Íslenski boltinn

ÍBV: Tryggvi var ekki rekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi og Jóhannes Harðarson.
Tryggvi og Jóhannes Harðarson. Vísir
Tryggvi Guðmundsson hefur ekki verið rekinn úr starfi sínu sem aðstoðarþjálfari hjá ÍBV eins og fullyrt var á vef 433.is í dag.

Þetta staðfestu Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, og Hjálmar Jónsson framkvæmdastjóri í samtali við Vísi í kvöld.

„Fréttin er bara röng. Hann tilkynnti veikindi í morgun og það er betra að hafa hann ekki veikan í kringum liðið,“ sagði Óskar Örn við Vísi.

ÍBV vann Breiðablik í dag, 2-0, en Ingi Sigurðsson stýrði liðinu einn í fjarveru Tryggva. Þeir hafa undirbúið liðið fyrir leikinn eftir að Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari liðsins, þurfti að taka sér leyfi vegna veikinda í fjölskyldu hans.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×