Erlent

Harðir bardagar í Úkraínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
vísir/epa
Harðir bardagar geisuðu í nótt á milli stjórnarhersins í Úkraínu og uppreisnarhópa í austurhluta landsins sem eru hliðhollir Rússum. Notast var við þungavopn og skriðdreka í átökunum sem fram fóru í tveimur bæjum í úthverfum Donetsk, sem er á valdi uppreisnarmanna.

Bæirnir hafa hinsvegar verið á valdi stjórnarhersins og segja talsmenn hans að uppreisnarmennirnir hafi gert árásir á þá í gær og að það sé klárt brot á því brothætta vopnahléi sem verið hefur í landinu frá því í febrúar á síðasta ári.

Fréttamaður BBC á svæðinu segir að átökin séu þau harðvítugustu frá því skrifað var undir vopnahléssamningana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×