Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2015 12:00 Heilbrigðisstarfsmenn eru ekki par sáttir við þróun mála. Vísir/Valli Formenn félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki boðaða lagasetningu á verkföll félaganna. Forsvarsmenn félaganna hafa talað um það að ríkið eigi í sýndarviðræðum og telja þau lagasetningu undirstrika það ennfrekar. „Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og félagsmanna nokkurra aðildarfélaga BHM sem tilheyra heilbrigðisþjónustunni á Austurvelli. Nokkur hundruð manns voru mættir þegar mótmælin hófust klukkan hálfellefu. „Fólki er misboðið,“ sagði Ólafur G. Skúlason í samtali við Vísi. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:Ályktun til AlþingisÍ dag mun Alþingi fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um frestun verkfalla aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans. Samþykki Alþingi frumvarpið eru aðildarfélög BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samningsaðilar svipt þeim þvingunarúrræðum sem stéttarfélögin hafa til að knýja á um samningsniðurstöðu. Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að. Undirstrikar það enn og aftur að ríkið hefur frá upphafi átt í sýndarviðræðum. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetja alþingismenn til að samþykkja ekki frumvarp um verkfallsaðgerðir og beina því til stjórnvalda að koma af alvöru að samningaborðinu. Reykjavík 12. júní 2015F.h BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formenn félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki boðaða lagasetningu á verkföll félaganna. Forsvarsmenn félaganna hafa talað um það að ríkið eigi í sýndarviðræðum og telja þau lagasetningu undirstrika það ennfrekar. „Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og félagsmanna nokkurra aðildarfélaga BHM sem tilheyra heilbrigðisþjónustunni á Austurvelli. Nokkur hundruð manns voru mættir þegar mótmælin hófust klukkan hálfellefu. „Fólki er misboðið,“ sagði Ólafur G. Skúlason í samtali við Vísi. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:Ályktun til AlþingisÍ dag mun Alþingi fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um frestun verkfalla aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans. Samþykki Alþingi frumvarpið eru aðildarfélög BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samningsaðilar svipt þeim þvingunarúrræðum sem stéttarfélögin hafa til að knýja á um samningsniðurstöðu. Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að. Undirstrikar það enn og aftur að ríkið hefur frá upphafi átt í sýndarviðræðum. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetja alþingismenn til að samþykkja ekki frumvarp um verkfallsaðgerðir og beina því til stjórnvalda að koma af alvöru að samningaborðinu. Reykjavík 12. júní 2015F.h BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01
Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15
Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00