Íslenski boltinn

Báðir leikir dagsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kassim Doumbia og Höskuldur Gunnlaugsson verða að öllum líkindum í eldlínunni í Kaplakrika í kvöld.
Kassim Doumbia og Höskuldur Gunnlaugsson verða að öllum líkindum í eldlínunni í Kaplakrika í kvöld. vísir/arnþór
Tveir hörkuleikir fara fram í Pepsi-deild karla í dag, en níunda umferðin hefst í dag. Annarsvegar mætast Valur og ÍBV á Hlíðarenda og hinsvegar FH og Breiðablik í Kaplakrika.

Valsmenn hafa unnið þrjá síðustu deildarleiki sína og eru á mikli skriði, en þeir fá botnlið ÍBV í heimsókn. Valur er í fjórða sætinu með fjórtán stig efir sigur á Keflavík í síðasta leik, en ÍBV tapaði 4-1 gegn FH á heimavelli og er á botninum með fjögur stig.

Í Kaplakrika fer fram stórleikur FH og Breiðabliks, en liðin eru númer eitt og tvö á töflunni. FH er á toppnum með 19 stig eftir sigurinn í Eyjum í síðustu umferð, en Breiðablik er stigi á eftir.

Breiðablik hefur unnið fimm deildarleiki í röð, en þeir spiluðu 120 mínútur á fimmtudaginn í bikarnum gegn KA og spurning er hvort það sitji í þeim grænklæddu.

Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en alls verða þrír leikir í umferðinni sýndir beint. Leikur Stjörnunar og KR á morgun verður einnig sýndur beint.

Útsendingin frá leik Vals og ÍBV hefst klukkan 16:45 og útsendingin frá Kaplakrika hefst klukkan 19:30.

Báðum leikjunum verður einnig lýst beint í Boltavaktinni sem verður á sínum stað á vef Vísis í dag.

Leikir dagsins:

17:00 Valur - ÍBV (Vodafonevöllurinn)

20:00 FH - Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×