Breiðablik rúllaði yfir Val - fimmti sigur Selfoss í röð | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2015 16:17 vísir/stefán Breiðablik heldur sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í fótbolta áfram en Blikastúlkur unnu yfirburðasigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld, 0-6.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Vodafone-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Þetta var fimmti sigur Breiðabliks í fyrstu sex leikjunum en liðið er á toppi deildarinnar með 16 stig og markatöluna 22-2. Jóna Kristín Hauksdóttir opnaði markareikninginn á 5. mínútu og varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir kom Blikum í 0-2 á 36. mínútu. Þetta voru fyrstu mörk þeirra beggja í sumar. Þá komið að Fanndísi Friðriksdóttir sem skoraði tvö mörk með 12 mínútna millibili, á 41. og 53. mínútu. Fanndís er nú búin að skora sjö mörk í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði svo gegn sínum gömlu félögum á 67. mínútu og kom Blikum í 0-5 og 11 mínútum fyrir leikslok setti Telma Hjaltalín Þrastardóttir punktinn yfir i-ið með sínu sjötta marki í deildinni. Blikar eru sem áður segir á toppnum en Valur er í frjálsu falli eftir góða byrjun. Valskonur unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni en hafa tapað síðustu þremur leikjum með markatölunni 1-13. Selfoss er aðeins einu stigi á eftir Breiðabliki en Selfyssingar unnu 2-0 sigur á Aftureldingu á JÁVERK-vellinum. Donna Kay Henry og Magdalena Anna Reimus skoruðu mörkin tvö í seinni hálfleik. Selfoss hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Fylki í 1. umferðinni. Þá gerðu KR og Þróttur markalaust jafntefli í botnslag á KR-vellinum. Þróttur hefur ekki enn skorað mark í deildinni eftir sex leiki en liðið er með tvö stig, líkt og KR. Afturelding vermir botnsætið með aðeins eitt stig.Fyrr í kvöld vann ÍBV 1-4 sigur á Fylki á útivelli. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fjórði sigur ÍBV í röð | Myndir ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn og vann 1-4 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 16. júní 2015 20:53 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Breiðablik heldur sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í fótbolta áfram en Blikastúlkur unnu yfirburðasigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld, 0-6.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Vodafone-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Þetta var fimmti sigur Breiðabliks í fyrstu sex leikjunum en liðið er á toppi deildarinnar með 16 stig og markatöluna 22-2. Jóna Kristín Hauksdóttir opnaði markareikninginn á 5. mínútu og varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir kom Blikum í 0-2 á 36. mínútu. Þetta voru fyrstu mörk þeirra beggja í sumar. Þá komið að Fanndísi Friðriksdóttir sem skoraði tvö mörk með 12 mínútna millibili, á 41. og 53. mínútu. Fanndís er nú búin að skora sjö mörk í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði svo gegn sínum gömlu félögum á 67. mínútu og kom Blikum í 0-5 og 11 mínútum fyrir leikslok setti Telma Hjaltalín Þrastardóttir punktinn yfir i-ið með sínu sjötta marki í deildinni. Blikar eru sem áður segir á toppnum en Valur er í frjálsu falli eftir góða byrjun. Valskonur unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni en hafa tapað síðustu þremur leikjum með markatölunni 1-13. Selfoss er aðeins einu stigi á eftir Breiðabliki en Selfyssingar unnu 2-0 sigur á Aftureldingu á JÁVERK-vellinum. Donna Kay Henry og Magdalena Anna Reimus skoruðu mörkin tvö í seinni hálfleik. Selfoss hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Fylki í 1. umferðinni. Þá gerðu KR og Þróttur markalaust jafntefli í botnslag á KR-vellinum. Þróttur hefur ekki enn skorað mark í deildinni eftir sex leiki en liðið er með tvö stig, líkt og KR. Afturelding vermir botnsætið með aðeins eitt stig.Fyrr í kvöld vann ÍBV 1-4 sigur á Fylki á útivelli.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fjórði sigur ÍBV í röð | Myndir ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn og vann 1-4 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 16. júní 2015 20:53 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Fjórði sigur ÍBV í röð | Myndir ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn og vann 1-4 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 16. júní 2015 20:53