Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 3-0 | Loksins heimasigur hjá Val gegn KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júní 2015 21:30 Pedersen var frábær í liði Vals. vísir/stefán Valsmenn brutu blað í stuttri sögu Vodafone-vallarins í kvöld þegar liðið vann erkifjendur sína í KR, 3-0, í sjöundu umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn hafði Valur aldrei unnið KR á Vodafone-vellinum í átta tilraunum í deild og bikar; tapað sjö leikjum og gert eitt jafntefli. Valsmenn voru staðráðnir í að breyta því í kvöld og komu virkilega grimmir til leiks. Þeir straujuðu Pálma Rafn Pálmason eftir aðeins 30 sekúndur og létu vita hvað væri í vændum. Valsmenn spiluðu mjög fast í kvöld sem fór svolítið í taugarnar á KR-ingum. KR-ingar mættu heimamönnum engan veginn í baráttunni. Þeir voru meira með boltann en Valsmenn lágu til baka og beittu eitruðum skyndisóknum. Valur komst yfir á sjöttu mínútu þegar Patrick Pedersen skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur. Rasmus Christiansen, samlandi hans í KR-vörninni, gerðist brotlegur, en Rasmus átti mjög dapran leik í kvöld. Pedersen var aftur á móti frábær. Þessi snaggaralegi Dani virðist ekkert heljarmenni, en hann lætur heldur betur finna fyrir sér á vellinum og vinnur fyrsta einvígið ótrúlega oft. Það gerði hann einmitt í byrjun seinni hálfleiks þegar hann stakk sér á boltann á undan Stefáni Loga Magnússyni og skoraði eftir fyrirgjöf Bjarna Ólafs Eiríkssonar. Varamaðurinn Haukur Ásberg Hilmarsson skoraði þriðja markið í uppbótartíma þegar hann slapp einn í gegn, en lítið var um varnir síðustu mínúturnar hjá KR þar sem liðið gerði hvað það reyndi til að skora. Valur hafði svör við öllu sem KR bauð upp á í dag. Þó gestirnir væru meira með boltann sköpuðu þeir sér lítið af færum. Fyrirgjafirnir voru óteljandi og hornin tólf á móti einu, en inn vildi boltinn ekki. Ingvar Þór Kale átti teiginn í dag og varði allt sem á markið kom, en hann er heldur betur að komast betur í sitt rétta form eftir erfiða byrjun. Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik breytti Bjarni í þriggja manna varnarlínu til að auka kraftinn í sókninni, en það skipti engu hvað Vesturbæjarliðið reyndi. Varnarlína Vals, með Thomas Christiansen fremstan í flokki, var í stuði í dag. Tapið er enginn heimsendir fyrir KR enda liðið að ljúka fjögurra leikja sigurhrinu í deildinni. Valur aftur á mótið búið að vinna tvo leiki í röð og vinna bæði FH og KR á heimavelli. Það eru jákvæðir hlutir að gerast hjá þessu Valsliði sem á eftir að gera góða hluti það sem eftir lifir móts ef það spilar eins og í kvöld.Ólafur: KR-ingar mjög slakir án boltans "Það var mikið pláss fyrir aftan vörn KR og við nýttum okkur það," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við Vísi um sigurinn í kvöld. Honum finnst lítið til KR-liðsins koma þegar það er ekki með boltann. "Við ætluðum að verjast vel og vera þolinmóðir. Við vissum það, að KR finnst gaman að hafa boltann, en KR-ingum finnst ekki gaman í fótbolta þegar þeir eru ekki með boltann. Þá eru þeir mjög slakir," sagði Ólafur. Ólafur er ánægður með frammistöðu Valsliðsins til þessa, en liðið er komið með ellefu stig og búið að vinna þrjá leiki í röð í deild og bikar. "Við erum búnir að spila ágætis mót framan af. Við erum búnir að vinna þessa leiki og það er mjög gott. Það er samt mikið eftir," sagði hann. "Það er skemmtilegra og betra að vinna. Það er góð liðsheild í Val og frábærir fótboltamenn," sagði Ólafur Jóhannesson.Patrick: Ég er sjóðheitur "Þetta var erfitt. Við börðumst fyrir hverjum bolta og vorum mjög þéttir. Þetta var góð frammistaða," sagði tveggja marka maðurinn Patrick Pedersen, við Vísi. Hann skoraði þrennu í bikarnum í vikunni og tvö mörk í dag. "Ég er sjóðheitur. Það er gott að skora mörk. Það er mín atvinna að skora. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Daninn. Valur er nú bæði búið að vinna FH og KR á heimavelli með markatöluna 5-0. "Við undirbúum okkur vel fyrir stóru leikina og erum sterkir á heimavelli sem er gott," sagði Pedersen. "Við verðum að halda svona áfram því það er mikið af erfiðum leikjum eftir. Við verðum að halda áfram á sömu braut." Markmið sumarsins er hvað? "Vonandi náum við Evrópusæti. Það væri gaman en verður erfitt," sagði Patrick Pedersen.Bjarni: Þýðir ekkert að grenja Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var eðlilega svekktur með úrslitin í kvöld enda sigurhrina hans manna á enda. "Við urðum einfaldlega undir í baráttunni. Það sem fylgir svo þar á eftir er, að sendingar verða lélegar, fyrsta snerting er léleg og við sköpum okkur fá færi," sagði Bjarni. "Allt er þetta undanfari þess að við verðum undir Valsliðinu í baráttunni og því fór sem fór." Valsmenn voru mjög harðir frá fyrstu mínútu og straujuðu Pálma Rafn Pálmason niður eftir aðeins 30 sekúndur. "Þetta er það sem lið eru farin að gera. Þau ráðast á okkar bestu leikmenn og ætla að taka þá út úr leiknum," sagði Bjarni. "Við höfum lent í þessu í síðustu leikjum. Þetta er ekki skemmtileg taktík og eitthvað sem dómarar þurfa að hugsa um ef þetta er leiðin að komast í gegnum okkur." "En við verðum bara að taka á móti þessu. Það þýðir ekkert að grenja yfir þessu. Við verðum að vera ofan á í baráttunni ef við ætlum að vinna leiki." KR-liðið skapaði sér ekki mikið í leiknum sem Bjarni var óánægður með enda liðið mikið með boltann. "Við vildum fá fleiri fyrirgjafir og betri. Við fjölguðum í framherjastöðunum en Valsliðið er hörkugott og spilaði sterkan varnarleik með Danann fyrir miðju sem bindur þetta saman. Hingað er ekkert létt að koma og við vissum það fyrir leikinn," sagði Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Valsmenn brutu blað í stuttri sögu Vodafone-vallarins í kvöld þegar liðið vann erkifjendur sína í KR, 3-0, í sjöundu umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn hafði Valur aldrei unnið KR á Vodafone-vellinum í átta tilraunum í deild og bikar; tapað sjö leikjum og gert eitt jafntefli. Valsmenn voru staðráðnir í að breyta því í kvöld og komu virkilega grimmir til leiks. Þeir straujuðu Pálma Rafn Pálmason eftir aðeins 30 sekúndur og létu vita hvað væri í vændum. Valsmenn spiluðu mjög fast í kvöld sem fór svolítið í taugarnar á KR-ingum. KR-ingar mættu heimamönnum engan veginn í baráttunni. Þeir voru meira með boltann en Valsmenn lágu til baka og beittu eitruðum skyndisóknum. Valur komst yfir á sjöttu mínútu þegar Patrick Pedersen skoraði úr víti sem hann fiskaði sjálfur. Rasmus Christiansen, samlandi hans í KR-vörninni, gerðist brotlegur, en Rasmus átti mjög dapran leik í kvöld. Pedersen var aftur á móti frábær. Þessi snaggaralegi Dani virðist ekkert heljarmenni, en hann lætur heldur betur finna fyrir sér á vellinum og vinnur fyrsta einvígið ótrúlega oft. Það gerði hann einmitt í byrjun seinni hálfleiks þegar hann stakk sér á boltann á undan Stefáni Loga Magnússyni og skoraði eftir fyrirgjöf Bjarna Ólafs Eiríkssonar. Varamaðurinn Haukur Ásberg Hilmarsson skoraði þriðja markið í uppbótartíma þegar hann slapp einn í gegn, en lítið var um varnir síðustu mínúturnar hjá KR þar sem liðið gerði hvað það reyndi til að skora. Valur hafði svör við öllu sem KR bauð upp á í dag. Þó gestirnir væru meira með boltann sköpuðu þeir sér lítið af færum. Fyrirgjafirnir voru óteljandi og hornin tólf á móti einu, en inn vildi boltinn ekki. Ingvar Þór Kale átti teiginn í dag og varði allt sem á markið kom, en hann er heldur betur að komast betur í sitt rétta form eftir erfiða byrjun. Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik breytti Bjarni í þriggja manna varnarlínu til að auka kraftinn í sókninni, en það skipti engu hvað Vesturbæjarliðið reyndi. Varnarlína Vals, með Thomas Christiansen fremstan í flokki, var í stuði í dag. Tapið er enginn heimsendir fyrir KR enda liðið að ljúka fjögurra leikja sigurhrinu í deildinni. Valur aftur á mótið búið að vinna tvo leiki í röð og vinna bæði FH og KR á heimavelli. Það eru jákvæðir hlutir að gerast hjá þessu Valsliði sem á eftir að gera góða hluti það sem eftir lifir móts ef það spilar eins og í kvöld.Ólafur: KR-ingar mjög slakir án boltans "Það var mikið pláss fyrir aftan vörn KR og við nýttum okkur það," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við Vísi um sigurinn í kvöld. Honum finnst lítið til KR-liðsins koma þegar það er ekki með boltann. "Við ætluðum að verjast vel og vera þolinmóðir. Við vissum það, að KR finnst gaman að hafa boltann, en KR-ingum finnst ekki gaman í fótbolta þegar þeir eru ekki með boltann. Þá eru þeir mjög slakir," sagði Ólafur. Ólafur er ánægður með frammistöðu Valsliðsins til þessa, en liðið er komið með ellefu stig og búið að vinna þrjá leiki í röð í deild og bikar. "Við erum búnir að spila ágætis mót framan af. Við erum búnir að vinna þessa leiki og það er mjög gott. Það er samt mikið eftir," sagði hann. "Það er skemmtilegra og betra að vinna. Það er góð liðsheild í Val og frábærir fótboltamenn," sagði Ólafur Jóhannesson.Patrick: Ég er sjóðheitur "Þetta var erfitt. Við börðumst fyrir hverjum bolta og vorum mjög þéttir. Þetta var góð frammistaða," sagði tveggja marka maðurinn Patrick Pedersen, við Vísi. Hann skoraði þrennu í bikarnum í vikunni og tvö mörk í dag. "Ég er sjóðheitur. Það er gott að skora mörk. Það er mín atvinna að skora. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Daninn. Valur er nú bæði búið að vinna FH og KR á heimavelli með markatöluna 5-0. "Við undirbúum okkur vel fyrir stóru leikina og erum sterkir á heimavelli sem er gott," sagði Pedersen. "Við verðum að halda svona áfram því það er mikið af erfiðum leikjum eftir. Við verðum að halda áfram á sömu braut." Markmið sumarsins er hvað? "Vonandi náum við Evrópusæti. Það væri gaman en verður erfitt," sagði Patrick Pedersen.Bjarni: Þýðir ekkert að grenja Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var eðlilega svekktur með úrslitin í kvöld enda sigurhrina hans manna á enda. "Við urðum einfaldlega undir í baráttunni. Það sem fylgir svo þar á eftir er, að sendingar verða lélegar, fyrsta snerting er léleg og við sköpum okkur fá færi," sagði Bjarni. "Allt er þetta undanfari þess að við verðum undir Valsliðinu í baráttunni og því fór sem fór." Valsmenn voru mjög harðir frá fyrstu mínútu og straujuðu Pálma Rafn Pálmason niður eftir aðeins 30 sekúndur. "Þetta er það sem lið eru farin að gera. Þau ráðast á okkar bestu leikmenn og ætla að taka þá út úr leiknum," sagði Bjarni. "Við höfum lent í þessu í síðustu leikjum. Þetta er ekki skemmtileg taktík og eitthvað sem dómarar þurfa að hugsa um ef þetta er leiðin að komast í gegnum okkur." "En við verðum bara að taka á móti þessu. Það þýðir ekkert að grenja yfir þessu. Við verðum að vera ofan á í baráttunni ef við ætlum að vinna leiki." KR-liðið skapaði sér ekki mikið í leiknum sem Bjarni var óánægður með enda liðið mikið með boltann. "Við vildum fá fleiri fyrirgjafir og betri. Við fjölguðum í framherjastöðunum en Valsliðið er hörkugott og spilaði sterkan varnarleik með Danann fyrir miðju sem bindur þetta saman. Hingað er ekkert létt að koma og við vissum það fyrir leikinn," sagði Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira