Íslenski boltinn

Styttist í fyrsta deildarleik Fram í Úlfarsárdalnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýja stúkan á gervigrasvellinum í Úlfarsárdal.
Nýja stúkan á gervigrasvellinum í Úlfarsárdal. mynd/fram
Meistaraflokkur Fram leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal á fimmtudaginn þegar HK kemur í heimsókn í 9. umferð 1. deildar karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fram.

Eins og þar segir hefur Fram spilað heimaleiki sína á Íslandsmóti í Laugardalnum nær óslitið frá 1960.

Búið er að koma upp stúku fyrir tæplega 400 áhorfendur á vellinum í Úlfarsárdal, auk aðstöðu fyrir fjölmiðlafólk, og vinna við völlinn er nú á lokastigi fyrir þennan fyrsta deildarleik Fram á framtíðarsvæði félagsins.

Samkvæmt tímaáætlun sem borgarstjóri kynnti í vor mun nýr fullbúinn leikvangur Fram í dalnum verða tekin í notkun vorið 2019.

Fram, sem féll úr Pepsi-deildinni í fyrra, er í 7. sæti 1. deildar en liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Frammarar eru að leggja lokahönd á undirbúning fyrir fyrsta heimaleikinn í Grafarholtinu.mynd/fram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×