Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Tómas Þór Þórðarson á Alvogen-vellinum skrifar 16. júlí 2015 22:30 Þorsteinn Már Ragnarsson meiddist í kvöld. Vísir/Valli Rosenborg frá Noregi fór heim með eins marks forystu gegn KR fyrir seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur í Vesturbænum í kvöld. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Eina mark leiksins skoraði Pål André Helland úr vítaspyrnu í seinni hálfleik sem dæmd var á Rasmus Christiansen. Afskaplega svekkjandi fyrir KR sem spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað skorað mark eða mörk. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að KR-ingar ætluðu ekki að leggja rútunni víðfrægu í kvöld. Rosenborg-liðið er vant því að spila á móti andstæðingum sem verjast af krafti þannig Vesturbæingar ákváðu að fara hina leiðina. KR-liðið pressaði nokkuð stíft til að byrja með sem virtist koma gestunum aðeins á óvart. Afskaplega færir leikmenn Rosenborg áttu þó ekkert í alltof miklum vandræðum með að spila sig út úr pressunni og skapa eitthvað fram á við. Bæði lið reyndu að sækja hratt þegar þau fengu boltann, en skyndisóknir Rosenborg voru virkilega vel útfærðar. Varnarsinnaði miðjumaðurinn Ole Selnæs var drjúgur á miðjunni og var fljótur að dreifa boltanum í spil. Vítaspyrnan sem skildi á milli í kvöld:Hólmar Örn Eyjólfsson stýrir varnarleik Rosenborg í kvöld.vísir/valliNorska liðið fékk mun betri færi í fyrri hálfleik. Alexander Söderlund skallaði fyrst yfir eftir skyndisókn af svona sjö metra færi og svo hitti hann ekki markið af þriggja metra færi eftir frábæra fyrirgjöf Tobiasar Mikkelsen nokkru síðar. Söderlund skoraði "aðeins" þrjú mörk í 18 leikjum með FH í Pepsi-deildinni árið 2009, en svo virðist sem hann eigi hreinlega erfitt með að finna netmöskvana hér á landi. Hann er markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk í 16 leikjum. KR varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Þorsteinn Már Ragnarsson meiddist, en hann var valinn fram yfir Gary Martin og Hólmbert Aron Friðjónsson sem var í fyrsta sinn í leikmannahópi KR í kvöld. Þorsteinn var duglegur að pressa (eins og alltaf) en meiddist þegar hann atti kappi við bakvörðinn Mikael Dorsin er hann reyndi að brjóta sér leið að markinu. Framherjinn öflugi meiddist á læri. Hann reyndi að halda áfram leik en sársaukinn var of mikill og því kom Gary Martin inn á. Hólmar Örn Eyjólfsson sýndi strax hvers vegna hann er með fast sæti í besta liði Noregs. Hann vann öflugur í loftinu, sterkur á boltann og virkilega einfaldlega mjög traustur í vörn gestanna. Hann var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar skalli hans eftir hornspyrnu fór rétt yfir markið.Þorsteinn Már Ragnarsson meiddist í þessu samstuði við André Hansen og Mikael Dorsin.vísir/valliRosenborg kom mun sterkara til leiks í seinni hálfleik. Stefán Logi þurfti að taka á honum stóra sínum og verja frá Tobias Mikkelsen úr dauðafæri skömmu áður en gestirnir fengu svo vítaspyrnu. Rasmus Christiansen braut þá á fyrrverandi FH-ingnum Söderlund í teignum og ekki annað hægt en að dæma vítaspyrnu. Pål André Helland fór á punktinn og skoraði af öryggi úr vítinu á 55. mínútu, 0-1. Það urðu svo lokatölur leiksins. Óskar Örn Hauksson var hárbsiredd frá því að jafna metin í næstu sókn KR-inga en hann hitti ekki boltann með höfðinu alveg upp við markið. Hefði verið sterkt fyrir KR að svara þar um hæl. Hann fékk sendingu frá Jacob Schoop sem var öflugur í kvöld og sýndi mikil gæði. Það sama verður ekki sagt um Sören Frederiksen sem var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann var afskaplega lengi alltaf að koma boltanum frá sér og alls ekki jafnsnarpur og ákvðeinn og hann hefur verið í deildinni. Eftir markið voru gestirnir áfram betri. KR-liðið spilaði á köflum ágætlega og átti fína spretti en í heild sinni er Þrándheimsliðið aðeins betra eins og við mátti búast. Skyndisóknir þess voru aðeins beittari í kvöld, spilið aðeins meira flæðandi og færasköpunin aðeins betri.Óskar Örn Hauksson nær boltanum eftir baráttu Pálma Rafns.vísir/valliEkki er annað hægt en að hrósa KR fyrir nálgun sína að leiknum. Það var gaman að sjá íslenskt lið mæta svona til leiks gegn sterkari andstæðingi. Eftir úrslitin má svo auðvitað deila um hvort sú nálgun hafi verið rétt en með smá heppni hefði KR hæglega getað skorað í kvöld og mörk breyta auðvitað leikjum. Óskar Örn Hauksson fékk nokkur góð færi til að skora en það ætlaði bara ekki að detta fyrir hann. Nokkrum sekúndum áður en hann var tekinn af velli, tíu mínútum fyrir leikslok, brenndi hann af fyrir miðju marki. Það féll ekkert með KR í sóknarleiknum í kvöld. Um það munar í svona Evrópueinvígi, sérstaklega þegar Rosenborg fer heim með útivallarmark. Stefán Logi Magnússon var frábær í marki KR í kvöld, en gestirnir þurftu vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Hann var ógnarsterkur í teignum og réð ríkjum í loftinu í föstum leikatriðum. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á í sínum fyrsta leik og sýndi ágæt tilþrif. Hann var öflugur í loftinu og tók vel við boltanum. Seinni leikurinn fer fram í Þrándheimi eftir viku.Hólmar Örn passar upp á Jacob Schoop í kvöld.vísir/valliHólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu „Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“vísir/stefánStefán Logi: Býst við að halda áfram lengu en Gulli „Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon.Bjarni Guðjónsson var ánægður með sína menn.vísir/pjeturBjarni: Meiri pressa á þeim að klára litla liðið „Einvígið er ennþá í jafnvægi og þetta forskot sem þeir hafa verður fljótt að hverfa þegar við verðum komnir 1-0 yfir úti snemma leiks á fimmtudaginn.“ Þetta sagði kokhraustur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Rosenborg í fyrri leik KR og norska stórliðsins í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið kom nokkuð á óvart með því að pressa Rosenborg stíft í byrjun, en Vesturbæingar lögðust ekki í vörn gegn norska liðinu. „Við náttúrlega erum bestir þegar við förum framarlega á völlinn. Við lokuðum á þá í föstum leikatriðum og vildum láta þá sparka langt þó Söderlund væri frammi. Við erum með sterka menn í loftinu líka,“ sagði Bjarni. „Við bökkuðum líka þegar þeir sóttu á okkur því þeir fara með ofboðslega marga menn í sókn þannig það var erfitt við þá að eiga. Það má ekki gleyma því að þetta er eitt besta lið Skandinavíu og á fljúgandi siglingu í deildinni.“ „Ég tel að strákarnir fái mikið sjálfstraust úr þessum leik að finna það, að við vorum ekkert mikið síðri.“ Bjarni var hrifinn af Rosenborg-liðinu en þar inn á milli eru nokkrir virkilega góðir fótboltamenn. „Við erum búnir að sjá mikið af þeim og þeir eru mjög góðir. Þeir eru góðir á boltann, yfirvegaðir og vinna vinnuna sína almennilega. Þetta svipar til Rosenborgarliðsins sem var og hét þegar það raðaði inn titlum,“ sagði Bjarni og hrósaði fyrrverandi framherja FH. „Söderlund er frábær hjá þeim og hefur tekið stórstigum framförum frá því hann spilaði hér. Báðir kantmennirnir hjá þeim eru mjög góðir og sömuleiðis djúpi miðjumaðurinn. Mér sýndist hann haltra stóran hluta leiksins en spilaði samt mjög vel.“ Þjálfarinn er vongóður fyrir seinni leikinn þar sem allt verður undir og það gæti haft slæm áhrif á Rosenborg gangi því illa til að byrja með í leiknum. „Það skiptir okkur minna máli hvort sé spilað heima eða úti. Aftur á móti verður meiri pressa á þeim í Noregi að standa sig og spila vel gegn litlu liði frá Íslandi. Það er eitthvað sem ættum að geta nýtt okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Rosenborg frá Noregi fór heim með eins marks forystu gegn KR fyrir seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur í Vesturbænum í kvöld. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Eina mark leiksins skoraði Pål André Helland úr vítaspyrnu í seinni hálfleik sem dæmd var á Rasmus Christiansen. Afskaplega svekkjandi fyrir KR sem spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað skorað mark eða mörk. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að KR-ingar ætluðu ekki að leggja rútunni víðfrægu í kvöld. Rosenborg-liðið er vant því að spila á móti andstæðingum sem verjast af krafti þannig Vesturbæingar ákváðu að fara hina leiðina. KR-liðið pressaði nokkuð stíft til að byrja með sem virtist koma gestunum aðeins á óvart. Afskaplega færir leikmenn Rosenborg áttu þó ekkert í alltof miklum vandræðum með að spila sig út úr pressunni og skapa eitthvað fram á við. Bæði lið reyndu að sækja hratt þegar þau fengu boltann, en skyndisóknir Rosenborg voru virkilega vel útfærðar. Varnarsinnaði miðjumaðurinn Ole Selnæs var drjúgur á miðjunni og var fljótur að dreifa boltanum í spil. Vítaspyrnan sem skildi á milli í kvöld:Hólmar Örn Eyjólfsson stýrir varnarleik Rosenborg í kvöld.vísir/valliNorska liðið fékk mun betri færi í fyrri hálfleik. Alexander Söderlund skallaði fyrst yfir eftir skyndisókn af svona sjö metra færi og svo hitti hann ekki markið af þriggja metra færi eftir frábæra fyrirgjöf Tobiasar Mikkelsen nokkru síðar. Söderlund skoraði "aðeins" þrjú mörk í 18 leikjum með FH í Pepsi-deildinni árið 2009, en svo virðist sem hann eigi hreinlega erfitt með að finna netmöskvana hér á landi. Hann er markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk í 16 leikjum. KR varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Þorsteinn Már Ragnarsson meiddist, en hann var valinn fram yfir Gary Martin og Hólmbert Aron Friðjónsson sem var í fyrsta sinn í leikmannahópi KR í kvöld. Þorsteinn var duglegur að pressa (eins og alltaf) en meiddist þegar hann atti kappi við bakvörðinn Mikael Dorsin er hann reyndi að brjóta sér leið að markinu. Framherjinn öflugi meiddist á læri. Hann reyndi að halda áfram leik en sársaukinn var of mikill og því kom Gary Martin inn á. Hólmar Örn Eyjólfsson sýndi strax hvers vegna hann er með fast sæti í besta liði Noregs. Hann vann öflugur í loftinu, sterkur á boltann og virkilega einfaldlega mjög traustur í vörn gestanna. Hann var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar skalli hans eftir hornspyrnu fór rétt yfir markið.Þorsteinn Már Ragnarsson meiddist í þessu samstuði við André Hansen og Mikael Dorsin.vísir/valliRosenborg kom mun sterkara til leiks í seinni hálfleik. Stefán Logi þurfti að taka á honum stóra sínum og verja frá Tobias Mikkelsen úr dauðafæri skömmu áður en gestirnir fengu svo vítaspyrnu. Rasmus Christiansen braut þá á fyrrverandi FH-ingnum Söderlund í teignum og ekki annað hægt en að dæma vítaspyrnu. Pål André Helland fór á punktinn og skoraði af öryggi úr vítinu á 55. mínútu, 0-1. Það urðu svo lokatölur leiksins. Óskar Örn Hauksson var hárbsiredd frá því að jafna metin í næstu sókn KR-inga en hann hitti ekki boltann með höfðinu alveg upp við markið. Hefði verið sterkt fyrir KR að svara þar um hæl. Hann fékk sendingu frá Jacob Schoop sem var öflugur í kvöld og sýndi mikil gæði. Það sama verður ekki sagt um Sören Frederiksen sem var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann var afskaplega lengi alltaf að koma boltanum frá sér og alls ekki jafnsnarpur og ákvðeinn og hann hefur verið í deildinni. Eftir markið voru gestirnir áfram betri. KR-liðið spilaði á köflum ágætlega og átti fína spretti en í heild sinni er Þrándheimsliðið aðeins betra eins og við mátti búast. Skyndisóknir þess voru aðeins beittari í kvöld, spilið aðeins meira flæðandi og færasköpunin aðeins betri.