Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir - Fylkir 1-1 | Leiknismenn jöfnuðu undir lokin Stefán Árni Pálsson á Leiknisvelli skrifar 22. júní 2015 21:00 Kristján Páll Jónsson og félagar í Leikni náðu í stig í stig í kvöld. vísir/vilhelm Leiknismenn og Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli í gríðarlega mikilvægan leik í Breiðholtinu í kvöld en leikurinn var í 9. umferð Pepsi-deild karla. Albert Brynjar Ingason gerði eina mark Fylkis í leiknum og Ólafur Hrannar Kristjánsson eina mark Leiknis. Leikurinn hófst mjög svo rólega. Liðin byrjuðu bæði mjög ákveðið og var mikil harka í leiknum. Sóknarleikur þeirra beggja var aftur á móti lélegur og ómarkviss. Fylkismenn voru kannski ívið skárri en Leiknismenn fengu samt sem áður eitt gott færi í hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að staðan var 0-0 í hálfleik. Fylkismenn voru ákveðnari í upphafi síðari hálfleiksins og ætluðu sér greinilega að skora mark sem fyrst. Spilið gekk samt sem áður ekki upp og voru gestirnir í vandræðum með að komast í ákjósanleg færi. Það var síðan um stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson, leikmaður Fylkis, kastaði boltanum úr innkasti inn í vítateig Leiknis. Þaðan rataði hann á ennið á Alberti Brynjari Ingasyni sem stýrði honum í netið. Fylkismenn komnir yfir og með tök á leiknum. Leiknismenn neituðu að gefast upp og byrjuðu að pressa. Þegar komið var á lokamínútur leiksins fengu heimamenn horspyrnu og náði að jafna metin með skallamarki frá Ólafi Hrannari Kristjánssyni. Mikið einbeitingarleysi hjá Fylkismönnum sem misstu unninn leik niður í jafntefli. Freyr: Allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleikVísir„Maður verður að vera sáttur úr því að við lentum 1-0 undir og lítið eftir,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Við sýnum mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn og ná í þetta mikilvæga stig. Mér fannst kraftur í mínu liði heilt yfir í síðari hálfleiknum.“ Freyr segist hafa breytt leikfyrirkomulaginu í hálfleik. „Uppleggið um að leyfa þeim ekki að vera með boltann og spila lápressu misheppnaðist bara. Við breyttum bara í hálfleik og þá var allt annað að sjá til liðsins.“ Ásmundur: Þetta er einbeitingarleysi eða athyglisbresturÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega útaf því að við vorum betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Við áttum oft fína spilkafla og sköpuðum fína tækifæri.“ Ásmundur segir að liðið hafi ekki fengið mörg færi á sig. „Ég er mjög ósáttur við það hvernig við fáum á okkur þetta mark. Þetta er saga okkar í sumar, við höfum haft fín undirtök í leikjum í sumar en síðan koma þessi augnabliks einbeitingarleysi eða athyglisbrestur inn í liðið og það hefur kostað okkur stig.“ Albert: Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessuAlbert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki.vísir/stefán„Ég er bara mjög súr eftir þennan leik og ég er bara ekki búinn að ná mér,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis, eftir leikinn. „Við erum ekki að halda einbeitingu og það er búið að vanta hjá okkur síðustu vikur. Við ræddum þetta sérstaklega fyrir leik, og sérstaklega í þessum föstu leikatriðum.“ Albert segir að þetta sé það sem skilji að góð lið og lið sem eru örlítið slakari, það sé einbeiting. Albert skoraði mark úr skalla og fékk stoðsendingu beint úr innkasti. „Ég hef held ég skorað þrjú mörk af þessu tagi síðan ég kom aftur í Fylki. Við þurfum að fara safna fleiri stigum, þetta er bara ekki nægilega gott hjá okkur.“ Ólafur Hrannar: Lögðum allt í það að jafna„Þetta var bara góð hornspyrna frá Hilmari og ég tók hlaupið á nærstöngina,“ segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, hetja Leiknis, en hann jafnaði metin undir lok leiksins. „Þegar maður fær svona frábæra sendingu þá er erfitt að skora ekki. Við lögðum allt í það að jafna leikinn þegar við lentum undir og náðum að troða því inn á lokamínútunum.