Íslenski boltinn

Stjarnan að kaupa Guðjón Baldvinsson frá Nordsjælland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Baldvinsson fagnar hér marki með Nordsjælland.
Guðjón Baldvinsson fagnar hér marki með Nordsjælland. Vísir/Getty
Guðjón Baldvinsson er á leiðinni aftur heim til Íslands og mun spila með Stjörnunni í seinni umferð Pepsi-deildar karla en þetta er mikilli liðstyrkur fyrir Garðabæjarliðið.

Vefsíðan Fótbolti.net greindi fyrst frá þessu í kvöld en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur danska liðið Nordsjælland tekið tilboði Stjörnunnar í leikmanninn.

Guðjón Baldvinsson er uppalinn Stjörnumaður en lék með KR áður en fór út sem atvinnumaður, bæði til GAIS árið 2009 sem og til Halmstad árið 2012.

Guðjón hefur leikið með Nordsjælland frá því um áramótin eftir að samningur hans við sænska liðið Halmstad rann út.

Guðjón skoraði 18 mörk í 33 leikjum með KR-liðinu sumrin 2010 og 2011 og kvaddi félagið sem tvöfaldur meistari haustið 2011.

Guðjón lék með Stjörnunni í bæði 1. deild og 2. deild en hefur aldrei spilað með sínu uppeldisfélagi í Pepsi-deildinni en nú verður breyting á því.

Titilvörn Stjörnunnar hefur ekki gengið vel og liðið hefur ekki verið að skora mikið að mörkum sem hefur reynst liðinu illa í Pepsi-deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×