Fótbolti

Atli Guðnason á nú markametið alveg einn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Guðnason í leiknum á móti Aserunum í Inter Bakú í kvöld.
Atli Guðnason í leiknum á móti Aserunum í Inter Bakú í kvöld. Vísir/Valli
Atli Guðnason bætti markamet sitt og Tryggva Guðmundssonar í kvöld þegar hann kom FH í 1-0 á móti aserska liðinu Inter Baku í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Atli varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem nær að skora ellefu mörk fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni en hann og Tryggvi Guðmundsson höfðu báðir skorað 10 Evrópumörk fyrir leikinn í kvöld.

Atli hefur skorað öll sín mörk fyrir FH og átti því metið yfir flest mörk fyrir eitt félag en Tryggvi skoraði sín mörk fyrir ÍBV og FH.

Atli skoraði markið sem færði honum metið með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu sem Pétur Viðarsson fiskaði á 39. mínútu leiksins.

Atli er að spila sinn 35. Evrópuleik í Kaplakrika í kvöld en hann skoraði sitt mark í Evrópukeppni í leik á móti eistneska félaginu TVMK Tallinn árið 2006. Tryggvi Guðmundsson skoraði einmitt einnig fyrir FH í þeim leik.

Atli hefur skoraði níu marka sinna í forkeppni Evrópudeildarinnar en tvö þeirra komu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir níu árum.



Atli Guðnason og Evrópukeppnin:

Forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2006-07

4 leikir, 2 mörk

Forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2007-08

2 leikir, 0 mörk

Forkeppni Evrópudeildar 2008-09

4 leikir, 2 mörk

Forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2009-2010

2 leikir, 0 mörk

Forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2010-2011

2 leikir, 0 mörk

Forkeppni Evrópudeildar 2011-12

2 leikir, 0 mörk

Forkeppni Evrópudeildar 2012-13

4 leikir, 2 mörk

Forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2013-2014

4 leikir, 0 mörk

Forkeppni Evrópudeildar 2013-14

2 leikir, 0 mörk

Forkeppni Evrópudeildar 2014-15

6 leikir, 4 mörk

Forkeppni Evrópudeildar 2015-16

3 leikir, 1 mark



Samanlagt:

Forkeppni Meistaradeildar Evrópu

14 leikir, 2 mörk

Forkeppni Evrópudeildar

21 leikur, 9 mörk

Evrópuleikir Atla

35 leikir, 11 mörk




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×