Framkvæmdastjóri AGS segir nauðsynlegt að fresta eða fella niður gjalddaga á lánum gríska ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. júlí 2015 15:15 Christine Lagarde og Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands. Vísir/AFP Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að samhliða frekari lánveitingum til gríska ríkisins verði að endurskipuleggja skuldir þess með niðurfellingum eða frestun gjalddaga. Frekari neyðarlán til Grikkja séu óskynsamleg án slíkra aðgerða. Almennt er viðurkennt að skuldastaða gríska ríkisins sé ósjálfbær. Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að þetta hlutfall fari upp í 200 prósent á næstu tveimur árum, að því er fram kemur í Financial Times. Árið 2010, í upphafi evrukrísunnar, stóð hlutfallið í 127 prósentum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði við franska fjölmiðla nú um helgina að án skuldaniðurfellingar, eða endurskipulagningar á skuldum, væru frekari neyðarlán til gríska ríkisins ekki skynsamleg. Stöðugleikasjóður evrusvæðsins, European Stability Mechanism, ákvað á föstudag að hefja formlegar viðræður við grísk stjórnvöld um 86 milljarða evra neyðarlán í kjölfar þess að samkomulag náðist milli Grikkja og hinna ríkjanna á evrusvæðinu aðfaranótt mánudags. Í minnisblaði sem birt var í vikunni gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samkomulagið og þar kemur jafnframt fram að sjóðurinn treysti sér ekki til þess að taka þátt í frekari neyðarlánum til Grikkja án skuldaniðurfellingar. Í minnisblaðinu gagnrýna starfsmenn AGS hin evruríkin og segir að Grikkir verði að fá skuldaniðurfellingu langt umfram það sem hin evruríkin hafi verið tilbúin að íhuga til þessa. Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakka, hefur tekið undir með starfsmönnum sjóðsins en þessar athugasemdir hafi ekki fengið neinn hljómgrunn hjá Þjóðverjum, lang öflugasta ríkinu í myntsamstarfinu. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta 86 milljarða evra neyðarlán, sem nú er aðeins talið formsatriði að afgreiða, muni koma Grikkjum úr kreppunni eða hvort þetta sé aðeins frestun þess sem margir telja óumflýjanlegt án myndarlegrar skuldaniðurfellingar, það er útgöngu úr myntsamstarfinu, vegna óviðráðanlegrar og ósjálfbærrar skuldastöðu gríska ríkisins. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að samhliða frekari lánveitingum til gríska ríkisins verði að endurskipuleggja skuldir þess með niðurfellingum eða frestun gjalddaga. Frekari neyðarlán til Grikkja séu óskynsamleg án slíkra aðgerða. Almennt er viðurkennt að skuldastaða gríska ríkisins sé ósjálfbær. Grikkir skulda 320 milljarða evra eða tæplega 180 prósent af vergri landsframleiðslu gríska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að þetta hlutfall fari upp í 200 prósent á næstu tveimur árum, að því er fram kemur í Financial Times. Árið 2010, í upphafi evrukrísunnar, stóð hlutfallið í 127 prósentum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði við franska fjölmiðla nú um helgina að án skuldaniðurfellingar, eða endurskipulagningar á skuldum, væru frekari neyðarlán til gríska ríkisins ekki skynsamleg. Stöðugleikasjóður evrusvæðsins, European Stability Mechanism, ákvað á föstudag að hefja formlegar viðræður við grísk stjórnvöld um 86 milljarða evra neyðarlán í kjölfar þess að samkomulag náðist milli Grikkja og hinna ríkjanna á evrusvæðinu aðfaranótt mánudags. Í minnisblaði sem birt var í vikunni gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samkomulagið og þar kemur jafnframt fram að sjóðurinn treysti sér ekki til þess að taka þátt í frekari neyðarlánum til Grikkja án skuldaniðurfellingar. Í minnisblaðinu gagnrýna starfsmenn AGS hin evruríkin og segir að Grikkir verði að fá skuldaniðurfellingu langt umfram það sem hin evruríkin hafi verið tilbúin að íhuga til þessa. Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakka, hefur tekið undir með starfsmönnum sjóðsins en þessar athugasemdir hafi ekki fengið neinn hljómgrunn hjá Þjóðverjum, lang öflugasta ríkinu í myntsamstarfinu. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta 86 milljarða evra neyðarlán, sem nú er aðeins talið formsatriði að afgreiða, muni koma Grikkjum úr kreppunni eða hvort þetta sé aðeins frestun þess sem margir telja óumflýjanlegt án myndarlegrar skuldaniðurfellingar, það er útgöngu úr myntsamstarfinu, vegna óviðráðanlegrar og ósjálfbærrar skuldastöðu gríska ríkisins.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira