Íslenski boltinn

Fimm tíma fótboltaveisla í beinni á Stöð 2 Sport næsta sunnudag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gengur vel hjá Blikum þessa dagana.
Það gengur vel hjá Blikum þessa dagana. Vísir/Pjetur
Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr Pepsi-deildinni í beinni útsendingu næstkomandi sunnudag og í raun verður um fimm tíma fótboltaveislu að ræða.

Ákveðið hefur verið að sýna bæði leik Vals og ÍBV annarsvegar og leik FH og Breiðabliks hinsvegar auk þess að þriðji leikurinn, stórleikur Íslandsmeistara Stjörnunnar og KR, verður síðan sýndur daginn eftir.

Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 17.00 á Vodafone-vellinum og klukkan 20.00 hefst síðan toppslagur FH og Breiðabliks á Kaplakrikavelli. Milli leikja verður síðan fjallað um Pepsi-deildina, leikurinn á Hlíðarenda gerður upp og spáð síðan í spilin fyrir seinni leikinn.

FH, Breiðablik og Valur eru öll á mikill sigurgöngu í Pepsi-deildinni þessa dagana og öll líkleg til að vera í toppbaráttunni í allt sumar.

Þetta verður fyrsta umferðin í Pepsi-deildinni í sumar þar sem helmingur leikjanna er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Leikur Stjörnunnar og KR verður síðan sýndur beint kvöldið eftir í beinu framhaldi verður síðan öll umferðin gerð upp hjá Herði Magnússyni og félögum í Pepsi-mörkunum.

Beinar útsendingar á Stöð2 Sport frá 9. umferð Pepsi-deildar karla 2015:

Sunnudagurinn 21. júní Kl: 17:00     Valur - ÍBV

Sunnudagurinn 21. júní Kl: 20:00     FH - Breiðablik

Mánudagurinn 21. júní Kl: 20:00     Stjarnan - KR    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×