Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem gerðu Steingrím Jóhannesson að goðsögn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steingrímur Jóhannesson heitinn, fyrrverandi framherji ÍBV og Fylkis, er næsti leikmaður sem tekinn er fyrir í þættinum Goðsagnir efstu deildar á Stöð 2 Sport.

Steingrímur er einn mesti markaskorari í sögu íslenska boltans, en hann skoraði 81 mark í 221 leik með ÍBV og Fylki.

Hann varð Íslandsmeistari tvisvar sinnum með ÍBV og bikarmeistari í tvígang með Fylki. Þá varð hann tvisvar sinnum markakóngur efstu deildar.

Þessi magnaði framherji lést af völdum krabbameins langt fyrir aldur fram í mars árið 2012, en er minnst sem eins af mestu markaskorurum efstu deildar.

Ekki missa af þættinum um feril Steingríms Jóhannessonar á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.00 í kvöld.

Hér að ofan má sjá markasyrpu með Steingrími með ÍBV-laginu að sjálfsögðu undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×