Nýútskrifuð hetja KA-manna: Búinn að vera góður sólarhringur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. júní 2015 23:19 Nýstúdentinn Ævar Ingi. vísir/stefán „Þetta er búinn að vera góður sólarhringur,“ sagði markaskorarinn Ævar Ingi Jóhannesson í lok leiks en í gær útskrifaðist hann sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. „Ég fór aðeins fyrr heim en vinir mínir og í aðeins betra standi en þeir og það borgaði sig í dag.“Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - KA 0-1. „Við lögðum upp með að vera aftarlega en pressa aðeins á þá svo þeir væru ekki of mikið með boltann því það vita allir hvað Blikarnir geta gert. Við vissum að við fengjum alltaf okkar færi svo við ákváðum að reyna að halda núllinu sem lengst og planið gekk upp í dag.“ KA menn hafa ekki byrjað jafn vel í fyrstu deildinni og menn vonuðust eftir en liðinu var spáð mjög góðu gengi í upphafi móts. „Síðustu tveir leikir hafa verið vonbrigði og við vildum koma hingað til að sýna úr hverju við erum gerðir. Vonandi gefur sigurinn okkur byr undir báða vængi.“ Ævar skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik framlengingarinnar en fram að því hafði hann hlaupið nær þindarlaust upp og niður hægri vænginn á eftir Kristni Jónssyni. Skömmu eftir markið var honum skipt út af enda dauðþreyttur. „Kiddi,“ sagði Ævar og hikaði örlítið til að andvarpa, „hann hleypur mjög mikið. Það nær vonlaust að spila á móti honum.“ „Ég sá bara að Dóri var allt í einu kominn út á kannt og það gerist eiginlega aldrei. Ég ákvað að taka strauið á nær og hann smellhitti hausinn á mér.“ Unglingalandsliðsmaðurinn hefur lokið námi á Akureyri en það hefur oft loðað við leikmenn að norðan að leita suður að loknu stúdentsprófi. Aðspurður segist Ævar ekki hafa hugmynd um hvað tekur við. „Það kemur bara í ljós. Ég veit allavega að mig langar í heimaleik í bikarnum. Er það ekki klisjan?“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
„Þetta er búinn að vera góður sólarhringur,“ sagði markaskorarinn Ævar Ingi Jóhannesson í lok leiks en í gær útskrifaðist hann sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. „Ég fór aðeins fyrr heim en vinir mínir og í aðeins betra standi en þeir og það borgaði sig í dag.“Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - KA 0-1. „Við lögðum upp með að vera aftarlega en pressa aðeins á þá svo þeir væru ekki of mikið með boltann því það vita allir hvað Blikarnir geta gert. Við vissum að við fengjum alltaf okkar færi svo við ákváðum að reyna að halda núllinu sem lengst og planið gekk upp í dag.“ KA menn hafa ekki byrjað jafn vel í fyrstu deildinni og menn vonuðust eftir en liðinu var spáð mjög góðu gengi í upphafi móts. „Síðustu tveir leikir hafa verið vonbrigði og við vildum koma hingað til að sýna úr hverju við erum gerðir. Vonandi gefur sigurinn okkur byr undir báða vængi.“ Ævar skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik framlengingarinnar en fram að því hafði hann hlaupið nær þindarlaust upp og niður hægri vænginn á eftir Kristni Jónssyni. Skömmu eftir markið var honum skipt út af enda dauðþreyttur. „Kiddi,“ sagði Ævar og hikaði örlítið til að andvarpa, „hann hleypur mjög mikið. Það nær vonlaust að spila á móti honum.“ „Ég sá bara að Dóri var allt í einu kominn út á kannt og það gerist eiginlega aldrei. Ég ákvað að taka strauið á nær og hann smellhitti hausinn á mér.“ Unglingalandsliðsmaðurinn hefur lokið námi á Akureyri en það hefur oft loðað við leikmenn að norðan að leita suður að loknu stúdentsprófi. Aðspurður segist Ævar ekki hafa hugmynd um hvað tekur við. „Það kemur bara í ljós. Ég veit allavega að mig langar í heimaleik í bikarnum. Er það ekki klisjan?“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira