Segja lögin ekki leysa vandann Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2015 11:17 Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/VIlhelm „Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga leysa ekki vandann sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Ef byggja á upp góða opinbera þjónustu og heilbrigðiskerfi sem stenst alþjóðlegan samanburð þarf að ná samningum við opinbera starfsmenn. Til þess þarf að meta menntun til launa og brúa kynbundinn launamun.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Þar segir að gerðardómi sé sett allt of ströng skilyrði. Því megi ætla að niðurstaðan verði ekki réttlát né skapi vinnufrið. Því hafi stjórnarandstaðan lagt fram breytingartillögur um að rýmka skilyrðin, svo gerðardómur gæti tekið mið af öðrum opinberum kjarasamningum. Þar er átt við samninga lækna og framhaldsskólakennara. Þar að auki var lagt til að gildistími kjarasamnings gerðardóms yrði að hámarki til eins árs. Allar tillögurnar voru felldar. Þá vekur þingflokkurinn athygli á því að í minnisblaði landlæknis til ríkisstjórnarinnar hafi verið lögð áhersla á að yrði kjaradeilum við heilbrigðisstéttir lokið án samninga, þá yrði ekkert gert án „afdráttarlausra yfirlýsinga“ um áframhaldandi viðræður svo hægt væri að skapa vinnufrið. „Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar speglast í því að við lok umræðna um bann á verkföllum í gær höfðu engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar af hálfu heilbrigðisráðherra. Þingflokkurinn skorar á hann að gefa slíkar yfirlýsingar hið fyrsta.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ítrekað hafa sett samskipti við aðila vinnumarkaðaarins í uppnám. „Þingflokkur Samfylkingarinnar harmar að tómlætið sem hún hefur sýnt í 10 vikna viðræðum við 17 stéttarfélög hefur bitnað harkalega á almenningi og opinberri þjónustu.“ Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
„Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga leysa ekki vandann sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Ef byggja á upp góða opinbera þjónustu og heilbrigðiskerfi sem stenst alþjóðlegan samanburð þarf að ná samningum við opinbera starfsmenn. Til þess þarf að meta menntun til launa og brúa kynbundinn launamun.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Þar segir að gerðardómi sé sett allt of ströng skilyrði. Því megi ætla að niðurstaðan verði ekki réttlát né skapi vinnufrið. Því hafi stjórnarandstaðan lagt fram breytingartillögur um að rýmka skilyrðin, svo gerðardómur gæti tekið mið af öðrum opinberum kjarasamningum. Þar er átt við samninga lækna og framhaldsskólakennara. Þar að auki var lagt til að gildistími kjarasamnings gerðardóms yrði að hámarki til eins árs. Allar tillögurnar voru felldar. Þá vekur þingflokkurinn athygli á því að í minnisblaði landlæknis til ríkisstjórnarinnar hafi verið lögð áhersla á að yrði kjaradeilum við heilbrigðisstéttir lokið án samninga, þá yrði ekkert gert án „afdráttarlausra yfirlýsinga“ um áframhaldandi viðræður svo hægt væri að skapa vinnufrið. „Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar speglast í því að við lok umræðna um bann á verkföllum í gær höfðu engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar af hálfu heilbrigðisráðherra. Þingflokkurinn skorar á hann að gefa slíkar yfirlýsingar hið fyrsta.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ítrekað hafa sett samskipti við aðila vinnumarkaðaarins í uppnám. „Þingflokkur Samfylkingarinnar harmar að tómlætið sem hún hefur sýnt í 10 vikna viðræðum við 17 stéttarfélög hefur bitnað harkalega á almenningi og opinberri þjónustu.“
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“