Íslenski boltinn

Guðjón Baldvinsson gerði þriggja ára samning við Stjörnuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Kristjánsson fékk Guðjón Baldvinsson til Nordsjælland en nú er hann kominn heim.
Ólafur Kristjánsson fékk Guðjón Baldvinsson til Nordsjælland en nú er hann kominn heim. vísir/getty
Guðjón Baldvinsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.

Þetta kemur fram á fótbolti.net, en Guðjón kemur til Stjörnumanna frá Nordsjælland í Danmörku. Hann var þar áður á mála hjá Halmstad í Svíþjóð.

Guðjón er uppalinn hjá Stjörnunni og spilaði með liðinu í 1. og 2. deild frá 2003 til 2007. Þá gekk hann í raðir KR, en hann skoraði tíu mörk í Pepsi-deildinni 2010 fyrir KR og átta mörk sumarið 2011. Hann hefur einnig spilað með GAIS í Svíþjóð.

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Stjörnuna sem er í sjötta sæti með fimmtán stig eftir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×