Gylfi: Fékk smá frí og finn ekki fyrir neinum meiðslum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2015 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson í bílbeltabolnum sem strákarnir hafa skartað á æfingum liðsins í vikunni. vísir/valli Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur verið í svakalegu formi í undankeppni EM 2016 til þessa. Gylfi er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp önnur tvö, en íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins og getur náð fyrsta sæti með sigri á Tékkum á föstudagskvöldið. „Ég er í fínu formi. Við erum búnir að æfa í síðustu viku strákarnir og erum í góðu formi allir sem einn,“ segir Gylfi við Vísi. Hann fór á kostum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skoraði sjö mörk og lagði upp tíu. Í heildina kom hann að þriðjungi marka Swansea-liðsins sem bætti sinn besta árangur í úrvalsdeildinni. „Ég er mjög ánægður með tímabilið. Það gekk vel hjá mér. Ég var kannski smá svekktur með að vera meiddur en ég náði að spila flesta leiki. Ég er mjög ánægður og sé því ekki ástæðu til að fara núna,“ segir Gylfi, en þessi meiðsli eru ekkert að hrjá hann í aðdraganda Tékkaleiksins. „Ég fékk 10-12 daga í frí og finn ekki fyrir neinu eins og er,“ segir hann. Tékkneska liðið er á toppi riðilsins með þrettán stig eftir fimm leiki, en það vann fyrri viðureign liðanna í Tékklandi, 2-1. „Tékkarnir eru mjög sterkir sem lið en það eru nokkrir sem skara fram úr þarna. Það er erfitt að brjóta á þá niður. Þeir eru að fá á sig svolítið af mörkum en þeir eru góðir fram á við og ná að knýja fram sigur í nánast hverjum einasta leik,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30 Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur verið í svakalegu formi í undankeppni EM 2016 til þessa. Gylfi er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp önnur tvö, en íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins og getur náð fyrsta sæti með sigri á Tékkum á föstudagskvöldið. „Ég er í fínu formi. Við erum búnir að æfa í síðustu viku strákarnir og erum í góðu formi allir sem einn,“ segir Gylfi við Vísi. Hann fór á kostum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skoraði sjö mörk og lagði upp tíu. Í heildina kom hann að þriðjungi marka Swansea-liðsins sem bætti sinn besta árangur í úrvalsdeildinni. „Ég er mjög ánægður með tímabilið. Það gekk vel hjá mér. Ég var kannski smá svekktur með að vera meiddur en ég náði að spila flesta leiki. Ég er mjög ánægður og sé því ekki ástæðu til að fara núna,“ segir Gylfi, en þessi meiðsli eru ekkert að hrjá hann í aðdraganda Tékkaleiksins. „Ég fékk 10-12 daga í frí og finn ekki fyrir neinu eins og er,“ segir hann. Tékkneska liðið er á toppi riðilsins með þrettán stig eftir fimm leiki, en það vann fyrri viðureign liðanna í Tékklandi, 2-1. „Tékkarnir eru mjög sterkir sem lið en það eru nokkrir sem skara fram úr þarna. Það er erfitt að brjóta á þá niður. Þeir eru að fá á sig svolítið af mörkum en þeir eru góðir fram á við og ná að knýja fram sigur í nánast hverjum einasta leik,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30 Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00
Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03
Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30
Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30