“ Hann segir að liðið sætti sig við stigið úr því sem komið var. „Við getum spilað betur, menn voru tilbúnir í leikinn en það var eitthvað sem var ekki að virka hjá okkur í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Leiknismenn og Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli í gríðarlega mikilvægan leik í Breiðholtinu í kvöld en leikurinn var í 9. umferð Pepsi-deild karla. Albert Brynjar Ingason gerði eina mark Fylkis í leiknum og Ólafur Hrannar Kristjánsson eina mark Leiknis. Leikurinn hófst mjög svo rólega. Liðin byrjuðu bæði mjög ákveðið og var mikil harka í leiknum. Sóknarleikur þeirra beggja var aftur á móti lélegur og ómarkviss. Fylkismenn voru kannski ívið skárri en Leiknismenn fengu samt sem áður eitt gott færi í hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að staðan var 0-0 í hálfleik. Fylkismenn voru ákveðnari í upphafi síðari hálfleiksins og ætluðu sér greinilega að skora mark sem fyrst. Spilið gekk samt sem áður ekki upp og voru gestirnir í vandræðum með að komast í ákjósanleg færi. Það var síðan um stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson, leikmaður Fylkis, kastaði boltanum úr innkasti inn í vítateig Leiknis. Þaðan rataði hann á ennið á Alberti Brynjari Ingasyni sem stýrði honum í netið. Fylkismenn komnir yfir og með tök á leiknum. Leiknismenn neituðu að gefast upp og byrjuðu að pressa. Þegar komið var á lokamínútur leiksins fengu heimamenn horspyrnu og náði að jafna metin með skallamarki frá Ólafi Hrannari Kristjánssyni. Mikið einbeitingarleysi hjá Fylkismönnum sem misstu unninn leik niður í jafntefli. Freyr: Allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleikVísir„Maður verður að vera sáttur úr því að við lentum 1-0 undir og lítið eftir,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Við sýnum mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn og ná í þetta mikilvæga stig. Mér fannst kraftur í mínu liði heilt yfir í síðari hálfleiknum.“ Freyr segist hafa breytt leikfyrirkomulaginu í hálfleik. „Uppleggið um að leyfa þeim ekki að vera með boltann og spila lápressu misheppnaðist bara. Við breyttum bara í hálfleik og þá var allt annað að sjá til liðsins.“ Ásmundur: Þetta er einbeitingarleysi eða athyglisbresturÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega útaf því að við vorum betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Við áttum oft fína spilkafla og sköpuðum fína tækifæri.“ Ásmundur segir að liðið hafi ekki fengið mörg færi á sig. „Ég er mjög ósáttur við það hvernig við fáum á okkur þetta mark. Þetta er saga okkar í sumar, við höfum haft fín undirtök í leikjum í sumar en síðan koma þessi augnabliks einbeitingarleysi eða athyglisbrestur inn í liðið og það hefur kostað okkur stig.“ Albert: Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessuAlbert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki.vísir/stefán„Ég er bara mjög súr eftir þennan leik og ég er bara ekki búinn að ná mér,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis, eftir leikinn. „Við erum ekki að halda einbeitingu og það er búið að vanta hjá okkur síðustu vikur. Við ræddum þetta sérstaklega fyrir leik, og sérstaklega í þessum föstu leikatriðum.“ Albert segir að þetta sé það sem skilji að góð lið og lið sem eru örlítið slakari, það sé einbeiting. Albert skoraði mark úr skalla og fékk stoðsendingu beint úr innkasti. „Ég hef held ég skorað þrjú mörk af þessu tagi síðan ég kom aftur í Fylki. Við þurfum að fara safna fleiri stigum, þetta er bara ekki nægilega gott hjá okkur.“ Ólafur Hrannar: Lögðum allt í það að jafna„Þetta var bara góð hornspyrna frá Hilmari og ég tók hlaupið á nærstöngina,“ segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, hetja Leiknis, en hann jafnaði metin undir lok leiksins. „Þegar maður fær svona frábæra sendingu þá er erfitt að skora ekki. Við lögðum allt í það að jafna leikinn þegar við lentum undir og náðum að troða því inn á lokamínútunum.“ Hann segir að liðið sætti sig við stigið úr því sem komið var. „Við getum spilað betur, menn voru tilbúnir í leikinn en það var eitthvað sem var ekki að virka hjá okkur í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira