Fótbolti

Engin óeining í spænska landsliðinu

Pique fagnar með Suarez.
Pique fagnar með Suarez. vísir/getty
Spænskir fjölmiðlar óttuðust að það hefði soðið upp úr í samskiptum leikmanna Barcelona og Real Madrid í spænska landsliðinu.

Forsagan er sú að varnarmaður Barcelona, Gerard Pique, þakkaði manninum sem söng í þrítugsafmæli Cristiano Ronaldo fyrir aðstoðina við að vinna spænska meistaratitilinn.

Stuðningsmenn Real Madrid létu Pique heyra það er hann mætti til landsliðsæfinga en miðjumaður Atletico, Koke, segir að það sé allt í góðu í klefanum.

„Auðvitað eru engin læti í klefanum. Við erum allir góðir vinir. Það er enginn í landsliðinu að velta sér upp úr þessum saklausu ummælum sem féllu er Pique var að fagna," sagði Koke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×