Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Afturelding 1-0 | Mark á fyrstu mínútu skaut Víkingi áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2015 21:45 Ólafur Þórðarson gat glaðst í leikslok. Vísir/Stefán Víkingar eru komnir í átta liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 1-0 sigur á 2. deildar liði Aftureldingar í Víkinni í kvöld. Eina mark leiksins skoraði Atli Fannar Jónsson fyrir Víkinga eftir 48 sekúndur en Mosfellingar vörðust annars mjög vel. Víkingar byrjuðu þetta á fallegri sókn sem endaði með snyrtilegri sendingu Tómasar Urbancic fyrir markið þar sem Atli þurfti ekkert annað að gera en að ýta boltanum yfir línuna. Tómas Ingi, strákur fæddur 1996, sem er á láni frá Reading byrjaði leikinn líkt og annar ungur Víkingur, Eiríkur Stefánsson. Hann þurfti þó frá að hverfa eftir ruddalega tæklingu í seinni hálfleik. Víkingar hefðu getað bætt við mörkum í fyrri hálfleik, en nokkrum sinnum fundu þeir leið í gegnum fimm manna varnarlínu Aftureldingar. Skotin voru þó ekki nógu góð og hafði markvörður gestanna lítið að gera þannig lagað í markinu. Afturelding varðist vel og beitti skyndisóknum sem ullu Víkingum stundum nokkrum vandræðum. Ein slík varð til eftir að Milos Zivkovic, miðvörður Víkings, rann á afturendann á miðjum vallarhelmingi heimamanna. Gestirnir stormuðu í sókn og endaði hún með því að Alan Lowing komst fyrir skot Sævars Freys Alexanderssonar í markteignum, en Skotinn datt síðan á boltann og handlék hann nokkuð augljóslega. Valdimar Pálsson, dómari, mat atvikið svo að líkamsstaða Lowings hefði verið eðlileg og því ekki hægt að dæma víti. Þetta útskýrði hann fyrir Mosfellingum eftir leikinn. Valdimar átti annars ömurlegan leik og voru bæði lið mjög svo eðlilega reið út í hann eftir leikinn. Afturelding spilaði nokkuð fast í seinni hálfleik og gaf Pepsi-deildar liðinu ekkert ókeypis. Nokkrar tæklingar liðsins voru myndarlegar í meira lagi en Valdimar refsaði annað hvort ekkert eða í mesta lagi með gulu spjaldi. Gestirnir hótuðu líka með fínum skotum og Einar Marteinsson, líklega besti maður vallarins, skallaði boltann yfir eftir aukaspyrnu inn á teiginn. Haukur Baldvinsson, leikmaður Víkings, fékk þó reisupassann í uppbótartíma þegar hann lenti í útistöðum við Mosfellingar og hrinti Þorgeiri Leó Pálssyni. Þorgeir var líka að nuddast í Hauki en fékk gult og Haukur rautt. Leikur Víkings var allt annað en sannfærandi en liðið verður engu að síður í pottinum þegar dregið verður á morgun. Afturelding má vera stolt af sinni frammistöðu, en með smá heppni hefði liðið getað náð sér í framlengingu.Úlfur Arnar: Ánægður að dómarinn útskýrði sitt mál "Við töluðum um það, að því lengur sem við héldum jöfnum myndu okkar líkur aukast. Það var samt ekki lagt upp með að fá á sig mark eftir 48 sekúndur," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi eftir leik. "Ég er samt stoltur af strákunum. Mörg lið hefðu bara gefist upp og látrið slátra sér en við héldum áfram og efldumst eftir því sem á leið leikinn." Afturelding vildi fá vítaspyrnu undir lok leiksins þegar Alan Lowing handlék boltann inn í teig. "Við vorum mjög óánægðir með að fá ekki vítið en dómarinn útskýrði hvað honum fannst. Ef við hefðum náð í framlengingu ellefu á móti tíu þá veit maður ekki hvað hefði gerst," sagði Úlfur. "Ég er ánægður með dómarann að koma til okkar og útskýra sitt mál eftir leik. Þetta er bara svona og vonandi fáum við bara gefinst víti seinna í sumar." Afturelding varðist vel í leiknum en sótti með stundum ágætis skyndisóknum. "Við settum aðeins meiri sóknaráherslur í gang í seinni hálfleik en við töluðum samt um það, að Víkingur væri ekki sáttur við að vinna okkur 1-0," sagði Úlfur Arnar. "Okkur fannst því við geta sótt með skyndisóknum. Við reyndum smám saman að setja meiri pressu en það var ekki fyrr en síðustu 10 mínúturnar sem við fórum aðeins að svindla í varnarleiknum," sagði Úlfur Arnar Jökulsson.Ólafur: Allir sigrar hjálpa sálinni "Ég er náttúrlega sáttur við sigurinn. Hann er það eina sem skiptir máli í bikarnum," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, við Vísi eftir nokkuð dapra frammistöðu sinna manna sem skilaði þó sigri. "Auðvitað vitum við samt að við getum gert betur. Ég held hinsvegar að skora mark svona snemma hafi slegið á fókusinn okkar." Víkingar fengu nokkur færi í fyrri hálfleik og þurftu ekki að gera leikinn jafnspennandi og raun bar vitni undir lokin. "Ég vildi drepa þetta í fyrri hálfleik en það tókst ekki. Við vorum að gefa mörgum strákum tækifæri sem hafa ekki verið að spila. Það verður stundum svolítið þannig þegar menn sem eru ekki í sínu besta formi eiga að spila 90 mínútur. Það sem skiptir máli er að við vinnum leikinn og erum áfram í bikarnum," sagði Ólafur sem gat gefið Hallgrími Mar Steingrímssyni sínar fyrstu mínútur í sumar í kvöld. "Það er alveg frábært. Það eru komnir sex mánuðir síðan hann spilaði síðast. Við höfum beðið lengi eftir að fá hann inn og vonandi styrkir hann liðið." Ólafur sagðist halda að Afturelding hefði átt að fá víti þegar Lowing datt á boltann en vildi þó meina að það væru ekki einu mistök dómarans. "Spurningin er sú: Hversu margir hjá þeim áttu að vera foknir út af í þessum leik? Ég er ekki viss um að þeir hefðu fengið þetta víti ef enginn þeirra hefði verið eftir inn á," sagði Ólafur. "Það voru þvílíkar ruddatæklingar í gangi. Eiríkur fer út af með takkaförin í hnénu og Dofri er klipptur niður við hliðarlínuna. Svo átti maðurinn sem byrjaði lætin í restina að fá rautt eins og Haukur. Að hann hafi einn farið út af er bara hlægilegt." Víkingar hafa ekki unnið deildarleik síðan í fyrstu umferð og nú lagt tvo 2. deildar lið í bikarnum naumlega. Hvað gera þessir sigrar fyrir liðið þó það sé ekki að spila vel? "Allir sigrar hjálpa sálinni í að styrkjast þannig þetta er bara gott," sagði Ólafur Þórðarson.mál. Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Víkingar eru komnir í átta liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 1-0 sigur á 2. deildar liði Aftureldingar í Víkinni í kvöld. Eina mark leiksins skoraði Atli Fannar Jónsson fyrir Víkinga eftir 48 sekúndur en Mosfellingar vörðust annars mjög vel. Víkingar byrjuðu þetta á fallegri sókn sem endaði með snyrtilegri sendingu Tómasar Urbancic fyrir markið þar sem Atli þurfti ekkert annað að gera en að ýta boltanum yfir línuna. Tómas Ingi, strákur fæddur 1996, sem er á láni frá Reading byrjaði leikinn líkt og annar ungur Víkingur, Eiríkur Stefánsson. Hann þurfti þó frá að hverfa eftir ruddalega tæklingu í seinni hálfleik. Víkingar hefðu getað bætt við mörkum í fyrri hálfleik, en nokkrum sinnum fundu þeir leið í gegnum fimm manna varnarlínu Aftureldingar. Skotin voru þó ekki nógu góð og hafði markvörður gestanna lítið að gera þannig lagað í markinu. Afturelding varðist vel og beitti skyndisóknum sem ullu Víkingum stundum nokkrum vandræðum. Ein slík varð til eftir að Milos Zivkovic, miðvörður Víkings, rann á afturendann á miðjum vallarhelmingi heimamanna. Gestirnir stormuðu í sókn og endaði hún með því að Alan Lowing komst fyrir skot Sævars Freys Alexanderssonar í markteignum, en Skotinn datt síðan á boltann og handlék hann nokkuð augljóslega. Valdimar Pálsson, dómari, mat atvikið svo að líkamsstaða Lowings hefði verið eðlileg og því ekki hægt að dæma víti. Þetta útskýrði hann fyrir Mosfellingum eftir leikinn. Valdimar átti annars ömurlegan leik og voru bæði lið mjög svo eðlilega reið út í hann eftir leikinn. Afturelding spilaði nokkuð fast í seinni hálfleik og gaf Pepsi-deildar liðinu ekkert ókeypis. Nokkrar tæklingar liðsins voru myndarlegar í meira lagi en Valdimar refsaði annað hvort ekkert eða í mesta lagi með gulu spjaldi. Gestirnir hótuðu líka með fínum skotum og Einar Marteinsson, líklega besti maður vallarins, skallaði boltann yfir eftir aukaspyrnu inn á teiginn. Haukur Baldvinsson, leikmaður Víkings, fékk þó reisupassann í uppbótartíma þegar hann lenti í útistöðum við Mosfellingar og hrinti Þorgeiri Leó Pálssyni. Þorgeir var líka að nuddast í Hauki en fékk gult og Haukur rautt. Leikur Víkings var allt annað en sannfærandi en liðið verður engu að síður í pottinum þegar dregið verður á morgun. Afturelding má vera stolt af sinni frammistöðu, en með smá heppni hefði liðið getað náð sér í framlengingu.Úlfur Arnar: Ánægður að dómarinn útskýrði sitt mál "Við töluðum um það, að því lengur sem við héldum jöfnum myndu okkar líkur aukast. Það var samt ekki lagt upp með að fá á sig mark eftir 48 sekúndur," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi eftir leik. "Ég er samt stoltur af strákunum. Mörg lið hefðu bara gefist upp og látrið slátra sér en við héldum áfram og efldumst eftir því sem á leið leikinn." Afturelding vildi fá vítaspyrnu undir lok leiksins þegar Alan Lowing handlék boltann inn í teig. "Við vorum mjög óánægðir með að fá ekki vítið en dómarinn útskýrði hvað honum fannst. Ef við hefðum náð í framlengingu ellefu á móti tíu þá veit maður ekki hvað hefði gerst," sagði Úlfur. "Ég er ánægður með dómarann að koma til okkar og útskýra sitt mál eftir leik. Þetta er bara svona og vonandi fáum við bara gefinst víti seinna í sumar." Afturelding varðist vel í leiknum en sótti með stundum ágætis skyndisóknum. "Við settum aðeins meiri sóknaráherslur í gang í seinni hálfleik en við töluðum samt um það, að Víkingur væri ekki sáttur við að vinna okkur 1-0," sagði Úlfur Arnar. "Okkur fannst því við geta sótt með skyndisóknum. Við reyndum smám saman að setja meiri pressu en það var ekki fyrr en síðustu 10 mínúturnar sem við fórum aðeins að svindla í varnarleiknum," sagði Úlfur Arnar Jökulsson.Ólafur: Allir sigrar hjálpa sálinni "Ég er náttúrlega sáttur við sigurinn. Hann er það eina sem skiptir máli í bikarnum," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, við Vísi eftir nokkuð dapra frammistöðu sinna manna sem skilaði þó sigri. "Auðvitað vitum við samt að við getum gert betur. Ég held hinsvegar að skora mark svona snemma hafi slegið á fókusinn okkar." Víkingar fengu nokkur færi í fyrri hálfleik og þurftu ekki að gera leikinn jafnspennandi og raun bar vitni undir lokin. "Ég vildi drepa þetta í fyrri hálfleik en það tókst ekki. Við vorum að gefa mörgum strákum tækifæri sem hafa ekki verið að spila. Það verður stundum svolítið þannig þegar menn sem eru ekki í sínu besta formi eiga að spila 90 mínútur. Það sem skiptir máli er að við vinnum leikinn og erum áfram í bikarnum," sagði Ólafur sem gat gefið Hallgrími Mar Steingrímssyni sínar fyrstu mínútur í sumar í kvöld. "Það er alveg frábært. Það eru komnir sex mánuðir síðan hann spilaði síðast. Við höfum beðið lengi eftir að fá hann inn og vonandi styrkir hann liðið." Ólafur sagðist halda að Afturelding hefði átt að fá víti þegar Lowing datt á boltann en vildi þó meina að það væru ekki einu mistök dómarans. "Spurningin er sú: Hversu margir hjá þeim áttu að vera foknir út af í þessum leik? Ég er ekki viss um að þeir hefðu fengið þetta víti ef enginn þeirra hefði verið eftir inn á," sagði Ólafur. "Það voru þvílíkar ruddatæklingar í gangi. Eiríkur fer út af með takkaförin í hnénu og Dofri er klipptur niður við hliðarlínuna. Svo átti maðurinn sem byrjaði lætin í restina að fá rautt eins og Haukur. Að hann hafi einn farið út af er bara hlægilegt." Víkingar hafa ekki unnið deildarleik síðan í fyrstu umferð og nú lagt tvo 2. deildar lið í bikarnum naumlega. Hvað gera þessir sigrar fyrir liðið þó það sé ekki að spila vel? "Allir sigrar hjálpa sálinni í að styrkjast þannig þetta er bara gott," sagði Ólafur Þórðarson.mál.
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira