Umfjöllun og viðtöl: KV - KR 1-7 | Pálmi Rafn með þrennu í stórsigri KR Ingvar Haraldsson skrifar 18. júní 2015 12:11 Vísir/Vilhelm KR var mun betra liðið í kvöld í fjörugum markaleik í Frostaskjólin í kvöld. Bjarni Guðjónsson þjálfari KR stilti upp sínu sterkasta liði enda hefur gengi liðsins verið brösótt að undanförnu. Hans menn komu tilbúnir til leiks og spiluðu af fullum krafti gegn nágrönnum sínum í KV. KR liðið var mun meira með boltann og tókst að opna vörn KV aftur og aftur. Leikmenn KV voru oftar en ekki langt frá sínum mönnum og í kjölfarið myndaðist mikið pláss milli miðju og varnar KV sem KR nýtti sér óspart. Þó var meira jafnræði með liðunum til að byrja með og lið KV komst nokkrum sinnum í álitlegar sóknir sem ekkert varð úr. Fyrsta mark KR kom á 13. mínútu þegar boltinn datt fyrir Óskar Örn Hauksson fyrir utan vítateig KV sem smellhitti boltann sem fór í stöngina og inn. Fljótlega eftir það tók lið KR öll völd á vellinum þar sem boltinn fór varla yfir á vallarhelming KR það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Pálmi Rafn Pálmason bætti við öðru markinu á 26. mínútu. Þá missti Hugi Jóhannesson, markvörður KV, boltann yfir sig eftir eftir hornspyrnu frá Jacobi Schoop. Boltinn hafnaði í stönginn og datt fyrir fætur Pálma Rafns sem skoraði af öryggi. Markaveislan hélt áfram þegar liðsfélagarnir Almarr Ormarsson og Jacob Schoop skoruðu mjög áþekk mörk á 33. og 35. mínútu. Stungusending inn fyrir vörnina hægra meginn og klárað framhjá Huga í markinu. Pálmi Rafn skoraði fimmta mark KR og annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks. Almarr Ormarsson var þar aleinn á hægri kantinum og gaf fastan bolta fyrir markið sem Pálma tókst að stýra boltanum í netið, 5-0, og ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir leikmenn KV í seinni hálfleik.KR slakaði á í seinni hálfleik Segja má að KR hafi aðeins slakað á í seinni hálfleik, sérstakalega þegar leið á hálfleikinn. Óskar Örn kom sínum mönnum þó í 6-0 á 54. mínútu eftir að hafa fengið tvö tækifæri til að klára eftir fyrirgjöf frá hægri kanti. Það var svo á 64. mínútu sem Þorsteinn Már Ragnarson var aleinn fyrir miðjum vallarhelmingi KV. Hann snéri með boltann við lappirnar og réðst til atlögu gegn vörn KV þar sem hann var felldur innan vítateigs. Pálmi Rafn skoraði af öryggi úr vítinu og staðan orðin 7-0. Undir lok leiks komust leikmenn KV aðeins betur inn í leikinn og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir enda KR komnir með marga leikmenn fram. Guðmundur Sigurðsson átti þeirra hættulegasta færi framan af þegar hann var við það að sleppa í gegn en skot hans fór framhjá. Það var svo á 84. mínútu sem fyrirliði KV, Jón Kári Ívarsson skoraði glæsilegt mark eftir langt innkast frá hægri kanti. Stúkan trylltist af fögnuði enda KV á heimavelli. Leiknum lauk 7-1 eftir mjög faglega frammistöðu bikarmeistararanna sem eru komnir áfram í 8-liða úrslit en KV er úr leik.Bjarni: Var ekki hræddur að tapa leiknumBjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var bara heilt yfir mjög ánægður með hana, bæði hvað varðar nálgun á leikinn og frammistöðu hjá strákunum. Úrslitin tala svolítið sínu máli. En eftir 4-5 mínútur og alveg til loka leiksins fannst mér vera kraftur og yfirvegun í liðinu sem við viljum sjá,“ segir Bjarni. Bjarni stillti upp sínu sterkasta liði í kvöld gegn KV, sem leikur tveimur deildum neðar. Bjarni sagðist þó ekki hafa verið hræddur um að tapa leiknum. „Við viljum aftur á móti ná árangri á þeim stöðum þar sem við erum að keppa. Úrslitin hafa verið þannig, ekki bara í deildinni heldur út um allt, og leikir geta dottið í allar áttir.“ Þjálfari KR sagði að leikurinn hafi ekki endilega verið auðveldur. „Það var ákveðið „challenge“ fyrir okkur, að spila við lið sem var tveimur deildum fyrir neðan okkur,“ sagði Bjarni og bætti við: „Við vildum sýna það að við getum mætt öllum.“ Bjarni var búinn að gera allar sínar þrjár breytingar snemma í seinni hálfleik. Hann sagðist þó ekki óttast að menn myndu meiðast. „Við vildum aftur á móti gefa ungu strákunum tækifæri á að spila,“ sagði Bjarni en Guðmundur Andri Tryggvason og Atli Hrafn Andrason komu inn á á 54. mínútu. Þeir leika báðir með 2. flokki KR og spiluðu vel í kvöld.Segir KR hafa spilað betur en í síðust leikjumPálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, skoraði þrjú mörk í kvöld. Hann segist sjá framfarir hjá sínu liði. „Við erum klárlega að spila betur en í síðustu leikjum. Við sýnum það með því að mæta af fullri alvöru þótt þetta sé á móti neðri deildar liði. „Bikarleikir eru allt öðruvísi en deildarleikir og við mætum vel stemmdir og klárum þetta af fullri alvöru,“ sagði Pálmi Pálmi sagðist sáttur með hvernig hann sjálfur og KR liðið í heild spilaði. „Ég var bara nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá mér og liðinu. Sigur og áfram í bikarnum og það er það sem við ætluðum okkur,“ sagði Pálmi Rafn.Leikmenn KV hræddir og stressaðirHjörvar Ólafsson, þjálfari KV, viðurkenndi að hans menn hefðu einfaldlega verið lélegra liðið í kvöld. „Við vorum undir í öllum atriðum knattspyrnunnar. Við vorum hræddir og stressaðir og þeir voru bara miklu betri en við í kvöld, sagði Hjörvar. Lið KV vann á eftir því sem leið á leikinn. Hjörvar segir að sínir menn eigi mikið inni. „Við sýndum á köflum að við getum gert margt en þeir voru hræddir og stressaðir svo ég held að við getum gert betur.“ Íslenski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
KR var mun betra liðið í kvöld í fjörugum markaleik í Frostaskjólin í kvöld. Bjarni Guðjónsson þjálfari KR stilti upp sínu sterkasta liði enda hefur gengi liðsins verið brösótt að undanförnu. Hans menn komu tilbúnir til leiks og spiluðu af fullum krafti gegn nágrönnum sínum í KV. KR liðið var mun meira með boltann og tókst að opna vörn KV aftur og aftur. Leikmenn KV voru oftar en ekki langt frá sínum mönnum og í kjölfarið myndaðist mikið pláss milli miðju og varnar KV sem KR nýtti sér óspart. Þó var meira jafnræði með liðunum til að byrja með og lið KV komst nokkrum sinnum í álitlegar sóknir sem ekkert varð úr. Fyrsta mark KR kom á 13. mínútu þegar boltinn datt fyrir Óskar Örn Hauksson fyrir utan vítateig KV sem smellhitti boltann sem fór í stöngina og inn. Fljótlega eftir það tók lið KR öll völd á vellinum þar sem boltinn fór varla yfir á vallarhelming KR það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Pálmi Rafn Pálmason bætti við öðru markinu á 26. mínútu. Þá missti Hugi Jóhannesson, markvörður KV, boltann yfir sig eftir eftir hornspyrnu frá Jacobi Schoop. Boltinn hafnaði í stönginn og datt fyrir fætur Pálma Rafns sem skoraði af öryggi. Markaveislan hélt áfram þegar liðsfélagarnir Almarr Ormarsson og Jacob Schoop skoruðu mjög áþekk mörk á 33. og 35. mínútu. Stungusending inn fyrir vörnina hægra meginn og klárað framhjá Huga í markinu. Pálmi Rafn skoraði fimmta mark KR og annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks. Almarr Ormarsson var þar aleinn á hægri kantinum og gaf fastan bolta fyrir markið sem Pálma tókst að stýra boltanum í netið, 5-0, og ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir leikmenn KV í seinni hálfleik.KR slakaði á í seinni hálfleik Segja má að KR hafi aðeins slakað á í seinni hálfleik, sérstakalega þegar leið á hálfleikinn. Óskar Örn kom sínum mönnum þó í 6-0 á 54. mínútu eftir að hafa fengið tvö tækifæri til að klára eftir fyrirgjöf frá hægri kanti. Það var svo á 64. mínútu sem Þorsteinn Már Ragnarson var aleinn fyrir miðjum vallarhelmingi KV. Hann snéri með boltann við lappirnar og réðst til atlögu gegn vörn KV þar sem hann var felldur innan vítateigs. Pálmi Rafn skoraði af öryggi úr vítinu og staðan orðin 7-0. Undir lok leiks komust leikmenn KV aðeins betur inn í leikinn og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir enda KR komnir með marga leikmenn fram. Guðmundur Sigurðsson átti þeirra hættulegasta færi framan af þegar hann var við það að sleppa í gegn en skot hans fór framhjá. Það var svo á 84. mínútu sem fyrirliði KV, Jón Kári Ívarsson skoraði glæsilegt mark eftir langt innkast frá hægri kanti. Stúkan trylltist af fögnuði enda KV á heimavelli. Leiknum lauk 7-1 eftir mjög faglega frammistöðu bikarmeistararanna sem eru komnir áfram í 8-liða úrslit en KV er úr leik.Bjarni: Var ekki hræddur að tapa leiknumBjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var bara heilt yfir mjög ánægður með hana, bæði hvað varðar nálgun á leikinn og frammistöðu hjá strákunum. Úrslitin tala svolítið sínu máli. En eftir 4-5 mínútur og alveg til loka leiksins fannst mér vera kraftur og yfirvegun í liðinu sem við viljum sjá,“ segir Bjarni. Bjarni stillti upp sínu sterkasta liði í kvöld gegn KV, sem leikur tveimur deildum neðar. Bjarni sagðist þó ekki hafa verið hræddur um að tapa leiknum. „Við viljum aftur á móti ná árangri á þeim stöðum þar sem við erum að keppa. Úrslitin hafa verið þannig, ekki bara í deildinni heldur út um allt, og leikir geta dottið í allar áttir.“ Þjálfari KR sagði að leikurinn hafi ekki endilega verið auðveldur. „Það var ákveðið „challenge“ fyrir okkur, að spila við lið sem var tveimur deildum fyrir neðan okkur,“ sagði Bjarni og bætti við: „Við vildum sýna það að við getum mætt öllum.“ Bjarni var búinn að gera allar sínar þrjár breytingar snemma í seinni hálfleik. Hann sagðist þó ekki óttast að menn myndu meiðast. „Við vildum aftur á móti gefa ungu strákunum tækifæri á að spila,“ sagði Bjarni en Guðmundur Andri Tryggvason og Atli Hrafn Andrason komu inn á á 54. mínútu. Þeir leika báðir með 2. flokki KR og spiluðu vel í kvöld.Segir KR hafa spilað betur en í síðust leikjumPálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, skoraði þrjú mörk í kvöld. Hann segist sjá framfarir hjá sínu liði. „Við erum klárlega að spila betur en í síðustu leikjum. Við sýnum það með því að mæta af fullri alvöru þótt þetta sé á móti neðri deildar liði. „Bikarleikir eru allt öðruvísi en deildarleikir og við mætum vel stemmdir og klárum þetta af fullri alvöru,“ sagði Pálmi Pálmi sagðist sáttur með hvernig hann sjálfur og KR liðið í heild spilaði. „Ég var bara nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá mér og liðinu. Sigur og áfram í bikarnum og það er það sem við ætluðum okkur,“ sagði Pálmi Rafn.Leikmenn KV hræddir og stressaðirHjörvar Ólafsson, þjálfari KV, viðurkenndi að hans menn hefðu einfaldlega verið lélegra liðið í kvöld. „Við vorum undir í öllum atriðum knattspyrnunnar. Við vorum hræddir og stressaðir og þeir voru bara miklu betri en við í kvöld, sagði Hjörvar. Lið KV vann á eftir því sem leið á leikinn. Hjörvar segir að sínir menn eigi mikið inni. „Við sýndum á köflum að við getum gert margt en þeir voru hræddir og stressaðir svo ég held að við getum gert betur.“
Íslenski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira