Íslenski boltinn

Kassim: Veit ekki hvert ég var að hlaupa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kassim Doumbia.
Kassim Doumbia. Vísir/Daníel
Kassim Doumbia, miðvörður FH, var glaðbrosandi þegar hann spjalla við blaðamenn eftir leikinn enda nýbúinn að tryggja sínum mönnum eitt stig. FH og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í toppslag Pepsi-deildar karla í kvöld.

"Við verðum að byrja að spila fótbolta áður en við fáum á okkur mörk. Eftir markið fórum við af stað en á endanum náum við stigi sem er gott fyrir móralinn og fyrir okkur í mótinu," sagði miðvörðurinn.

Hann var ekki sammála því að Breiðablik var betra liðið í leiknum.

"Blikar fengu bara eitt eða tvö tækifæri í leiknum en annars voru þeir ekki hættulegir. Við fengum líka færi. Það var samt lítið að gerast. Ég er ekkert rosalega ánægður með 1-1 en við verðum að taka því þar sem markið kom alveg undir lokin," sagði Doumbia sem var eðlilega ánægður með markið.

"Ég fékk betra færi fyrr í leiknum. Ég trúði ekki eigin augum þegar ég klúðraði því. Ég vildi bara gefa allt í þessa hornspyrnu og ég náði að skora sem frábært fyrir okkur alla og konuna mína," sagði hann.

Doumbia tók rosalegt hlaup að stúkunni eftir markið, en hann virtist ekki vita hvert hann ætlaði.

"Ég veit ekki hvert ég var að fara. Ég hljóp allavega aldrei svona hratt í leiknum," sagði Kassim Doumbia hlægjandi að lokum.


Tengdar fréttir

Heimir: Eins og boltinn væri eldhnöttur

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, ræddi við blaðamenn eftir að FH og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×