Formúla 1

Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Vettel veitir ekkert af smá auka afli í baráttunni við Mercedes menn.
Sebastian Vettel veitir ekkert af smá auka afli í baráttunni við Mercedes menn. Vísir/Getty
Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta.

Ferrari hafði þegar gefið í skyn að liðið ætlaði sér að uppfæra vél sína fyrir kanadíska kappaksturinn sem fram fer næstu helgi.

„Við munum ekki nota skammtana fyrir Kanada. Ekki spyrja mig hvenær við munum nota þá, ég vil halda því leyndu fyrir Þjóðverjunum (Mercedes),“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari.

Hins vegar hefur komið í ljós í skjali sem dreift var til liðanna í vikunni að Ferrari hefði notað þrjá skammta af tíu. Einnig kom fram að Honda hefði notað tvo af sínum níu.

Orð Arrivabene má túlka sem einhversskonar blekkingarleik. Líklegra er þó að hann sé að segja satt og að liðið hafi uppfært vél sína en muni ekki nota hana fyrr en eftir keppnina í Kanada.

Honda er talið stefna á stóra uppfærslu fyrir austurríska kappaksturinn sem er næstur á eftir þeim kanadíska. Báðar brautir henta vel aflmiklum bílum.

Skammtana mega liðin nota til að auka getu véla sinna en áreiðanleiki og öryggi falla þar utan og eru því ekki hluti af skammtakerfinu.

Hversu margir skammtar eru eftir:

Renault: 12

Ferrari: 7

Honda: 7

Mercedes: 7


Tengdar fréttir

Nýtt útlit hjá McLaren

McLaren liðið hefur birt myndir af nýju útliti Formúlu 1 bíl sínum. Liðið vonar að nýja útlitið veiti því meðbyrinn sem það vantar.

Bílskúrinn: Mercedes með martraðir

Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti.

Eldsneytisáfylling snýr aftur í Formúlu 1

Uppkast af stefnubreytingu hefur verið samþykkt af skipulagshópi Formúlu 1 liða á fundi í gær. Meðal breytinga er að eldsneytisáfyllingar snúa aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×