England er óstöðvandi og Rooney búinn að jafna Lineker 14. júní 2015 18:00 Jack Wilshire skoraði stórkostlegt mark þegar hann kom Englandi í 2-1. Hér er boltinn á leið í samskeytinn. vísir/getty England sótti þrjú stig til Slóveníu í undankeppni EM þegar liðin mættust í Ljúblíana í dag. Wayne Rooney var hetja Englendinga í 3-2 sigri. Milivoje Novakovic, sem leikur með Nagoya Grampus í Japan, kom Slóvenum yfir með marki á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Englendingar gerðu breytingu í hálfleik, tóku Phil Jones af velli og settu Adam Lallana inn í hans stað. Það virtist hressa upp á sóknarleik Englands sem náði að jafna á 57. mínútu. Var þar að verki Jack Wilshire, leikmaður Arsenal. Englendingar voru nálægt því að komast yfir í tvígang skömmu eftir markið frá Wilshire. Wayne Rooney var þar að verki í bæði skiptin og er óhætt að flokka fyrra færið hans sem dauðafæri. Wilshire hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð. Á 73. mínútu batt hann enda á góða sókn enska liðsins með því að þruma boltanum í samskeytin á slóvenska markinu. Stórkostlegt mark. Slóvenar voru hins vegar ekkert á þeim buxunum að gefast upp og varamaðurinn Nejc Pecnik jafnaði metin með laglegu skallamarki á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Rooney sigurmark Englands í leiknum. Þetta var jafnframt 48. landsliðsmark Wayne Rooney sem er þar með búinn að skora jafnmörg mörk og Gary Lineker gerði á sínum ferli. Rooney er núna einu marki frá því að jafna metið sem Bobby Charlton á, 49 mörk. Englendingar eru lang efstir í E-riðli með 18 stig að loknum 6 leikjum og komnir með annan fótinn til Frakklands, þar sem lokakeppnin verður á næsta ári. Slóvenar eru í 2. sæti með 9 stig, jafnmörg stig og Sviss sem á leik til góða gegn Litháen í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
England sótti þrjú stig til Slóveníu í undankeppni EM þegar liðin mættust í Ljúblíana í dag. Wayne Rooney var hetja Englendinga í 3-2 sigri. Milivoje Novakovic, sem leikur með Nagoya Grampus í Japan, kom Slóvenum yfir með marki á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Englendingar gerðu breytingu í hálfleik, tóku Phil Jones af velli og settu Adam Lallana inn í hans stað. Það virtist hressa upp á sóknarleik Englands sem náði að jafna á 57. mínútu. Var þar að verki Jack Wilshire, leikmaður Arsenal. Englendingar voru nálægt því að komast yfir í tvígang skömmu eftir markið frá Wilshire. Wayne Rooney var þar að verki í bæði skiptin og er óhætt að flokka fyrra færið hans sem dauðafæri. Wilshire hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð. Á 73. mínútu batt hann enda á góða sókn enska liðsins með því að þruma boltanum í samskeytin á slóvenska markinu. Stórkostlegt mark. Slóvenar voru hins vegar ekkert á þeim buxunum að gefast upp og varamaðurinn Nejc Pecnik jafnaði metin með laglegu skallamarki á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Rooney sigurmark Englands í leiknum. Þetta var jafnframt 48. landsliðsmark Wayne Rooney sem er þar með búinn að skora jafnmörg mörk og Gary Lineker gerði á sínum ferli. Rooney er núna einu marki frá því að jafna metið sem Bobby Charlton á, 49 mörk. Englendingar eru lang efstir í E-riðli með 18 stig að loknum 6 leikjum og komnir með annan fótinn til Frakklands, þar sem lokakeppnin verður á næsta ári. Slóvenar eru í 2. sæti með 9 stig, jafnmörg stig og Sviss sem á leik til góða gegn Litháen í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira