Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 11:28 Kolbein og Eiður Smári skoka léttir í lund á æfingu í morgun. vísir/ernir Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50