Viðskipti erlent

Loka fyrir lánalínur til Grikklands

Heimir Már Pétursson skrifar
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu. Vísir/AFP
Búist er við að Seðlabanki Evrópu loki fyrir lánalínur sínar til Grikklands strax í dag eftir að það slitnaði upp úr samningaviðræðum Grikkja og lánadrottna í gær samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Stjórn bankans kemur saman til fundar síðar í dag en Grikkir eru mjög háðir lánum frá bankanum.

Þá er allt eins reiknað með að bankar í Grikklandi verði lokaðir á morgun mánudag og að síðar verði tilkynnt um gjaldeyrishöft þannig að hámark verði sett á þær upphæðir sem fólk geti tekið út úr bönkum landsins.

Á undanförnum vikum hafa milljarðar evra verið teknir út úr grískum bönkum og raðir mynduðust við hraðbanka í landinu í gær. Seðlabanki Evrópu hefur daglega sent fé til Seðlabanka Grikklands sem síðan hefur dreift þeim um gríska bankakerfið. Haft er eftir Hans Jorg Schelling fjármálaráðherra Austurríkis að nú sé nánast öruggt að Grikkir muni fara út úr evrusamstarfinu.

Sjá einnig: Hvaða þýðingu hefur útganga Grikkja úr myntsamstarfinu?

En eftir að Alexis Tsipras tilkynnti óvænt í fyrrakvöld að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um lánaskilmála lánadrottna Grikkja hinn 5. júlí, var viðræðum um frekari stuðning við þá slitið í Brussel í gær.


Tengdar fréttir

Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot

Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×