Óskar Örn Hauksson nær boltanum eftir baráttu Pálma Rafns.vísir/valliEkki er annað hægt en að hrósa KR fyrir nálgun sína að leiknum. Það var gaman að sjá íslenskt lið mæta svona til leiks gegn sterkari andstæðingi. Eftir úrslitin má svo auðvitað deila um hvort sú nálgun hafi verið rétt en með smá heppni hefði KR hæglega getað skorað í kvöld og mörk breyta auðvitað leikjum. Óskar Örn Hauksson fékk nokkur góð færi til að skora en það ætlaði bara ekki að detta fyrir hann. Nokkrum sekúndum áður en hann var tekinn af velli, tíu mínútum fyrir leikslok, brenndi hann af fyrir miðju marki. Það féll ekkert með KR í sóknarleiknum í kvöld. Um það munar í svona Evrópueinvígi, sérstaklega þegar Rosenborg fer heim með útivallarmark. Stefán Logi Magnússon var frábær í marki KR í kvöld, en gestirnir þurftu vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Hann var ógnarsterkur í teignum og réð ríkjum í loftinu í föstum leikatriðum. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á í sínum fyrsta leik og sýndi ágæt tilþrif. Hann var öflugur í loftinu og tók vel við boltanum. Seinni leikurinn fer fram í Þrándheimi eftir viku.Hólmar Örn passar upp á Jacob Schoop í kvöld.vísir/valliHólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu „Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“vísir/stefánStefán Logi: Býst við að halda áfram lengu en Gulli „Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon.Bjarni Guðjónsson var ánægður með sína menn.vísir/pjeturBjarni: Meiri pressa á þeim að klára litla liðið „Einvígið er ennþá í jafnvægi og þetta forskot sem þeir hafa verður fljótt að hverfa þegar við verðum komnir 1-0 yfir úti snemma leiks á fimmtudaginn.“ Þetta sagði kokhraustur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Rosenborg í fyrri leik KR og norska stórliðsins í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið kom nokkuð á óvart með því að pressa Rosenborg stíft í byrjun, en Vesturbæingar lögðust ekki í vörn gegn norska liðinu. „Við náttúrlega erum bestir þegar við förum framarlega á völlinn. Við lokuðum á þá í föstum leikatriðum og vildum láta þá sparka langt þó Söderlund væri frammi. Við erum með sterka menn í loftinu líka,“ sagði Bjarni. „Við bökkuðum líka þegar þeir sóttu á okkur því þeir fara með ofboðslega marga menn í sókn þannig það var erfitt við þá að eiga. Það má ekki gleyma því að þetta er eitt besta lið Skandinavíu og á fljúgandi siglingu í deildinni.“ „Ég tel að strákarnir fái mikið sjálfstraust úr þessum leik að finna það, að við vorum ekkert mikið síðri.“ Bjarni var hrifinn af Rosenborg-liðinu en þar inn á milli eru nokkrir virkilega góðir fótboltamenn. „Við erum búnir að sjá mikið af þeim og þeir eru mjög góðir. Þeir eru góðir á boltann, yfirvegaðir og vinna vinnuna sína almennilega. Þetta svipar til Rosenborgarliðsins sem var og hét þegar það raðaði inn titlum,“ sagði Bjarni og hrósaði fyrrverandi framherja FH. „Söderlund er frábær hjá þeim og hefur tekið stórstigum framförum frá því hann spilaði hér. Báðir kantmennirnir hjá þeim eru mjög góðir og sömuleiðis djúpi miðjumaðurinn. Mér sýndist hann haltra stóran hluta leiksins en spilaði samt mjög vel.“ Þjálfarinn er vongóður fyrir seinni leikinn þar sem allt verður undir og það gæti haft slæm áhrif á Rosenborg gangi því illa til að byrja með í leiknum. „Það skiptir okkur minna máli hvort sé spilað heima eða úti. Aftur á móti verður meiri pressa á þeim í Noregi að standa sig og spila vel gegn litlu liði frá Íslandi. Það er eitthvað sem ættum að geta nýtt okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira