Íslenski boltinn

Davíð Þór: Hver hefði ekki misst hausinn?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar
Það var mikill hiti í mönnum í Kaplakrika í kvöld.
Það var mikill hiti í mönnum í Kaplakrika í kvöld. vísir/andri marinó
KR komst á topp Pepsi-deildar karla í kvöld en fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson var óánægður með hvernig fyrstu tvö mörk KR komu til í leiknum. KR vann, 3-1, eftir að hafa lent marki undir í fyrri hálfleik.

Það var mikill hiti í leiknum í kvöld og leikmenn beggja liða áttu erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Davíð Þór tekur undir það.

„Ég held að það hafi sést greinilega hvernig þetta fór í skapið á mönnum - bæði vítaspyrnudómurinn og þegar Óskar Örn fékk boltann í höndina í öðru marki KR.“

„Ég er ekki vanur því að röfla í dómurum eftir leiki en þetta voru rosalega stórar ákvarðanir.“

Davíð segir að hans menn hafi verið í basli að undanförnu. „Það sorglega við það að fyrri hálfleikurinn var frábær hjá okkur. KR-ingarnir sköpuðu sér ekki færi. Ég held að það gerir þetta enn meira svekkjandi að fá þessi tvö mörk í andlitið í seinni hálfleik.“

„Sérstaklega þar sem bæði mörkin voru umdeilanleg.“

Hann á erfitt með að meta frammistöðu FH í seinni hálfleik þar sem dómgæslan breytti miklu, að sögn Davíðs. „Það breytir gjörsamlega leiknum. Það er ekkert launungamál að við misstum hausinn. En hvaða lið myndi ekki gera það með svona dómgæslu?“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×