Íslenski boltinn

Lýsandi BT Sport hrósar Silfurskeiðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silfurskeiðin í öllu sínu veldi.
Silfurskeiðin í öllu sínu veldi. vísir/danéil
Blaðamaðurinn Derek Rae, sjónvarpslýsandi fyrir BT Sport, er afar hrifinn af framgöngu Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, en þessu greinir hann frá á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.

Derek birtir þar myndband sem Stjarnan hefur klippt saman og sett á Youtube, en þar syngja þeir hið fræga klapp-lag þeirra. Þar er textinn um að þeir munu aldrei víkja frá Stjörnunni, en einnig talar Derek um að Silfurskeiðin muni verða vinsæl í Glasgow.

Sjá einnig: Celtic styrkir sig fyrir leikina gegn Stjörnunni með varnarmanni United

Stjarnan mætir Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar, en fyrri leikur liðanna fer fram þrettánda júlí í Glasgow og síðari leikurinn viku síðar á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Tíst Derek má sjá hér að neðan, auk myndbandsins sem hann talar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×