Rúmenía og Wales í efsta styrkleikaflokki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 10:38 Gareth Bale. Vísir/Getty Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira