„Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. júní 2015 14:00 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/gva Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. Áætlun vegna hennar var kynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Í viðtölum á RÚV að loknum fundinum voru ráðherrarnir spurðir út í forsíðufréttina þar sem mikla athygli vakti að þing var kallað óvænt saman í gærkvöldi. Á fundinum var samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um fjármagnshöft áður en að frumvarpið sem kynnt var í dag verður að lögum. Bjarni sagði það ekki rétt að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á framvindu mála enda væru það í sjálfu sér ekki nýjar fréttir að það ætti að leggja á stöðugleikaskatt.Frumvarpið löngu tilbúið Sigmundur sagði það svo „tóma vitleysu“ að fréttin hafi haft eitthvað um málið að segja. Frumvarpið hafi verið tilbúið „fyrir löngu“ og að ríkisstjórnin hafi einfaldlega einsett sér að hafa frumvörpin eins nálægt hvort öðru í tíma og hægt væri. Þar af leiðandi hafi þing þurft að koma saman í gær þar sem kynna skyldi frumvarp um stöðugleikaskatt í dag. Þetta sé því allt samkvæmt áætlun.Tekur undir orð Steingríms um leka í DV Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi taka að öllu leyti undir orð Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær um að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöft vegna leka í DV um stöðugleikaskattinn. Vísaði Steingrímur, máli sínu til stuðnings, í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem kom á fund efnahags-og viðskiptanefndar í gær. „Við lákum ekki,” sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,” sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. Áætlun vegna hennar var kynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Í viðtölum á RÚV að loknum fundinum voru ráðherrarnir spurðir út í forsíðufréttina þar sem mikla athygli vakti að þing var kallað óvænt saman í gærkvöldi. Á fundinum var samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um fjármagnshöft áður en að frumvarpið sem kynnt var í dag verður að lögum. Bjarni sagði það ekki rétt að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á framvindu mála enda væru það í sjálfu sér ekki nýjar fréttir að það ætti að leggja á stöðugleikaskatt.Frumvarpið löngu tilbúið Sigmundur sagði það svo „tóma vitleysu“ að fréttin hafi haft eitthvað um málið að segja. Frumvarpið hafi verið tilbúið „fyrir löngu“ og að ríkisstjórnin hafi einfaldlega einsett sér að hafa frumvörpin eins nálægt hvort öðru í tíma og hægt væri. Þar af leiðandi hafi þing þurft að koma saman í gær þar sem kynna skyldi frumvarp um stöðugleikaskatt í dag. Þetta sé því allt samkvæmt áætlun.Tekur undir orð Steingríms um leka í DV Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi taka að öllu leyti undir orð Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær um að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöft vegna leka í DV um stöðugleikaskattinn. Vísaði Steingrímur, máli sínu til stuðnings, í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem kom á fund efnahags-og viðskiptanefndar í gær. „Við lákum ekki,” sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,” sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27