (@NASA) July 15, 2015 Plútó Geimurinn Tengdar fréttir New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08 Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti í kvöld nýjar myndir af dvergplánetunni Plútó og fylgitungli þess, Karon, sem könnunarfarið New Horizonz fangaði á för sinni til reikistjörnunnar. Feiknarhá ísfjöll, dökkur blettur á norðurskauti Karons sem hefur fengið nafnið „Mordor,“ kartöflulaga fylgitunglið „Hydra“ og gríðarstórt hjartalaga landsvæði á Plútó eru meðal þess sem myndirnar hafa leitt í ljós og vísindamenn hoppa nú hæð sína af kæti yfir. „New Horizons er nú þegar að skila okkur ótrúlegum niðurstöðum. Gögnin eru gjörsamlega gullfalleg og Plútó og Karon eru bara æðisgengin,“ sagði Alan Stern í samtali við fjölmiðla ytra í dag en er einn þeirra sem stýrir för geimfarsins. Talið er að ísfjöllin, sem mörg hver eru um 3500 metra há, séu með þeim yngstu í sólkerfinu og hafi myndast fyrir um 100 milljónum ára. Í ljósi ungs aldurs kunni þau enn að vera „jarðfræðilega virk,“ eins og það er orðað á heimasíðu NASA. Flestar litlir íshnettir eru mótaðir af aðdráttarafli stærri stjarna en slíkt verkun á ekki við í tilfelli fjallana á Plútó. Eitthvað annað hlýtur því að búa þar að baki sem vísindamenn kunna litla skýringu á að svo stöddu. „Þetta gæti orðið til þess að við þurfum að endurskoða hvernig við hugsum um þá þætti sem hafa áhrif á jarðvirkni íshnatta,“ sagði vísindamaðurinn John Spencer um þessa uppgötvun. Frekari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast á heimasíðu NASA. Hér má sjá Karon og „Mordor" á norðurskautinu.mynd/nasa Yfirborð Plútó er ísilagt.mynd/nasa Hin kartöflulaga Hydra er eitt af fylgitunglum Plútós.mynd/nasa Today, the @NASANewHorizons team is bringing what was previously a blurred point of light into focus. pic.twitter.com/AswUMZFxqd— NASA (@NASA) July 15, 2015
Plútó Geimurinn Tengdar fréttir New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08 Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05
NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08
Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53