Sport

Mayweather langríkasti íþróttamaðurinn

Floyd Mayweather.
Floyd Mayweather. vísir/getty
Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather rotar alla aðra íþróttamenn í keppninni um hver sé ríkastur.

Hann hefur aflað meiri peninga allra íþróttamanna síðustu tólf mánuði samkvæmt nýjum lista Forbes.

Það er að sjálfsögðu risabardaginn gegn Manny Pacquaio sem skýtur honum á toppinn. Pacquaio tekur sjálfur annað sætið.

Cristiano Ronaldo kemur þar á eftir en hann er rétt á undan Lionel Messi í peningaöflun.

Þó svo Tiger Woods sé farinn að leika golf eins og áhugamaður þá streyma peningarnir inn í gegnum styrktaraðila hjá honum. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, nær aftur á móti aðeins tólfta sætinu.

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, verður að gera sér fimmtánda sætið að góðu.

Listinn byggist á heildartekjum íþróttamannanna. Allt frá launum upp í auglýsingatekjur.

Topp tíu listinn - tekjur

  1. Floyd Mayweather - 40 milljarðar króna
  2. Manny Pacquaio - 21,3 milljarðar
  3. Cristiano Ronaldo - 10,6 milljarðar
  4. Lionel Messi - 9,8 milljarðar
  5. Roger Federer - 8,9 milljarðar
  6. LeBron James - 8,6 milljarðar
  7. Kevin Durant - 7,2 milljarðar
  8. Phil Mickelson - 6,8 milljarðar
  9. Tiger Woods - 6,7 milljarðar
  10. Kobe Bryant - 6,5 milljarðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×