Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2015 23:15 Vísir/Vilhelm Fjölnir tók í kvöld á móti FH í toppslag í Grafarvogi. Aðeins þrjú stig skyldu liðin að fyrir leikinn og gátu Fjölnismenn komið sér upp að hlið Fimleikafélagsins með sigri. FH-ingar vildu hins vegar færa sér það í nyt að Breiðablik tapaði gegn ÍBV úti í Eyjum og auka forskot sitt á toppnum. Leikurinn byrjaði rólega og hvorugt liðið bjó til hættuleg færi. FH-ingar vour miklu meira með boltann, beinskeyttari og líklegri til að láta eitthvað gerast. Það fór líka svo að þeir skoruðu fyrsta mark leiksins. Það mark skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson eftir flottan undirbúning Atla Guðnasonar. Flestir gerðu ráð fyrir að í kjölfarið myndi FH skipta um gír og líta aldrei um öxl en staðreyndin varð önnur. Fjölnismenn áttu eina tilraun í fyrri hálfleik og hana nýttu þeir sér. Róbert Örn fór í skógarhlaup eftir aukaspyrnu og Guðmundur Karl Guðmundsson náði skoti á markið sem lak á endanum inn. Staðan var því jöfn í hálfleik og má deila um hvort það hafi verið sanngjörn staða. Hver sem niðurstaðan verður úr því rifrildi þá breytir það ekki stöðunni. Gulklæddir heimamenn komu dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og voru gestirnir lánsamir að hafa ekki lent marki undir. Í tvígang varði Róbert Örn stórvel , Aron Sigurðarson átti skot í markrammann og einu sinni var varnarmaður FH rétt staðsettur á marklínunni til að verja skalla Bergsveins fyrirliða. Bergsveinn skallaði öðru sinni framhjá úr algjöru dauðafæri. En heimamönnum mistókst að nýta færin sín en FH-ingar gerðu ekki slík mistök. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks kom Jeremy Serwy inn á og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Það gerði hann eftir flottan undirbúning Þórarins Inga Valdimarssonar. Skömmu síðar var Serwy aftur á ferðinni en í þetta skiptið lagði hann upp mark fyrir Atla Guðnason sem lét það vera sitt síðasta verk áður en hann gekk af velli að skora mark. Niðurstaðan var því að FH-ingar gengu af velli með öll stigin þrjú. Þetta var að mörgu leiti týpískur FH sigur sem liðið fer á gæðunum. Þrátt fyrir að hafa átt slæman kafla hélt liðið dampi og refsaði þegar að færi gafst. Það er erfitt að taka einhvern út fyrir sviga í liði FH en helst er hægt að nefna Þórarin Inga Valdimarsson og einnig átti Pétur Viðarsson flottan leik á miðjunni. Jeremy Serwy átti síðan stórgóðan leik, skoraði mark og lagði upp annað, á þeim tæpa hálftíma sem hann var inn á. Fjölnismenn litu miklu mun betur út í kvöld heldur en þeir gerðu á móti Víkingi í síðasta leik. Bergsveinn átti flottan leik í vörninni og hafði innkoma hans á ný flott áhrif á liðið. Guðmundur Karl, sem lék í hafsentnum í síðustu umferð, var skyndilega mættur í holuna og skilaði sæmilegu dagsverki. Aron Sigurðarson hefur oft verið sýnilegri en var þó líklegur þegar hann fékk boltann. Sigurinn þýðir að FH bætir við forskot sitt á toppi deildarinnar. Framundan hjá þeim er leikur í Evrópukeppni. Fjölnismenn falla niður um eitt sæti og eru í því fimmta eftir umferðina. Heimir: Bara alvöru menn koma til baka eftir mistök „Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik,“ sagði stóískur Heimir Guðjónsson í leikslok. „Við spiluðum mjög vel og skoruðum gott mark og sköpuðum færi en fengum klaufalegt mark á okkur úr eina færi þeirra í fyrri hálfleik. Fjölnismenn komu dýrvitlausir inn í síðari hálfleikinn og voru FH-ingar heppnir að fá ekki mark á sig. Það kom Heimi ekki á óvart.„Það kom mér á óvart hvað við spiluðum illa. Fjölnismenn eru með gott lið og settu okkur undir pressu. Þeir eru vel skipulagðir og með mjög flotta menn í sínu liði. Það er ekki að ástæðulausu að þeir eru með sautján stig.“ Jöfnunarmark Fjölnis má skrifa á skógarhlaup Róberts Arnar í markinu en hann missti boltann þegar hann ætlaði að grípa aukaspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar. „Hann kom sterkur til baka og það eru bara alvöru menn sem gera það. Hann fékk á sig klaufalegt mark en kom tvíelfdur til baka og varði frábærlega. Þeir náðu ekki inn marki, við unnum okkur aftur inn í leikinn og kláruðum þetta sanngjarnt.“ FH er eitt á toppi deildarinnar og er heimir nokkuð sáttur með það. „Þetta er fínt eins og staðan er í dag en við verðum að einbeita okkur að Evrópukeppninni næst. Það er ekkert í deildinni fyrr en eftir tvær vikur.“Ágúst Gylfason: Sárt að ná ekki að skora „Það eru mikil batamerki á okkar leik frá leiknum á móti Víkingi,“ sagði Ágúst Gylfason en tap Fjölnis í kvöld var fyrsta tap liðsins á heimavelli í sumar. „Uppleggið var að halda jöfnu í fyrri hálfleik. Þeir voru betri en við framan af en við náðum að jafna.“ „Í síðari hálfleik komum við gríðarlega sterkir inn og vorum miklu betri fyrstu tuttugu, tuttuguogfimm, mínúturnar en nýttum það ekki. Það er mjög súrt að hafa ekki skorað eitt mark og sjá hvernig leikurinn hefði þróast. FH refsa öllum liðum og mér fannst þetta dæmigerður FH sigur þar sem hitt liðið fær sénsa en FH klárar dæmið. “ Fjölnismenn voru án Þóris Guðjónssonar í kvöld en hann tók út leikbann. Emil Pálsson er snúinn aftur til FH eftir að hafa verið kallaður úr láni og Daniel Ivanovski er snúinn aftur út. Það þurfti því að fylla í skörð hjá liðinu. „Við höfum misst burðarstólpa úr liðinu en við leystum það. Það eru alltaf ellefu leikmenn inn á vellinum og það er einn í hverri stöðu sem heldur áfram að berjast.“ Liðið ætlar sér að fá leikmenn til að styrkja hópinn þegar leikmannaglugginn opnar á nýjan leik um miðjan júlí. „Það eru að koma tveir til okkar núna í byrjun júlí í prufu hjá okkur. Síðan eru flottir strákar úr öðrum og þriðja flokki sem voru á bekknum í dag meðan FH var með marga áratuga reynslu á sínum bekk. Framtíðin er allavega björt hér í Grafarvoginum.“Þórarinn Ingi: Hægri er bara til að standa í „Ég er sérstaklega sáttur með að liðið fékk þrjú stig,“ sagði markaskorarinn Þórarinn Ingi Valdimarsson í lok leiks. „Við ætluðum að vera skipulagðir, agaðir, pressa og láta finna fyrir okkur. Það gekk vel nemaí byrjun síðari hálfleiks.“ Líkt og þjálfarinn Heimir var Þórarinn ekki á því að Fjölnir hefði komið þeim á óvart. „Við ætluðum að mæta grimmir en urðum undir til að byrja með. Skyndilega áttuðum við okkur á því að við þurftum að hafa helling fyrir því að landa þessu og þetta hafðist á endanum.“ Þórarinn skoraði eitt og lagði upp annað en mörkin hefðu getað verið fleiri. Í upphafi leiks skóflaði hann boltanum framhjá úr dauðafæri á markteig. „Það var hægri löppin. Hún er ekki alveg vinur minn. Hún er eiginlega bara til að standa í, ég get ekkert sparkað með henni.“ Þórarinn lék á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið mikið að undanförnu. „Ég kann mjög vel við mig þarna, sérstaklega þegar við erum að spila á milli kannta. Við sækjum mikið og erum með flott lið,“ sagði sigurreifur Þórarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Fjölnir tók í kvöld á móti FH í toppslag í Grafarvogi. Aðeins þrjú stig skyldu liðin að fyrir leikinn og gátu Fjölnismenn komið sér upp að hlið Fimleikafélagsins með sigri. FH-ingar vildu hins vegar færa sér það í nyt að Breiðablik tapaði gegn ÍBV úti í Eyjum og auka forskot sitt á toppnum. Leikurinn byrjaði rólega og hvorugt liðið bjó til hættuleg færi. FH-ingar vour miklu meira með boltann, beinskeyttari og líklegri til að láta eitthvað gerast. Það fór líka svo að þeir skoruðu fyrsta mark leiksins. Það mark skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson eftir flottan undirbúning Atla Guðnasonar. Flestir gerðu ráð fyrir að í kjölfarið myndi FH skipta um gír og líta aldrei um öxl en staðreyndin varð önnur. Fjölnismenn áttu eina tilraun í fyrri hálfleik og hana nýttu þeir sér. Róbert Örn fór í skógarhlaup eftir aukaspyrnu og Guðmundur Karl Guðmundsson náði skoti á markið sem lak á endanum inn. Staðan var því jöfn í hálfleik og má deila um hvort það hafi verið sanngjörn staða. Hver sem niðurstaðan verður úr því rifrildi þá breytir það ekki stöðunni. Gulklæddir heimamenn komu dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og voru gestirnir lánsamir að hafa ekki lent marki undir. Í tvígang varði Róbert Örn stórvel , Aron Sigurðarson átti skot í markrammann og einu sinni var varnarmaður FH rétt staðsettur á marklínunni til að verja skalla Bergsveins fyrirliða. Bergsveinn skallaði öðru sinni framhjá úr algjöru dauðafæri. En heimamönnum mistókst að nýta færin sín en FH-ingar gerðu ekki slík mistök. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks kom Jeremy Serwy inn á og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Það gerði hann eftir flottan undirbúning Þórarins Inga Valdimarssonar. Skömmu síðar var Serwy aftur á ferðinni en í þetta skiptið lagði hann upp mark fyrir Atla Guðnason sem lét það vera sitt síðasta verk áður en hann gekk af velli að skora mark. Niðurstaðan var því að FH-ingar gengu af velli með öll stigin þrjú. Þetta var að mörgu leiti týpískur FH sigur sem liðið fer á gæðunum. Þrátt fyrir að hafa átt slæman kafla hélt liðið dampi og refsaði þegar að færi gafst. Það er erfitt að taka einhvern út fyrir sviga í liði FH en helst er hægt að nefna Þórarin Inga Valdimarsson og einnig átti Pétur Viðarsson flottan leik á miðjunni. Jeremy Serwy átti síðan stórgóðan leik, skoraði mark og lagði upp annað, á þeim tæpa hálftíma sem hann var inn á. Fjölnismenn litu miklu mun betur út í kvöld heldur en þeir gerðu á móti Víkingi í síðasta leik. Bergsveinn átti flottan leik í vörninni og hafði innkoma hans á ný flott áhrif á liðið. Guðmundur Karl, sem lék í hafsentnum í síðustu umferð, var skyndilega mættur í holuna og skilaði sæmilegu dagsverki. Aron Sigurðarson hefur oft verið sýnilegri en var þó líklegur þegar hann fékk boltann. Sigurinn þýðir að FH bætir við forskot sitt á toppi deildarinnar. Framundan hjá þeim er leikur í Evrópukeppni. Fjölnismenn falla niður um eitt sæti og eru í því fimmta eftir umferðina. Heimir: Bara alvöru menn koma til baka eftir mistök „Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik,“ sagði stóískur Heimir Guðjónsson í leikslok. „Við spiluðum mjög vel og skoruðum gott mark og sköpuðum færi en fengum klaufalegt mark á okkur úr eina færi þeirra í fyrri hálfleik. Fjölnismenn komu dýrvitlausir inn í síðari hálfleikinn og voru FH-ingar heppnir að fá ekki mark á sig. Það kom Heimi ekki á óvart.„Það kom mér á óvart hvað við spiluðum illa. Fjölnismenn eru með gott lið og settu okkur undir pressu. Þeir eru vel skipulagðir og með mjög flotta menn í sínu liði. Það er ekki að ástæðulausu að þeir eru með sautján stig.“ Jöfnunarmark Fjölnis má skrifa á skógarhlaup Róberts Arnar í markinu en hann missti boltann þegar hann ætlaði að grípa aukaspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar. „Hann kom sterkur til baka og það eru bara alvöru menn sem gera það. Hann fékk á sig klaufalegt mark en kom tvíelfdur til baka og varði frábærlega. Þeir náðu ekki inn marki, við unnum okkur aftur inn í leikinn og kláruðum þetta sanngjarnt.“ FH er eitt á toppi deildarinnar og er heimir nokkuð sáttur með það. „Þetta er fínt eins og staðan er í dag en við verðum að einbeita okkur að Evrópukeppninni næst. Það er ekkert í deildinni fyrr en eftir tvær vikur.“Ágúst Gylfason: Sárt að ná ekki að skora „Það eru mikil batamerki á okkar leik frá leiknum á móti Víkingi,“ sagði Ágúst Gylfason en tap Fjölnis í kvöld var fyrsta tap liðsins á heimavelli í sumar. „Uppleggið var að halda jöfnu í fyrri hálfleik. Þeir voru betri en við framan af en við náðum að jafna.“ „Í síðari hálfleik komum við gríðarlega sterkir inn og vorum miklu betri fyrstu tuttugu, tuttuguogfimm, mínúturnar en nýttum það ekki. Það er mjög súrt að hafa ekki skorað eitt mark og sjá hvernig leikurinn hefði þróast. FH refsa öllum liðum og mér fannst þetta dæmigerður FH sigur þar sem hitt liðið fær sénsa en FH klárar dæmið. “ Fjölnismenn voru án Þóris Guðjónssonar í kvöld en hann tók út leikbann. Emil Pálsson er snúinn aftur til FH eftir að hafa verið kallaður úr láni og Daniel Ivanovski er snúinn aftur út. Það þurfti því að fylla í skörð hjá liðinu. „Við höfum misst burðarstólpa úr liðinu en við leystum það. Það eru alltaf ellefu leikmenn inn á vellinum og það er einn í hverri stöðu sem heldur áfram að berjast.“ Liðið ætlar sér að fá leikmenn til að styrkja hópinn þegar leikmannaglugginn opnar á nýjan leik um miðjan júlí. „Það eru að koma tveir til okkar núna í byrjun júlí í prufu hjá okkur. Síðan eru flottir strákar úr öðrum og þriðja flokki sem voru á bekknum í dag meðan FH var með marga áratuga reynslu á sínum bekk. Framtíðin er allavega björt hér í Grafarvoginum.“Þórarinn Ingi: Hægri er bara til að standa í „Ég er sérstaklega sáttur með að liðið fékk þrjú stig,“ sagði markaskorarinn Þórarinn Ingi Valdimarsson í lok leiks. „Við ætluðum að vera skipulagðir, agaðir, pressa og láta finna fyrir okkur. Það gekk vel nemaí byrjun síðari hálfleiks.“ Líkt og þjálfarinn Heimir var Þórarinn ekki á því að Fjölnir hefði komið þeim á óvart. „Við ætluðum að mæta grimmir en urðum undir til að byrja með. Skyndilega áttuðum við okkur á því að við þurftum að hafa helling fyrir því að landa þessu og þetta hafðist á endanum.“ Þórarinn skoraði eitt og lagði upp annað en mörkin hefðu getað verið fleiri. Í upphafi leiks skóflaði hann boltanum framhjá úr dauðafæri á markteig. „Það var hægri löppin. Hún er ekki alveg vinur minn. Hún er eiginlega bara til að standa í, ég get ekkert sparkað með henni.“ Þórarinn lék á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið mikið að undanförnu. „Ég kann mjög vel við mig þarna, sérstaklega þegar við erum að spila á milli kannta. Við sækjum mikið og erum með flott lið,“ sagði sigurreifur Þórarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira