Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 0-2 | Loks sigur hjá meisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 13:44 Vísir/Stefán Stjarnan er komin aftur á sigurbraut á nýjan leik eftir sigur á Fylki í Árbænum í kvöld, 2-0. Jón Arnar Barðdal og varamaðurinn Halldór Orri Björnsson skoruðu mörk Stjörnumanna í kvöld. Fyrra markið kom eftir skelfileg mistök Fylkismanna en það síðara var vel afgreitt skot af Halldóri Orra. Stjarnan hafði tapað tveimur leikjum í röð og ekki unnið síðan í annarri umferð. Sigurinn var því kærkominn fyrir Íslandsmeistarana þó svo að þeir hefðu ekki verið upp á sitt allra besta í kvöld. Basl Fylkismanna heldur áfram en liðið náði að skapa sér nokkurn fjölda hálffæra í kvöld en uppskar ekkert mark. Það voru ekki mikil batamerki að sjá á liðunum, sérstaklega gestunum úr Garðabæ, miðað við síðustu umferðir sem voru slæmar hjá báðum liðum. Fyrirfram var reiknað með því að bæði lið myndu mæta grimm til leiks eftir að hafa fengið tíma til að vinna í sínum málum en það var einfaldlega ekki tilfellið. Heimamenn sýndu þó aðeins betri sóknartilburði og sköpuðu sér betri hálffæri framan af leiknum. Það var þó engin alvöru hætta sem skapaðist við mark Stjörnumanna. Stjörnumenn náðu þó varla að skapa sér hálffæri í leiknum enda þurftu þeir mikla hjálp við að komast yfir. Oddur Ingi Guðmundsson tók þá slæmu ákvörðun að senda langa og háa sendingu alla leið aftur á Bjarna Þórð markvörð sem þurfti að koma úr teignum til að ná sendingunni. Jón Arnar Barðdal var fljótur að átta sig, setti pressu á Bjarna Þórð og vann boltann af honum. Hann átti svo ekkert eftir nema að skora í autt netið. Síðari hálfleikur var betri hjá báðum liðum en Fylkismenn reyndu að bæta fyrir mistökin með því að sækja áfram að marki gestanna. En sem fyrr gekk einfaldlega illa að skapa almennilega hættu við mark Stjörnunnar. Það komu nokkur hálffæri en mikið meira var það ekki. Eftir því sem Fylkismenn freistuðu þess að sækja meira misstu heimamenn einbeitinguna í varnarleiknum og varamaðurinn Halldór Orri náði að refsa fyrir það. Hann tók fína rispu inn að vítateig utan að kanti og gerði í raun út um leikinn er laglegt skot hans hafnaði í marki Fylkismanna. Stjörnumenn spiluðu betur eftir markið sem þeir fengu að gjöf frá Fylkismönnum en þetta var þó fyrst og fremst baráttu- og varnarsigur. Varnarlínan hélt sóknarmönnum Fylkis algjörlega í skefjum og náði að klippa besta mann Árbæinga - Albert Brynjar Ingason - nánast úr leiknum. Fyrir aftan þá var svo hinn ungi Sveinn Sigurður Jóhannesson sem leysti Færeyinginn Gunnar Nielsen af hólmi í þetta skiptið. Gunnar var fjarverandi vegna landsliðsverkefnis en Sveinn sýndi að hann var fullfær um að leysa verkefni kvöldsins. Áhyggjuefni Stjörnumanna er hins vegar hversu illa liðinu gengur að sækja og skapa sér færi. Halldór Orri gerði vel í kvöld en þess fyrir utan gekk spil liðsins, sérstaklega framan af leik, afar hægt. Fylkismenn höfðu margsinnis betur á miðjunni í kvöld en náðu einfaldlega ekki að færa sér það í nyt. En það veit á gott að Stjörnumenn sýndu stöðugan varnarleik í kvöld og þeir geta byggt á því fyrir næstu umferðir. Fylkismenn þurfa hins vegar að leita skýringa á því hvers vegna þeir ná ekki að nýta jafn mikilvægan mann og Albert Brynjar en þar til að þeir finna lausn á því verða Árbæingar áfram í basli.Rúnar Páll: Sigurinn er mikill léttir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að fara aftur með sitt lið á byrjunarreit eftir tapið gegn Fjölni um síðustu helgi. Það skilaði sér í 2-0 sigri á Fylki í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur við stigin þrjú. Þau voru afar mikilvæg og þetta er mikill léttir fyrir okkur,“ sagði þjálfarinn við Vísi eftir leik. „Vonandi er þetta bara það sem koma skal í næsta leik.“ „Þetta var vinnusigur - sigur liðsheildarinnar. Mönnum langaði virkilega mikið í sigur eftir tvö skítatöp þar sem það var valtað yfir okkur.“ Hann segir það hafi verið mikið um baráttu í leiknum og að Stjörnumenn hafi gengið illa að halda boltanum í fyrri hálfleik. En gæði leiksins skipta samt ekki öllu máli. „Ég er bara sáttur við frammistöðu mannanna. Þetta snerist um að vinna baráttuna og við gerðum það. Okkar barátta skilaði þessum tveimur mörkum og það er það sem skiptir máli.“ Hann segir að hann hafi þurft að fara í gegnum grunngildin upp á nýtt eftir slæma frammistöðu Stjörnunnar að undanförnu. „Við vorum eins og gatasigti í síðustu tveimur leikjum og því var það afar mikilvægt að halda hreinu hér í kvöld. Svenni var svo frábær í markinu. Fylkismenn náðu ekki að skapa sér mörg færi og ég er því heilt yfir afar ánægður.“Brynjar Gauti: Langþráð stig Brynjar Gauti Guðjónsson átti góðan leik í vörn Stjörnunnar sem hélt hreinu gegn Fylkismönnum í kvöld. „Þetta voru langþráð þrjú stig, vægast sagt. Við fórum á núllpunkt fyrir leikinn og lögðum upp með að vera þéttir og vinna baráttuna sem okkur hefur vantað í síðustu leikjum,“ sagði varnarmaðurinn. „Varnarvinnan var góð í dag frá aftasta manni til þess fremsta. Það litla sem fór svo á markið hirti Svenni svo án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því.“ Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa verið í basli í síðustu umferðum en Brynjar Gauti segir samt að þar á bæ hafi menn ekki verið byrjaðir að hafa áhyggjur af gangi mála. „Mótið er nú bara rétt svo nýbyrjað og óþarfi að örvænta strax. Við tökum bara einn leik í einu og stefnum okkur að vinna okkur upp töfluna, jafnt og þétt. Við sjáum svo hverju það skilar okkur í mótslok.“Ásmundur: Ég er hundfúll Þjálfari Fylkismanna segir að hans menn verði að rífa sig upp af rassgatinu til að komast upp úr lægðinni sem hans lið virðist vera í þessa dagana. Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni, 2-0, í kvöld en Stjarnan komst á bragðið eftir afar klaufaleg mistök kostaði Fylkismenn fyrra markið. „Það er rándýrt að gefa þeim svona forgjöf eins og við gerðum í fyrsta markinu,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkismanna, eftir tapið í kvöld. „Mér fannst við lengst af vera betri aðilinn í leiknum og vera yfir á flestum sviðum. Við sóttum meira og sköpuðum okkur fleiri færi - hálffæri. Þau voru kannski ekki nógu góð hjá okkur.“ „Síðan kemur þessi gjöf í lok fyrri hálfleiks og það er kjaftshögg fyrir okkur. En við héldum áfram að sækja og ég gef leikmönnum það að þeir lögðu sig fram.“ „Menn sýndu vilja, baráttu og dugnað en við náðum ekki að opna þá nægilega mikið til að skora á þá og í því liggur munurinn.“ Hann segir að annað markið hafi komið eftir að Fylkismenn reyndu að sækja meira á kostnað varnarleiksins. En eftir að það kom hafi leikurinn fjarað út. „Að sjálfsögðu reynum alveg fram í lokin en það gekk ekki. Við teljum okkur vera með nægilega öfluga leikmenn í sókninni og við þurfum að finna leiðirnar til að koma þeim í betri færi.“ Eftir ágæta byrjun Fylkismanna hafa þeir gefið eftir og hafa nú spilað þrjá deildarleiki í röð án sigurs. „Ég er auðvitað hundfúll með stöðu mála. Hundfúll. Við þurfum að rækilega að rífa okkur upp af rassgatinu og bæta í. Við þurfum að ná í betri úrslit því við erum afar ósáttir við stöðuna eins og hún er núna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Stjarnan er komin aftur á sigurbraut á nýjan leik eftir sigur á Fylki í Árbænum í kvöld, 2-0. Jón Arnar Barðdal og varamaðurinn Halldór Orri Björnsson skoruðu mörk Stjörnumanna í kvöld. Fyrra markið kom eftir skelfileg mistök Fylkismanna en það síðara var vel afgreitt skot af Halldóri Orra. Stjarnan hafði tapað tveimur leikjum í röð og ekki unnið síðan í annarri umferð. Sigurinn var því kærkominn fyrir Íslandsmeistarana þó svo að þeir hefðu ekki verið upp á sitt allra besta í kvöld. Basl Fylkismanna heldur áfram en liðið náði að skapa sér nokkurn fjölda hálffæra í kvöld en uppskar ekkert mark. Það voru ekki mikil batamerki að sjá á liðunum, sérstaklega gestunum úr Garðabæ, miðað við síðustu umferðir sem voru slæmar hjá báðum liðum. Fyrirfram var reiknað með því að bæði lið myndu mæta grimm til leiks eftir að hafa fengið tíma til að vinna í sínum málum en það var einfaldlega ekki tilfellið. Heimamenn sýndu þó aðeins betri sóknartilburði og sköpuðu sér betri hálffæri framan af leiknum. Það var þó engin alvöru hætta sem skapaðist við mark Stjörnumanna. Stjörnumenn náðu þó varla að skapa sér hálffæri í leiknum enda þurftu þeir mikla hjálp við að komast yfir. Oddur Ingi Guðmundsson tók þá slæmu ákvörðun að senda langa og háa sendingu alla leið aftur á Bjarna Þórð markvörð sem þurfti að koma úr teignum til að ná sendingunni. Jón Arnar Barðdal var fljótur að átta sig, setti pressu á Bjarna Þórð og vann boltann af honum. Hann átti svo ekkert eftir nema að skora í autt netið. Síðari hálfleikur var betri hjá báðum liðum en Fylkismenn reyndu að bæta fyrir mistökin með því að sækja áfram að marki gestanna. En sem fyrr gekk einfaldlega illa að skapa almennilega hættu við mark Stjörnunnar. Það komu nokkur hálffæri en mikið meira var það ekki. Eftir því sem Fylkismenn freistuðu þess að sækja meira misstu heimamenn einbeitinguna í varnarleiknum og varamaðurinn Halldór Orri náði að refsa fyrir það. Hann tók fína rispu inn að vítateig utan að kanti og gerði í raun út um leikinn er laglegt skot hans hafnaði í marki Fylkismanna. Stjörnumenn spiluðu betur eftir markið sem þeir fengu að gjöf frá Fylkismönnum en þetta var þó fyrst og fremst baráttu- og varnarsigur. Varnarlínan hélt sóknarmönnum Fylkis algjörlega í skefjum og náði að klippa besta mann Árbæinga - Albert Brynjar Ingason - nánast úr leiknum. Fyrir aftan þá var svo hinn ungi Sveinn Sigurður Jóhannesson sem leysti Færeyinginn Gunnar Nielsen af hólmi í þetta skiptið. Gunnar var fjarverandi vegna landsliðsverkefnis en Sveinn sýndi að hann var fullfær um að leysa verkefni kvöldsins. Áhyggjuefni Stjörnumanna er hins vegar hversu illa liðinu gengur að sækja og skapa sér færi. Halldór Orri gerði vel í kvöld en þess fyrir utan gekk spil liðsins, sérstaklega framan af leik, afar hægt. Fylkismenn höfðu margsinnis betur á miðjunni í kvöld en náðu einfaldlega ekki að færa sér það í nyt. En það veit á gott að Stjörnumenn sýndu stöðugan varnarleik í kvöld og þeir geta byggt á því fyrir næstu umferðir. Fylkismenn þurfa hins vegar að leita skýringa á því hvers vegna þeir ná ekki að nýta jafn mikilvægan mann og Albert Brynjar en þar til að þeir finna lausn á því verða Árbæingar áfram í basli.Rúnar Páll: Sigurinn er mikill léttir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að fara aftur með sitt lið á byrjunarreit eftir tapið gegn Fjölni um síðustu helgi. Það skilaði sér í 2-0 sigri á Fylki í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur við stigin þrjú. Þau voru afar mikilvæg og þetta er mikill léttir fyrir okkur,“ sagði þjálfarinn við Vísi eftir leik. „Vonandi er þetta bara það sem koma skal í næsta leik.“ „Þetta var vinnusigur - sigur liðsheildarinnar. Mönnum langaði virkilega mikið í sigur eftir tvö skítatöp þar sem það var valtað yfir okkur.“ Hann segir það hafi verið mikið um baráttu í leiknum og að Stjörnumenn hafi gengið illa að halda boltanum í fyrri hálfleik. En gæði leiksins skipta samt ekki öllu máli. „Ég er bara sáttur við frammistöðu mannanna. Þetta snerist um að vinna baráttuna og við gerðum það. Okkar barátta skilaði þessum tveimur mörkum og það er það sem skiptir máli.“ Hann segir að hann hafi þurft að fara í gegnum grunngildin upp á nýtt eftir slæma frammistöðu Stjörnunnar að undanförnu. „Við vorum eins og gatasigti í síðustu tveimur leikjum og því var það afar mikilvægt að halda hreinu hér í kvöld. Svenni var svo frábær í markinu. Fylkismenn náðu ekki að skapa sér mörg færi og ég er því heilt yfir afar ánægður.“Brynjar Gauti: Langþráð stig Brynjar Gauti Guðjónsson átti góðan leik í vörn Stjörnunnar sem hélt hreinu gegn Fylkismönnum í kvöld. „Þetta voru langþráð þrjú stig, vægast sagt. Við fórum á núllpunkt fyrir leikinn og lögðum upp með að vera þéttir og vinna baráttuna sem okkur hefur vantað í síðustu leikjum,“ sagði varnarmaðurinn. „Varnarvinnan var góð í dag frá aftasta manni til þess fremsta. Það litla sem fór svo á markið hirti Svenni svo án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því.“ Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa verið í basli í síðustu umferðum en Brynjar Gauti segir samt að þar á bæ hafi menn ekki verið byrjaðir að hafa áhyggjur af gangi mála. „Mótið er nú bara rétt svo nýbyrjað og óþarfi að örvænta strax. Við tökum bara einn leik í einu og stefnum okkur að vinna okkur upp töfluna, jafnt og þétt. Við sjáum svo hverju það skilar okkur í mótslok.“Ásmundur: Ég er hundfúll Þjálfari Fylkismanna segir að hans menn verði að rífa sig upp af rassgatinu til að komast upp úr lægðinni sem hans lið virðist vera í þessa dagana. Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni, 2-0, í kvöld en Stjarnan komst á bragðið eftir afar klaufaleg mistök kostaði Fylkismenn fyrra markið. „Það er rándýrt að gefa þeim svona forgjöf eins og við gerðum í fyrsta markinu,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkismanna, eftir tapið í kvöld. „Mér fannst við lengst af vera betri aðilinn í leiknum og vera yfir á flestum sviðum. Við sóttum meira og sköpuðum okkur fleiri færi - hálffæri. Þau voru kannski ekki nógu góð hjá okkur.“ „Síðan kemur þessi gjöf í lok fyrri hálfleiks og það er kjaftshögg fyrir okkur. En við héldum áfram að sækja og ég gef leikmönnum það að þeir lögðu sig fram.“ „Menn sýndu vilja, baráttu og dugnað en við náðum ekki að opna þá nægilega mikið til að skora á þá og í því liggur munurinn.“ Hann segir að annað markið hafi komið eftir að Fylkismenn reyndu að sækja meira á kostnað varnarleiksins. En eftir að það kom hafi leikurinn fjarað út. „Að sjálfsögðu reynum alveg fram í lokin en það gekk ekki. Við teljum okkur vera með nægilega öfluga leikmenn í sókninni og við þurfum að finna leiðirnar til að koma þeim í betri færi.“ Eftir ágæta byrjun Fylkismanna hafa þeir gefið eftir og hafa nú spilað þrjá deildarleiki í röð án sigurs. „Ég er auðvitað hundfúll með stöðu mála. Hundfúll. Við þurfum að rækilega að rífa okkur upp af rassgatinu og bæta í. Við þurfum að ná í betri úrslit því við erum afar ósáttir við stöðuna eins og hún er núna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira