Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 ingvar haraldsson skrifar 9. júní 2015 09:47 Kröfuhafar hafa lagt til að Arion banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016. vísir Fjármálaráðuneytið hefur birt bréf frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þær eru tilbúnar að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem þar kemur fram er að kröfuhafar skuldbindi sig til að Arion banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Framkvæmdahópur um afnám hafta hefur fallist á tillögur kröfuhafanna en til þess að tillögurnar verði að veruleika þarfa að samþykkja þær á kröfuhafafundum körfuhafa föllnu bankanna. Þá kemur einnig fram að kröfuhafar séu tilbúnir að gera með sér hagnaðarskiptasamning við stjórnvöld sem feli í sér eftirfarandi: Í tilfelli Íslandsbanka skuli afkoman skiptast með eftirfarandi hætti: (i) Afkoma á bilinu umfram 85 til 119 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda. (ii) Afkoma umfram 119 milljarða allt að 136 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda. (iii) Afkoma umfram 136 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda. Í tilfelli Kaupþings skuli afkoman skiptast með eftirfarandi hætti: (i) Afkoma á bilinu umfram 100 til 140 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda. (ii) Afkoma umfram 119 milljarða allt að 136 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda. (iii) Afkoma umfram 136 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda. Hér að neðan má sjá erindi kröfuhafa föllnu bankanna í heild sinni:Erindi kröfuhafa KaupþingsA. Afsal eigna og lágmörkun framtíðaráhættu gagnvart greiðslujöfnuði1. Útgáfa skuldabréfs til íslenskra stjórnvalda að fjárhæð 84 milljarðar króna til þriggja ára. Skuldabréfið ber 5,5% vexti. Umframkrónustaða Kaupthings er greidd inn á skuldabréfið með fjársópsákvæði ársfjórðungslega. Skuldabréfið er veðtryggt og skal veðhlutfall ávallt nema að minnsta kosti 115% af höfuðstóli. Heimilt er að draga frá allt að 5 milljarða af skuldabréfinu á líftíma þess, enda sé um að ræða kostnað sem sannanlega hafi verið stofnað til á Íslandi við rekstur Kaupthings og vegna lágmarksgreiðslna til innlendra kröfuhafa. Undir frádráttarheimildina falla ekki hvatagreiðslur og skal allur innlendur kostnaður staðfestur af endurskoðanda Kaupthings. 2. Framsal krafna Kaupthings á hendur innlendum aðilum sem og eignarhluta í innlendum félögum og öðrum eignum. Um er að ræða verðmæti að nafnverði 114,8 milljarða en bókfært virði þeirra nemur um 14,4 milljörðum. Hluti þessara eigna verður endugreiddur í erlendri mynt. Þær eignir sem ekki er unnt að framselja, svo sem ágreiningskröfur við innlenda aðila, eru framseldar á grundvelli fjársópsákvæðis sem rennur til stjórnvalda ef mismunurinn á tildæmdum kröfum og töpuðum ágreiningsmálum verður á tímabilinu. 3. Kröfuhafar Kaupthings munu beita sér fyrir því að Arion banki hf. verði settur í sölumeðferð og seldur fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar. Kröfuhafar Kaupthings munu styðja gerð hagnaðarskiptasamning við stjórnvöld vegna eignarhlutar í Arion banka hf. þannig að skipting allrar fjárhagslegrar afkomu af bankanum renni til stjórnvalda í eftirfarandi hlutföllum, (i) afkoma á bilinu umfram 100 til 140 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda, (ii) afkoma umfram 140 milljarða allt að 160 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda og (iii) afkoma umfram 160 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda.B. Langtímafjárfestingar4. Kaupthing mun endurfjármagna fyrirgreiðslu stjórnvalda til Arion banka hf. í erlendri mynt og bjóða Arion banka hf. að umbreyta þeirri skuld í alþjóðlega viðurkennd fjármögnunarbréf samkvæmt EMTN fjármögnunarramma á markaðskjörum, með gjalddaga að lágmarki 7 árum liðnum frá útgáfu. Um er að ræða um 55,1 ma. króna. Þá mun Kaupthing bjóðast til að skuldbreyta innstæðum sínum í erlendri mynt Arion banka hf. að fjárhæð um 43,8ma í samskonar útgáfu á markaðskjörum.Erindi kröfuhafa Glitnis1. Tillaga kröfuhafa Glitnis hefur það að markmiði að hlutleysa greiðslujafnaðaráhrif af skuldaskilum Glitnis. Forsendur kröfuhafa Glitnis byggja á upplýsingum eins og þær voru aðgengilegar þeim 8. júní og kunna að taka breytingum í þeim tilgangi að ná framangreindu markmiði.A. Afsal eigna og lágmörkun framtíðaráhættu gagnvart greiðslujöfnuði2. Greiðsla um 58ma í reiðufé. Heimilt er að draga frá allt að 5 milljarða, enda sé um að ræða kostnað sem sannanlega hafi verið stofnað til á Íslandi við rekstur Glitnis hf. og vegna lágmarksgreiðslna til innlendra kröfuhafa. Undir frádráttarheimildina falla ekki hvatagreiðslur og skal allur innlendur kostnaður staðfestur af endurskoðanda Glitnis. 3. Framsal krafna og annarra réttinda á hendur innlendum aðilum að bókfærðu virði um 59ma sem eru að nafnverði hátt í 200ma. Kröfur sem ekki er unnt að framselja verða framseldir með sama hætti og kröfuhafar Kaupthings áætla. 4. Útgáfa skilyrts veðtryggðs skuldabréfs að fjárhæð 119ma til þriggja ára. Skuldabréfið ber 5.5% vexti. Greiðsluákvæði við eignasölu í krónum fyrir gjalddaga. Skuldabréfið er veðtryggt og skal veðhlutfall ávallt nema að minnsta kosti 115% af höfuðstóli hverju sinni. 5. Kröfuhafar Glitnis munu beita sér fyrir því að Íslandsbanki hf. verði settur í sölumeðferð og seldur fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar. Bankinn verður ekki seldur ef mat óháðs alþjóðalega viðurkennds fjárfestingarbanka sýnir að söluverð undir 90% af áætluðu verðmati. 6. Verði Íslandsbanki seldur til innlendra aðila skal skipta afkomu milli stjórnvalda og Glitnis með eftirfarandi hætti: (i) afkoma á bilinu umfram 85 til 119 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda, (ii) afkoma umfram 119 milljarða allt að 136 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda og (iii) afkoma umfram 136 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda. 7. Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans miðað við skráð evru 5. júní 2015. Þó skal við erlenda skal eigið fé bankans umfram 23% eiginfjárhlutfall renna að öllu leyti til stjórnvalda. Stjórnvöld geta gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð.B. Langtímafjárfestingar8. Kröfuhafar Glitnis munu beita sér fyrir því að innlán Glitnis í erlendri mynt í innlendum bönkum verði endurfjármögnum samkvæmt EMTN útgáfuramma til að lágmarki 7 ára á markaðskjörum. Um er að ræða um 40ma. 9. Kröfuhafar Glitnis munu leggja til endurgreiðslu og endurfjármögnun fyrirgreiðslu stjórnvalda við Íslandsbanka í erlendri mynt. Endurfjármögnunin verður í formi víkjandi láns í erlendri mynt til að minnsta kosti 10 ára. Fyrirgreiðsla stjórnvalda til Íslands nemur um 21ma. 10. Að því gefnu að stjórn Íslandsbanka leggi það til og að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins eru kröfuhafar Glitnis tilbúnir til að endurfjármagna arðgreiðslur úr Glitni í erlendri mynt með fjármögnun í formi sambærilegs víkjandi láns í erlendri mynt að fjárhæð allt að 16ma. Allt á markaðskjörum. Um 37ma renna til stjórnvalda við þessa ráðstöfun og mynda hluta af því þeirri eftirgjöf sem fjallað er um undir lið 2. Við þessa aðgerð yrði eigið fé Íslandsbanka um 23%. 11. Við erlenda sölu Íslandsbanka stendur ríkissjóði til boða lánafyrirgreiðsla í erlendri mynt til 10 ára frá Glitni ef hann svo kýs, á markaðskjörum að hámarki 319m evra.Erindi kröfuhafa LBI hf.1. Tillaga kröfuhafa LBI byggir á þeirri forsendu að kröfuhafar LBI hafi þegar komið til móts við greiðslujafnaðarvandamál Íslands með lengingu í skuldabréfi Landsbankans og Avens viðskiptunum við Seðlabanka Íslands þegar lengt var í fjármögnun ríkissjóðs og veittur 37% afsláttur af gengi krónu gagnvart evru. 2. Tillaga kröfuhafa LBI tekur jafnframt mið af því að töluverður hluti krónueigna LBI stendur til tryggingar ágreiningskröfum og óvíst er hvenær þeim málum lýkur.A. Afsal eigna og lágmörkun framtíðaráhættu gagnvart greiðslujöfnuði3. LBI mun afhenda lausafé búsins í krónum að frádregnum (i) krónum sem standa til tryggingar ágreiningskröfum sem eru í dag tæplega 50ma og (ii) innlendum rekstrarkostnaði (að undanskildum hvatagreiðslum) og greiðslu lágmarkskrafna. Þá munu kröfuhafar LBI beita sér fyrir því að tilteknar innlendar eignir búsins verði framseldar stjórnvöldum en um er að ræða eignir að virði rúmlega 10ma. Til viðbótar mun LBI afhenda stjórnvöldum útgreiðslur í krónum úr tilteknum þrota- og slitabúum. 4. Kröfuhafar LBI munu beita sér fyrir því og eftir atvikum fjármagna fullnaðargreiðslur í reiðufé á öllum forgangskröfum LBI fyrir árslok. Fyrirgreiðsla kröfuhafa LBI er m.a. háð skilyrði um endurgreiðslu Avens skuldabréfsins.B. Langtímafjárfestingar5. Þá munu kröfuhafar LBI beita sér fyrir einhliða útgáfu breytiréttar til handa Landsbanka Íslands hf. sem gilda mun í 15 mánuði frá staðfestum nauðasamningi. Breytirétturinn veitir Landsbanka Íslands hf. einhliða rétt á að breyta útistandandi veðskuldabréfi í óveðtryggða markaðsfjármögnun samkvæmt EMTN fjármögnunarramma. Markaðskjör skulu ákvörðuð af óháðum alþjóðalega viðurkenndum fjárfestingarbanka. Gjaldeyrishöft Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur birt bréf frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þær eru tilbúnar að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem þar kemur fram er að kröfuhafar skuldbindi sig til að Arion banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Framkvæmdahópur um afnám hafta hefur fallist á tillögur kröfuhafanna en til þess að tillögurnar verði að veruleika þarfa að samþykkja þær á kröfuhafafundum körfuhafa föllnu bankanna. Þá kemur einnig fram að kröfuhafar séu tilbúnir að gera með sér hagnaðarskiptasamning við stjórnvöld sem feli í sér eftirfarandi: Í tilfelli Íslandsbanka skuli afkoman skiptast með eftirfarandi hætti: (i) Afkoma á bilinu umfram 85 til 119 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda. (ii) Afkoma umfram 119 milljarða allt að 136 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda. (iii) Afkoma umfram 136 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda. Í tilfelli Kaupþings skuli afkoman skiptast með eftirfarandi hætti: (i) Afkoma á bilinu umfram 100 til 140 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda. (ii) Afkoma umfram 119 milljarða allt að 136 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda. (iii) Afkoma umfram 136 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda. Hér að neðan má sjá erindi kröfuhafa föllnu bankanna í heild sinni:Erindi kröfuhafa KaupþingsA. Afsal eigna og lágmörkun framtíðaráhættu gagnvart greiðslujöfnuði1. Útgáfa skuldabréfs til íslenskra stjórnvalda að fjárhæð 84 milljarðar króna til þriggja ára. Skuldabréfið ber 5,5% vexti. Umframkrónustaða Kaupthings er greidd inn á skuldabréfið með fjársópsákvæði ársfjórðungslega. Skuldabréfið er veðtryggt og skal veðhlutfall ávallt nema að minnsta kosti 115% af höfuðstóli. Heimilt er að draga frá allt að 5 milljarða af skuldabréfinu á líftíma þess, enda sé um að ræða kostnað sem sannanlega hafi verið stofnað til á Íslandi við rekstur Kaupthings og vegna lágmarksgreiðslna til innlendra kröfuhafa. Undir frádráttarheimildina falla ekki hvatagreiðslur og skal allur innlendur kostnaður staðfestur af endurskoðanda Kaupthings. 2. Framsal krafna Kaupthings á hendur innlendum aðilum sem og eignarhluta í innlendum félögum og öðrum eignum. Um er að ræða verðmæti að nafnverði 114,8 milljarða en bókfært virði þeirra nemur um 14,4 milljörðum. Hluti þessara eigna verður endugreiddur í erlendri mynt. Þær eignir sem ekki er unnt að framselja, svo sem ágreiningskröfur við innlenda aðila, eru framseldar á grundvelli fjársópsákvæðis sem rennur til stjórnvalda ef mismunurinn á tildæmdum kröfum og töpuðum ágreiningsmálum verður á tímabilinu. 3. Kröfuhafar Kaupthings munu beita sér fyrir því að Arion banki hf. verði settur í sölumeðferð og seldur fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar. Kröfuhafar Kaupthings munu styðja gerð hagnaðarskiptasamning við stjórnvöld vegna eignarhlutar í Arion banka hf. þannig að skipting allrar fjárhagslegrar afkomu af bankanum renni til stjórnvalda í eftirfarandi hlutföllum, (i) afkoma á bilinu umfram 100 til 140 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda, (ii) afkoma umfram 140 milljarða allt að 160 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda og (iii) afkoma umfram 160 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda.B. Langtímafjárfestingar4. Kaupthing mun endurfjármagna fyrirgreiðslu stjórnvalda til Arion banka hf. í erlendri mynt og bjóða Arion banka hf. að umbreyta þeirri skuld í alþjóðlega viðurkennd fjármögnunarbréf samkvæmt EMTN fjármögnunarramma á markaðskjörum, með gjalddaga að lágmarki 7 árum liðnum frá útgáfu. Um er að ræða um 55,1 ma. króna. Þá mun Kaupthing bjóðast til að skuldbreyta innstæðum sínum í erlendri mynt Arion banka hf. að fjárhæð um 43,8ma í samskonar útgáfu á markaðskjörum.Erindi kröfuhafa Glitnis1. Tillaga kröfuhafa Glitnis hefur það að markmiði að hlutleysa greiðslujafnaðaráhrif af skuldaskilum Glitnis. Forsendur kröfuhafa Glitnis byggja á upplýsingum eins og þær voru aðgengilegar þeim 8. júní og kunna að taka breytingum í þeim tilgangi að ná framangreindu markmiði.A. Afsal eigna og lágmörkun framtíðaráhættu gagnvart greiðslujöfnuði2. Greiðsla um 58ma í reiðufé. Heimilt er að draga frá allt að 5 milljarða, enda sé um að ræða kostnað sem sannanlega hafi verið stofnað til á Íslandi við rekstur Glitnis hf. og vegna lágmarksgreiðslna til innlendra kröfuhafa. Undir frádráttarheimildina falla ekki hvatagreiðslur og skal allur innlendur kostnaður staðfestur af endurskoðanda Glitnis. 3. Framsal krafna og annarra réttinda á hendur innlendum aðilum að bókfærðu virði um 59ma sem eru að nafnverði hátt í 200ma. Kröfur sem ekki er unnt að framselja verða framseldir með sama hætti og kröfuhafar Kaupthings áætla. 4. Útgáfa skilyrts veðtryggðs skuldabréfs að fjárhæð 119ma til þriggja ára. Skuldabréfið ber 5.5% vexti. Greiðsluákvæði við eignasölu í krónum fyrir gjalddaga. Skuldabréfið er veðtryggt og skal veðhlutfall ávallt nema að minnsta kosti 115% af höfuðstóli hverju sinni. 5. Kröfuhafar Glitnis munu beita sér fyrir því að Íslandsbanki hf. verði settur í sölumeðferð og seldur fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar. Bankinn verður ekki seldur ef mat óháðs alþjóðalega viðurkennds fjárfestingarbanka sýnir að söluverð undir 90% af áætluðu verðmati. 6. Verði Íslandsbanki seldur til innlendra aðila skal skipta afkomu milli stjórnvalda og Glitnis með eftirfarandi hætti: (i) afkoma á bilinu umfram 85 til 119 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda, (ii) afkoma umfram 119 milljarða allt að 136 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda og (iii) afkoma umfram 136 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda. 7. Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans miðað við skráð evru 5. júní 2015. Þó skal við erlenda skal eigið fé bankans umfram 23% eiginfjárhlutfall renna að öllu leyti til stjórnvalda. Stjórnvöld geta gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð.B. Langtímafjárfestingar8. Kröfuhafar Glitnis munu beita sér fyrir því að innlán Glitnis í erlendri mynt í innlendum bönkum verði endurfjármögnum samkvæmt EMTN útgáfuramma til að lágmarki 7 ára á markaðskjörum. Um er að ræða um 40ma. 9. Kröfuhafar Glitnis munu leggja til endurgreiðslu og endurfjármögnun fyrirgreiðslu stjórnvalda við Íslandsbanka í erlendri mynt. Endurfjármögnunin verður í formi víkjandi láns í erlendri mynt til að minnsta kosti 10 ára. Fyrirgreiðsla stjórnvalda til Íslands nemur um 21ma. 10. Að því gefnu að stjórn Íslandsbanka leggi það til og að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins eru kröfuhafar Glitnis tilbúnir til að endurfjármagna arðgreiðslur úr Glitni í erlendri mynt með fjármögnun í formi sambærilegs víkjandi láns í erlendri mynt að fjárhæð allt að 16ma. Allt á markaðskjörum. Um 37ma renna til stjórnvalda við þessa ráðstöfun og mynda hluta af því þeirri eftirgjöf sem fjallað er um undir lið 2. Við þessa aðgerð yrði eigið fé Íslandsbanka um 23%. 11. Við erlenda sölu Íslandsbanka stendur ríkissjóði til boða lánafyrirgreiðsla í erlendri mynt til 10 ára frá Glitni ef hann svo kýs, á markaðskjörum að hámarki 319m evra.Erindi kröfuhafa LBI hf.1. Tillaga kröfuhafa LBI byggir á þeirri forsendu að kröfuhafar LBI hafi þegar komið til móts við greiðslujafnaðarvandamál Íslands með lengingu í skuldabréfi Landsbankans og Avens viðskiptunum við Seðlabanka Íslands þegar lengt var í fjármögnun ríkissjóðs og veittur 37% afsláttur af gengi krónu gagnvart evru. 2. Tillaga kröfuhafa LBI tekur jafnframt mið af því að töluverður hluti krónueigna LBI stendur til tryggingar ágreiningskröfum og óvíst er hvenær þeim málum lýkur.A. Afsal eigna og lágmörkun framtíðaráhættu gagnvart greiðslujöfnuði3. LBI mun afhenda lausafé búsins í krónum að frádregnum (i) krónum sem standa til tryggingar ágreiningskröfum sem eru í dag tæplega 50ma og (ii) innlendum rekstrarkostnaði (að undanskildum hvatagreiðslum) og greiðslu lágmarkskrafna. Þá munu kröfuhafar LBI beita sér fyrir því að tilteknar innlendar eignir búsins verði framseldar stjórnvöldum en um er að ræða eignir að virði rúmlega 10ma. Til viðbótar mun LBI afhenda stjórnvöldum útgreiðslur í krónum úr tilteknum þrota- og slitabúum. 4. Kröfuhafar LBI munu beita sér fyrir því og eftir atvikum fjármagna fullnaðargreiðslur í reiðufé á öllum forgangskröfum LBI fyrir árslok. Fyrirgreiðsla kröfuhafa LBI er m.a. háð skilyrði um endurgreiðslu Avens skuldabréfsins.B. Langtímafjárfestingar5. Þá munu kröfuhafar LBI beita sér fyrir einhliða útgáfu breytiréttar til handa Landsbanka Íslands hf. sem gilda mun í 15 mánuði frá staðfestum nauðasamningi. Breytirétturinn veitir Landsbanka Íslands hf. einhliða rétt á að breyta útistandandi veðskuldabréfi í óveðtryggða markaðsfjármögnun samkvæmt EMTN fjármögnunarramma. Markaðskjör skulu ákvörðuð af óháðum alþjóðalega viðurkenndum fjárfestingarbanka.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira