Fótbolti

Athletic Bilbao handan við hornið hjá FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. Vísir/Valli
Dregið var í forkeppni Evrópudeildar UEFA í morgun en ljóst er að FH fær stórleik í 3. umferð ef liðið kemst þangað. Sigurvegarinn í rimmu FH og Inter Bakú mætir spænska liðinu Athletic Bilbao.

FH tapaði í gær fyrir aserska liðinu, 2-1, á heimavelli. FH komst yfir en missti mann af velli með rautt spjald. Síðari leikurinn fer fram í Bakú á fimmtudag.

KR tapaði fyrir Rosenborg, 1-0, en takist KR að komast áfram mun liðið leika annað hvort gegn Skonto frá Lettlandi eða Debreceni frá Ungverjalandi. Fyrri leik liðanna í þeirri rimmu lauk með 2-2 jafntefli í Lettlandi.

Annarri umferð forkeppninnar er ekki lokið en síðari leikirnir í henni fara fram á fimmtudaginn í næstu viku. Þriðja umferð forkeppninnar hefst svo viku síðar.

AZ Alkmaar, sem Aron Jóhannsson leikur með, mætir Başakşehir frá Tyrklandi og byrjar á heimavelli. Alexander Helgi Sigurðarson leikur einnig með liðinu sem og Viktor Karl Einarsson og Jónatan Ingi Jónsson. Alexander Helgi hefur fengið tækifæri með aðalliði AZ í sumar.

Hólmar Örn Eyjólfsson leikur sem kunnugt er með Rosenborg.

FC Krasnodar, lið Ragnars Sigurðarssonar, mætir annað hvort Slovan Bratislava eða University College Dublin.

Þá drógst Southampton gegn Vitesse frá Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×